Amaði ekkert að ferðamönnum sem sendu neyðarboðin Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 22:16 Varðskipið Þór var sent norður til Hlöðuvíkur. Myndin er úr safni og tekin við Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm Ekkert amaði að erlendum ferðamanni sem sendi neyðarboð úr neyðarskýli í Hlöðuvík fyrr í dag. Áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar komst í samband við ferðafólkið á tíunda tímanum í kvöld. Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil í dag en óljóst var hver hefði sent það og hvaðan en talið var að það kæmi frá Hlöðuvík eða Hornvík á Hornströndum. Varðskipið Þór, sem var þá statt við Snæfellsnes, var sent að Hlöðuvík og kom þangað á tíunda tímanum í kvöld, að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. „Það er búið að ganga úr skugga um að það kom frá erlendum ferðamanni sem var staddur í neyðarskýli í Hlöðuvík og amar ekkert að núna. Þegar Gæslan kemur þarna og nær sambandi þá segir viðkomandi að það þurfi ekki lengur aðstoð,“ segir Hlynur en áhöfn varðskipsins náði stopulu talstöðvarsambandi við þriggja manna hóp í neyðarskýlinu. Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send en lélegt samband er á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn úr þriggja manna hópnum hafi sent boðin í dag. Búast megi við að veðurofsinn á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu en það verði skoðað betur þegar betra samband næst við fólkið. Töluverður viðbúnaður var vegna neyðarkallsins sem var stutt og á ensku, að sögn Hlyns. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði var virkjuð. Hlynur segir að undirbúið hafi verið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip til leitar í fyrramálið ef leit varðskipsins hefði engan árangur borið. Varðskipið verður við Hlöðuvík til morguns vegna aðstæðna. Hlynur segir veðrið þó gengið niður. Þyrla sótti annan ferðamann sem þurfti svo ekki læknisaðstoð í sumar Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Landhelgisgæslan er kölluð út á Vestfjörðum vegna erlendra ferðamanna sem reynast þegar til kastanna kemur ekki í sérstakri hættu. Í júlí sótti þyrla Gæslunnar bandarískan göngumann á Jökulfirði, sunnan við Hornstrandir, sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda og flutti hann til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið afþakkaði hann frekari aðstoð og hélt burt á bílaleigubíl sínum. Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum sagði Vísi að hann teldi það hafa verið „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Hlynur segir að engar hömlur eða reglur um hvers konar búnað fólk sem fari á Hornstrandir þurfi að hafa með sér. Lítil sem engin fjarskipti séu þar og símar virki ekki. „Þannig að það þarf eitthvað að skoða það,“ segir yfirlögregluþjónninn. Fréttin hefur verið uppfærð. Landhelgisgæslan Hornstrandir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil í dag en óljóst var hver hefði sent það og hvaðan en talið var að það kæmi frá Hlöðuvík eða Hornvík á Hornströndum. Varðskipið Þór, sem var þá statt við Snæfellsnes, var sent að Hlöðuvík og kom þangað á tíunda tímanum í kvöld, að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. „Það er búið að ganga úr skugga um að það kom frá erlendum ferðamanni sem var staddur í neyðarskýli í Hlöðuvík og amar ekkert að núna. Þegar Gæslan kemur þarna og nær sambandi þá segir viðkomandi að það þurfi ekki lengur aðstoð,“ segir Hlynur en áhöfn varðskipsins náði stopulu talstöðvarsambandi við þriggja manna hóp í neyðarskýlinu. Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send en lélegt samband er á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn úr þriggja manna hópnum hafi sent boðin í dag. Búast megi við að veðurofsinn á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu en það verði skoðað betur þegar betra samband næst við fólkið. Töluverður viðbúnaður var vegna neyðarkallsins sem var stutt og á ensku, að sögn Hlyns. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði var virkjuð. Hlynur segir að undirbúið hafi verið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip til leitar í fyrramálið ef leit varðskipsins hefði engan árangur borið. Varðskipið verður við Hlöðuvík til morguns vegna aðstæðna. Hlynur segir veðrið þó gengið niður. Þyrla sótti annan ferðamann sem þurfti svo ekki læknisaðstoð í sumar Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Landhelgisgæslan er kölluð út á Vestfjörðum vegna erlendra ferðamanna sem reynast þegar til kastanna kemur ekki í sérstakri hættu. Í júlí sótti þyrla Gæslunnar bandarískan göngumann á Jökulfirði, sunnan við Hornstrandir, sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda og flutti hann til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið afþakkaði hann frekari aðstoð og hélt burt á bílaleigubíl sínum. Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum sagði Vísi að hann teldi það hafa verið „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Hlynur segir að engar hömlur eða reglur um hvers konar búnað fólk sem fari á Hornstrandir þurfi að hafa með sér. Lítil sem engin fjarskipti séu þar og símar virki ekki. „Þannig að það þarf eitthvað að skoða það,“ segir yfirlögregluþjónninn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landhelgisgæslan Hornstrandir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17
Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13