Þjóðin slæst við elda: Hvar er Alþingi? Baldur Borgþórsson skrifar 17. september 2024 10:30 Eins og greinarhöfundur hefur áður fjallað um í grein sinni Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum - Vísir (visir.is), þá er eitt mesta mein íslenskra heimila og fyrirtækja háir vextir. Okurvextir sem þekkjast hvergi annarsstaðar í kringum okkur. Áðurnefnd grein lýsir því hvernig við getum með einföldum hætti breytt leikreglum þannig að landsmenn geti framvegis búið við sömu lágu vexti og stöðugleika og nágrannar okkar í Evrópu. En eitt getur Alþingi gert strax sem: Lækkar verðbólgu úr 6,2% í 3,5% ? Lækkar stýrivexti Seðlabanka um helming? Lækkar vexti/greiðslubyrði sem nú sligar 60 þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja - um nær helming? Hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að hrinda þessari einföldu og jafnframt mikilvægu breytingu í framkvæmd er óskiljanlegt. Hvernig má vera að þingmenn allra flokka hafi ekki séð sóma sinn í að sameinast um velferð kjósenda sinna með þessum hætti? Það er ekki eins og það þurfi að vera átök um slíkt mál. Svona sjálfsögð og einföld er framkvæmdin: Húsnæðisverð tekið úr vísitölu neysluverðs: Gjörbreytt og bætt staða heimila og fyrirtækja Á einum degi getur Alþingi tekið sig saman og samþykkt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs og lækkað þannig verðbólgu úr 6,2% í 3,5%. Áhrifin yrðu þau sem lýst er hér að ofan og því gríðarlegur léttir fyrir þau sextíu þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja sem samkvæmt nýbirtri könnun ná ekki endum saman í dag og þurfa því að mæta vaxtaokinu með aukinni lántöku og tæma sparnað sinn. Slík tillaga er stutt og einföld: Húsnæðisverð verður ekki lengur í vísitölu neysluverðs. Tillaga þessi tekur gildi strax. Rökstuðningur með tillögunni er að sama skapi einfaldur. Húsnæðisverð er einfaldlega ekki í vísitölu neysluverðs hjá nágrannaþjóðum okkar. Svo einfalt er það. Fyrir kröfuharða sem vilja meiri lestur er hægt að vísa í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt var snemma árs 2017. Skýrslan er svo ekki sé meira sagt afar fróðleg og höfundar hennar ekki síður en skýrslan heitir: FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR PENINGASTEFNU ENDURMAT Á RAMMA PENINGASTEFNUNNAR Höfundar eru: Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri Ásdís Kristjánsdóttir núverandi bæjarstjóri Kópavogs Illugi Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Tilvitnanir úr þessari skýrslu eru afgerandi þegar kemur að samsetningu vísitölu neysluverðs: „Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna að beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Að mati starfshópsins þarf að skoða slíkar leiðir vel og vandlega.“ „Tillaga 5: Verðbólgumarkmið Seðlabanka skal áfram miða við 2,5% en sú vísitala sem markmiðið nær til skal ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skal því undanskilja húsnæðisverð.“ Hér er því kominn ítarleg skýrsla, samin af sjálfum Seðlabankastjóra, núverandi bæjarstjóra Kópavogs og fyrrverandi ráðherra. Svo sjálfsagt mál væri þannig afgreitt - samdægurs. En stóra spurningin hlýtur að vera, af hverju er þetta ekki þegar orðið? Fyrir hverja eru þessir 63 þingmenn eiginlega að vinna? Hvernig má vera að ekki einn einasti þeirra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, þrátt fyrir jafn afgerandi fyrirliggjandi skýrslu og hér liggur til grundvallar? Skipta kjósendur engu máli? HVAR ER ALÞINGI? Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Alþingi Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og greinarhöfundur hefur áður fjallað um í grein sinni Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum - Vísir (visir.is), þá er eitt mesta mein íslenskra heimila og fyrirtækja háir vextir. Okurvextir sem þekkjast hvergi annarsstaðar í kringum okkur. Áðurnefnd grein lýsir því hvernig við getum með einföldum hætti breytt leikreglum þannig að landsmenn geti framvegis búið við sömu lágu vexti og stöðugleika og nágrannar okkar í Evrópu. En eitt getur Alþingi gert strax sem: Lækkar verðbólgu úr 6,2% í 3,5% ? Lækkar stýrivexti Seðlabanka um helming? Lækkar vexti/greiðslubyrði sem nú sligar 60 þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja - um nær helming? Hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að hrinda þessari einföldu og jafnframt mikilvægu breytingu í framkvæmd er óskiljanlegt. Hvernig má vera að þingmenn allra flokka hafi ekki séð sóma sinn í að sameinast um velferð kjósenda sinna með þessum hætti? Það er ekki eins og það þurfi að vera átök um slíkt mál. Svona sjálfsögð og einföld er framkvæmdin: Húsnæðisverð tekið úr vísitölu neysluverðs: Gjörbreytt og bætt staða heimila og fyrirtækja Á einum degi getur Alþingi tekið sig saman og samþykkt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs og lækkað þannig verðbólgu úr 6,2% í 3,5%. Áhrifin yrðu þau sem lýst er hér að ofan og því gríðarlegur léttir fyrir þau sextíu þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja sem samkvæmt nýbirtri könnun ná ekki endum saman í dag og þurfa því að mæta vaxtaokinu með aukinni lántöku og tæma sparnað sinn. Slík tillaga er stutt og einföld: Húsnæðisverð verður ekki lengur í vísitölu neysluverðs. Tillaga þessi tekur gildi strax. Rökstuðningur með tillögunni er að sama skapi einfaldur. Húsnæðisverð er einfaldlega ekki í vísitölu neysluverðs hjá nágrannaþjóðum okkar. Svo einfalt er það. Fyrir kröfuharða sem vilja meiri lestur er hægt að vísa í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt var snemma árs 2017. Skýrslan er svo ekki sé meira sagt afar fróðleg og höfundar hennar ekki síður en skýrslan heitir: FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR PENINGASTEFNU ENDURMAT Á RAMMA PENINGASTEFNUNNAR Höfundar eru: Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri Ásdís Kristjánsdóttir núverandi bæjarstjóri Kópavogs Illugi Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Tilvitnanir úr þessari skýrslu eru afgerandi þegar kemur að samsetningu vísitölu neysluverðs: „Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna að beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Að mati starfshópsins þarf að skoða slíkar leiðir vel og vandlega.“ „Tillaga 5: Verðbólgumarkmið Seðlabanka skal áfram miða við 2,5% en sú vísitala sem markmiðið nær til skal ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skal því undanskilja húsnæðisverð.“ Hér er því kominn ítarleg skýrsla, samin af sjálfum Seðlabankastjóra, núverandi bæjarstjóra Kópavogs og fyrrverandi ráðherra. Svo sjálfsagt mál væri þannig afgreitt - samdægurs. En stóra spurningin hlýtur að vera, af hverju er þetta ekki þegar orðið? Fyrir hverja eru þessir 63 þingmenn eiginlega að vinna? Hvernig má vera að ekki einn einasti þeirra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, þrátt fyrir jafn afgerandi fyrirliggjandi skýrslu og hér liggur til grundvallar? Skipta kjósendur engu máli? HVAR ER ALÞINGI? Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun