Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson skrifar 18. september 2024 08:02 Fá orð fá jafnoft að hljóma í jarmi sjálfstæðismanna um hinn digra tekjustofn sem ökutækjaeigendur geta verið. Sögustund. Frá 2018 hafa engir skattar tengdir notkun ökutækja verið eyrnamerktir vegakerfinu. Ekki einu sinni hið margumtalaða kílómetragjald sem tekur ekki tillit til þyngdar eða mengunar ökutækja, er rukkaður eftir ólöggiltum mæli og er auk þess rukkaður fyrir akstur á vegakerfi sem ríkið sér ekki um. Í það heila hörmulegt framtak þegar horft er til þess að útgjöld til vegamála hafa dregist saman sl. áratug, ef tekið er tillit til verðbólgu en á sama tíma hefur eyðsla ríkisins aukist um 100% og þar með skattpíning á almenning. Einfaldir útreikningar hafa líka sýnt okkur vaxandi uppbyggingarskuld á þjóðvegakerfinu í kjölfar áratugalangrar öfgaskattheimtu af notkun ökutækja, sem ekkert sýnir að skili sér í þjóðvegakerfið.Í nýlegri stjórnmálaályktun flokksráðsfundar sjálfstæðisflokksins, dagsett 1. september 2024, kemur fram að: „Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti“. Þetta er sama orðræða og mátti finna í frumvarpi þáverandi fjármálaráðherra sem varð að lögum um kílómetragjald og á vefsíðu sem ráðuneytið heldur úti vegna skattheimtunnar. Nú hefur þetta smitast inn í borgarstjórn Reykjavíkur því brotinn sjálfstæðisflokkur þar á bæ fann sig knúinn til að leggja fram bókun vegna samgöngusáttmála með sömu orðum, að því er virðist án þess að átta sig á að þessi gjöld, eða aðrir skattar af notkun ökutækja, hafa aldrei skilað sér til sveitarfélaga. Eftir sem áður er tískumáltæki flokksins í dag; „Þeir borga sem nota!“, sama orðræðuaðferð og þegar ótengd atriði eru skotin niður í skynsamri umræðu með orðunum „hugsið um börnin!“. Líkt of hin ofnotaða orðræðuaðferð þá er þetta bergmál úr valhöll farið að hljóma í fleiri og fleiri tilfellum þegar gerð er atlaga að tekjustofni flokksins sem ekki kann með peninga að fara. Höfundur er formaður Rafbílasambands Íslands og áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Bílar Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fá orð fá jafnoft að hljóma í jarmi sjálfstæðismanna um hinn digra tekjustofn sem ökutækjaeigendur geta verið. Sögustund. Frá 2018 hafa engir skattar tengdir notkun ökutækja verið eyrnamerktir vegakerfinu. Ekki einu sinni hið margumtalaða kílómetragjald sem tekur ekki tillit til þyngdar eða mengunar ökutækja, er rukkaður eftir ólöggiltum mæli og er auk þess rukkaður fyrir akstur á vegakerfi sem ríkið sér ekki um. Í það heila hörmulegt framtak þegar horft er til þess að útgjöld til vegamála hafa dregist saman sl. áratug, ef tekið er tillit til verðbólgu en á sama tíma hefur eyðsla ríkisins aukist um 100% og þar með skattpíning á almenning. Einfaldir útreikningar hafa líka sýnt okkur vaxandi uppbyggingarskuld á þjóðvegakerfinu í kjölfar áratugalangrar öfgaskattheimtu af notkun ökutækja, sem ekkert sýnir að skili sér í þjóðvegakerfið.Í nýlegri stjórnmálaályktun flokksráðsfundar sjálfstæðisflokksins, dagsett 1. september 2024, kemur fram að: „Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti“. Þetta er sama orðræða og mátti finna í frumvarpi þáverandi fjármálaráðherra sem varð að lögum um kílómetragjald og á vefsíðu sem ráðuneytið heldur úti vegna skattheimtunnar. Nú hefur þetta smitast inn í borgarstjórn Reykjavíkur því brotinn sjálfstæðisflokkur þar á bæ fann sig knúinn til að leggja fram bókun vegna samgöngusáttmála með sömu orðum, að því er virðist án þess að átta sig á að þessi gjöld, eða aðrir skattar af notkun ökutækja, hafa aldrei skilað sér til sveitarfélaga. Eftir sem áður er tískumáltæki flokksins í dag; „Þeir borga sem nota!“, sama orðræðuaðferð og þegar ótengd atriði eru skotin niður í skynsamri umræðu með orðunum „hugsið um börnin!“. Líkt of hin ofnotaða orðræðuaðferð þá er þetta bergmál úr valhöll farið að hljóma í fleiri og fleiri tilfellum þegar gerð er atlaga að tekjustofni flokksins sem ekki kann með peninga að fara. Höfundur er formaður Rafbílasambands Íslands og áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun