Amaði ekkert að ferðamönnum sem sendu neyðarboðin Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 22:16 Varðskipið Þór var sent norður til Hlöðuvíkur. Myndin er úr safni og tekin við Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm Ekkert amaði að erlendum ferðamanni sem sendi neyðarboð úr neyðarskýli í Hlöðuvík fyrr í dag. Áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar komst í samband við ferðafólkið á tíunda tímanum í kvöld. Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil í dag en óljóst var hver hefði sent það og hvaðan en talið var að það kæmi frá Hlöðuvík eða Hornvík á Hornströndum. Varðskipið Þór, sem var þá statt við Snæfellsnes, var sent að Hlöðuvík og kom þangað á tíunda tímanum í kvöld, að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. „Það er búið að ganga úr skugga um að það kom frá erlendum ferðamanni sem var staddur í neyðarskýli í Hlöðuvík og amar ekkert að núna. Þegar Gæslan kemur þarna og nær sambandi þá segir viðkomandi að það þurfi ekki lengur aðstoð,“ segir Hlynur en áhöfn varðskipsins náði stopulu talstöðvarsambandi við þriggja manna hóp í neyðarskýlinu. Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send en lélegt samband er á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn úr þriggja manna hópnum hafi sent boðin í dag. Búast megi við að veðurofsinn á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu en það verði skoðað betur þegar betra samband næst við fólkið. Töluverður viðbúnaður var vegna neyðarkallsins sem var stutt og á ensku, að sögn Hlyns. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði var virkjuð. Hlynur segir að undirbúið hafi verið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip til leitar í fyrramálið ef leit varðskipsins hefði engan árangur borið. Varðskipið verður við Hlöðuvík til morguns vegna aðstæðna. Hlynur segir veðrið þó gengið niður. Þyrla sótti annan ferðamann sem þurfti svo ekki læknisaðstoð í sumar Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Landhelgisgæslan er kölluð út á Vestfjörðum vegna erlendra ferðamanna sem reynast þegar til kastanna kemur ekki í sérstakri hættu. Í júlí sótti þyrla Gæslunnar bandarískan göngumann á Jökulfirði, sunnan við Hornstrandir, sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda og flutti hann til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið afþakkaði hann frekari aðstoð og hélt burt á bílaleigubíl sínum. Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum sagði Vísi að hann teldi það hafa verið „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Hlynur segir að engar hömlur eða reglur um hvers konar búnað fólk sem fari á Hornstrandir þurfi að hafa með sér. Lítil sem engin fjarskipti séu þar og símar virki ekki. „Þannig að það þarf eitthvað að skoða það,“ segir yfirlögregluþjónninn. Fréttin hefur verið uppfærð. Landhelgisgæslan Hornstrandir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil í dag en óljóst var hver hefði sent það og hvaðan en talið var að það kæmi frá Hlöðuvík eða Hornvík á Hornströndum. Varðskipið Þór, sem var þá statt við Snæfellsnes, var sent að Hlöðuvík og kom þangað á tíunda tímanum í kvöld, að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. „Það er búið að ganga úr skugga um að það kom frá erlendum ferðamanni sem var staddur í neyðarskýli í Hlöðuvík og amar ekkert að núna. Þegar Gæslan kemur þarna og nær sambandi þá segir viðkomandi að það þurfi ekki lengur aðstoð,“ segir Hlynur en áhöfn varðskipsins náði stopulu talstöðvarsambandi við þriggja manna hóp í neyðarskýlinu. Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send en lélegt samband er á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn úr þriggja manna hópnum hafi sent boðin í dag. Búast megi við að veðurofsinn á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu en það verði skoðað betur þegar betra samband næst við fólkið. Töluverður viðbúnaður var vegna neyðarkallsins sem var stutt og á ensku, að sögn Hlyns. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði var virkjuð. Hlynur segir að undirbúið hafi verið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip til leitar í fyrramálið ef leit varðskipsins hefði engan árangur borið. Varðskipið verður við Hlöðuvík til morguns vegna aðstæðna. Hlynur segir veðrið þó gengið niður. Þyrla sótti annan ferðamann sem þurfti svo ekki læknisaðstoð í sumar Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Landhelgisgæslan er kölluð út á Vestfjörðum vegna erlendra ferðamanna sem reynast þegar til kastanna kemur ekki í sérstakri hættu. Í júlí sótti þyrla Gæslunnar bandarískan göngumann á Jökulfirði, sunnan við Hornstrandir, sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda og flutti hann til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið afþakkaði hann frekari aðstoð og hélt burt á bílaleigubíl sínum. Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum sagði Vísi að hann teldi það hafa verið „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Hlynur segir að engar hömlur eða reglur um hvers konar búnað fólk sem fari á Hornstrandir þurfi að hafa með sér. Lítil sem engin fjarskipti séu þar og símar virki ekki. „Þannig að það þarf eitthvað að skoða það,“ segir yfirlögregluþjónninn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landhelgisgæslan Hornstrandir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17
Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13