Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2024 11:37 Kristrún Frostadóttir var minna en hrifin af nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi fjármálaráðherra kynnti nú í morgun. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. „Staðan er reyndar sú að ríkisstjórnin hefur brugðist í stjórn efnahagsmála og það er ekkert í þessum fjármálum sem breytir því,“ segir Kristrún sem eins og fleiri fylgdist af athygli með kynningu Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Kristrún er ekki hrifin. „Ár eftir ár hefur ríkisstjórnin einbeitt sér að því að hlaupast undan eigin ábyrgð. Og bent á alla aðra. Í stað þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að ná stjórn á stöðu efnahagsmála. Þetta hefur verið mjög skaðlegt og dregið úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Því miður,“ segir Kristrún. Hugleysi einkennir fjárlögin Hún telur einsýnt að ríkisstjórnin vilji fela eigið getuleysi með því að benda statt og stöðugt á Seðlabankann. „Við vitum öll að þegar ríkisstjórnin gerir minna — þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Og þess vegna höfum við haft þessa miklu verðbólgu og háu vexti núna, alltof lengi.“ Kristrún bendir á að halli ríkissjóðs aukist lítillega frá því sem var samkvæmt fjármálaáætlun í vor. Nú stefni í níu ár af hallarekstri í viðbót. Til að mynda eru tugmilljarða aðgerðir vegna kjarasamninga enn ófjármagnaðar. „Það er ekkert gert til að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru,“ segir Kristrún og nefnnir í því sambandi „ehf.-gat, auðlindagjöld, bankaskatt …“ og fleira mætti nefna í því samhengi. Kristrún segir fjárlög einkennast af hugleysi, þráseta ríkisstjórnarinnar er orðin stórskaðleg.vísir/vilhelm Þannig lýsir fjárlagafrumvarpið huglausi ríkisstjórnarinnar. „Húsnæðismál eru áfram í ólestri en þar eru himinnháir vextir, ekki ein ný íbúð í tengslum við Grindavík og ekkert gert til að taka á skammtímaleigu.“ Kristrún, sem renndi í fljótheitum yfir frumvarpið, segist ekki sjá neinar markvissar aðgerðir. Þarf sterk bein til að taka ákvarðanir og þau sterku bein er ekki að finna í ríkisstjórn „Þetta mallar bara áfram á sjálfstýringu eins og síðustu ár. Með litlum árangri.“ Og þetta aðgerðarleysi, hugleysi eða dugleysi eða hvað skal kalla þetta veldur miklum skaða og dregur úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Þráseta ríkisstjórnarinnar er að verða sjálfstætt vandamál í þessari háu verðbólgu og þessum háu vöxtum sem hér hafa verið alltof alltof lengi. „Svo eru þarna fleiri þættir sem vert er að huga að. En nú verður þetta rætt og svo fer fram ítarleg umræða í nefndinni, en halli ríkissjóðs er að aukast, versna frá því sem lagt var upp með þó við vitum að það hafi aldrei reynt eins mikið á ríkisjóð og nú.“ Kristrún segist sjá kosningaveturinn gegnsýra fjárlagafrumvarpið. „Það þarf sterk bein til að taka afgerandi ákvarðanir en eins og staðan er núna er þessi þráseta og þetta ábyrgðarleysi farið að valda gríðarlegum skaða í efnahagslífinu.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
„Staðan er reyndar sú að ríkisstjórnin hefur brugðist í stjórn efnahagsmála og það er ekkert í þessum fjármálum sem breytir því,“ segir Kristrún sem eins og fleiri fylgdist af athygli með kynningu Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Kristrún er ekki hrifin. „Ár eftir ár hefur ríkisstjórnin einbeitt sér að því að hlaupast undan eigin ábyrgð. Og bent á alla aðra. Í stað þess að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að ná stjórn á stöðu efnahagsmála. Þetta hefur verið mjög skaðlegt og dregið úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Því miður,“ segir Kristrún. Hugleysi einkennir fjárlögin Hún telur einsýnt að ríkisstjórnin vilji fela eigið getuleysi með því að benda statt og stöðugt á Seðlabankann. „Við vitum öll að þegar ríkisstjórnin gerir minna — þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Og þess vegna höfum við haft þessa miklu verðbólgu og háu vexti núna, alltof lengi.“ Kristrún bendir á að halli ríkissjóðs aukist lítillega frá því sem var samkvæmt fjármálaáætlun í vor. Nú stefni í níu ár af hallarekstri í viðbót. Til að mynda eru tugmilljarða aðgerðir vegna kjarasamninga enn ófjármagnaðar. „Það er ekkert gert til að taka á þenslunni þar sem hún er í raun og veru,“ segir Kristrún og nefnnir í því sambandi „ehf.-gat, auðlindagjöld, bankaskatt …“ og fleira mætti nefna í því samhengi. Kristrún segir fjárlög einkennast af hugleysi, þráseta ríkisstjórnarinnar er orðin stórskaðleg.vísir/vilhelm Þannig lýsir fjárlagafrumvarpið huglausi ríkisstjórnarinnar. „Húsnæðismál eru áfram í ólestri en þar eru himinnháir vextir, ekki ein ný íbúð í tengslum við Grindavík og ekkert gert til að taka á skammtímaleigu.“ Kristrún, sem renndi í fljótheitum yfir frumvarpið, segist ekki sjá neinar markvissar aðgerðir. Þarf sterk bein til að taka ákvarðanir og þau sterku bein er ekki að finna í ríkisstjórn „Þetta mallar bara áfram á sjálfstýringu eins og síðustu ár. Með litlum árangri.“ Og þetta aðgerðarleysi, hugleysi eða dugleysi eða hvað skal kalla þetta veldur miklum skaða og dregur úr trúverðugleika hagstjórnarinnar. Þráseta ríkisstjórnarinnar er að verða sjálfstætt vandamál í þessari háu verðbólgu og þessum háu vöxtum sem hér hafa verið alltof alltof lengi. „Svo eru þarna fleiri þættir sem vert er að huga að. En nú verður þetta rætt og svo fer fram ítarleg umræða í nefndinni, en halli ríkissjóðs er að aukast, versna frá því sem lagt var upp með þó við vitum að það hafi aldrei reynt eins mikið á ríkisjóð og nú.“ Kristrún segist sjá kosningaveturinn gegnsýra fjárlagafrumvarpið. „Það þarf sterk bein til að taka afgerandi ákvarðanir en eins og staðan er núna er þessi þráseta og þetta ábyrgðarleysi farið að valda gríðarlegum skaða í efnahagslífinu.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira