Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. júní 2025 14:59 Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva. Þetta er líklega þekktasta stærðareining sem landsmenn skilja og endurspeglar magn og umfang eins lítra. Olía er líka seld í lítrum sem er dælt á tanka með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðabúið enda kemur hún öll erlendis frá, ólíkt íslensku mjólkinni. Orkuskipti eru þjóðaröryggismál Mjólkurframleiðsla á Íslandi styrkir fæðuöryggi landsins. Þetta fæðuöryggi er þó veikburða þar sem mjólkurframleiðsla er ennþá verulega háð innfluttri olíu, bæði fyrir heyskap og mjólkurbíla. Þetta gildir fyrir alla matvælaframleiðslu sem þýðir að fæðuöryggi er ekki tryggt án þessa að bæta orkuöryggi landsins. Eins og ég hef sagt áður þá er staðan sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Orkuskipti yfir í innlenda orku er bæði hagkvæm og eykur orkuöryggi þjóðarinnar. Sett í samhengi Orkuskipti í vegasamgöngum, hingað til, hafa minnkað þörf á olíuinnflutningi um 130 þúsund lítra á dag. Orkuöryggi landsins hefur skánað um tæpa 50 milljón lítra á ári vegna orkuskipta í vegasamgöngum. Til að setja þetta í samhengi við við mjólkurlítra þá er þetta eins og hvert heimili á Íslandi þurfi nú að kaupa einni fernu minna af olíu á dag. Það er eitthvað sem við skiljum öll að er alveg heilmikill slatti. Vandamálið er hinsvegar að við notum um 800 þúsund lítra af olíu á dag í vegasamgöngur. Þetta samsvarar rúmlega 6 lítrum á hvert heimili á dag. Ef olía væri mjólk þá þyrfti hvert heimili sjö fernur á dag í ísskápinn og þökk sé rafbílavæðingu hingað til þá er ein fernan þó orðinn íslensk. Verkefnið er þá að breyta hratt og vel hinum fernunum og fylla þær af hreinni íslenskri orku. Bætt nýtni Það fylgja fleiri töfrar orkuskiptum í vegasamgöngum. Rafvæðingu vegasamgangna leiðir til miklu betri orkunýtni. Rafbíll þarf nefnilega þrisvar sinnum minni orku en sambærilegur bensínbíll til að komast sömu vegalengd. Ef við tengjum þetta aftur við mjólkurfernur þá verður staðan eftirfarandi. Þegar við erum búinn að rafvæða stóran hluta vegasamgangna þá þurfum við ekki lengur sjö fernur ísskápinn heldur bara rúmlega tvær til að fá sama magn af næringu. Það er alvöru hagræðing. Við munum ekki aðeins skipta yfir í rammíslenska orku, við munum líka minnka þörfina á olíufernum úr 300 milljónum á ári í 100 milljónir. Við þurfum ekki erlenda mjólk því að við eigum íslenska, við þurfum heldur ekki alla þessa erlendu olíu af því að við eigum íslenska raforku. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva. Þetta er líklega þekktasta stærðareining sem landsmenn skilja og endurspeglar magn og umfang eins lítra. Olía er líka seld í lítrum sem er dælt á tanka með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðabúið enda kemur hún öll erlendis frá, ólíkt íslensku mjólkinni. Orkuskipti eru þjóðaröryggismál Mjólkurframleiðsla á Íslandi styrkir fæðuöryggi landsins. Þetta fæðuöryggi er þó veikburða þar sem mjólkurframleiðsla er ennþá verulega háð innfluttri olíu, bæði fyrir heyskap og mjólkurbíla. Þetta gildir fyrir alla matvælaframleiðslu sem þýðir að fæðuöryggi er ekki tryggt án þessa að bæta orkuöryggi landsins. Eins og ég hef sagt áður þá er staðan sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Orkuskipti yfir í innlenda orku er bæði hagkvæm og eykur orkuöryggi þjóðarinnar. Sett í samhengi Orkuskipti í vegasamgöngum, hingað til, hafa minnkað þörf á olíuinnflutningi um 130 þúsund lítra á dag. Orkuöryggi landsins hefur skánað um tæpa 50 milljón lítra á ári vegna orkuskipta í vegasamgöngum. Til að setja þetta í samhengi við við mjólkurlítra þá er þetta eins og hvert heimili á Íslandi þurfi nú að kaupa einni fernu minna af olíu á dag. Það er eitthvað sem við skiljum öll að er alveg heilmikill slatti. Vandamálið er hinsvegar að við notum um 800 þúsund lítra af olíu á dag í vegasamgöngur. Þetta samsvarar rúmlega 6 lítrum á hvert heimili á dag. Ef olía væri mjólk þá þyrfti hvert heimili sjö fernur á dag í ísskápinn og þökk sé rafbílavæðingu hingað til þá er ein fernan þó orðinn íslensk. Verkefnið er þá að breyta hratt og vel hinum fernunum og fylla þær af hreinni íslenskri orku. Bætt nýtni Það fylgja fleiri töfrar orkuskiptum í vegasamgöngum. Rafvæðingu vegasamgangna leiðir til miklu betri orkunýtni. Rafbíll þarf nefnilega þrisvar sinnum minni orku en sambærilegur bensínbíll til að komast sömu vegalengd. Ef við tengjum þetta aftur við mjólkurfernur þá verður staðan eftirfarandi. Þegar við erum búinn að rafvæða stóran hluta vegasamgangna þá þurfum við ekki lengur sjö fernur ísskápinn heldur bara rúmlega tvær til að fá sama magn af næringu. Það er alvöru hagræðing. Við munum ekki aðeins skipta yfir í rammíslenska orku, við munum líka minnka þörfina á olíufernum úr 300 milljónum á ári í 100 milljónir. Við þurfum ekki erlenda mjólk því að við eigum íslenska, við þurfum heldur ekki alla þessa erlendu olíu af því að við eigum íslenska raforku. Höfundur er sviðsstjóri svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun