Er skeið Sjálfstæðisflokksins liðið? Reynir Böðvarsson skrifar 5. september 2024 18:03 Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu. Það er verkalýðshreyfingin ásamt vinstri flokkunum sem hafa áorkað þeim umbótum og framförum sem orðið hafa, nánast alltaf í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins. Það er verkalýðshreyfingin, með hjálp vinstrisins, sem hefur mótað það jákvæða í íslensku samfélagi bæði hvað varðar kjör launafólks og lagaleg réttindi. Framsóknarflokkurinn var hluti af vinstrinu framan af, átti stóran hlut í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, tók síðan ásamt Sjálfstæðisflokknum þátt í helmingaskiptunum í hermanginu og þeirri spillingu allri, en hvarf síðan endanlega til hægri með tilkomu nýfrjálshyggjunnar og snérust á sveif með Sjálfstæðisflokknum í auðvaldsvæðingu landsins. Með stofnun verkalýðsfélaga tókst að hækka laun, stytta vinnudag og bæta vinnuaðstæður. Með beinum þrýstingi og samningum náði verkalýðshreyfingin fram mikilvægum árangri, svo sem lögum um vinnuvernd, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum um almannatryggingar. Þetta tryggði betri réttindi fyrir launafólk, eins og veikindarétt, orlof og atvinnuleysistryggingar. Verkalýðshreyfingin átti stóran þátt í að byggja upp samtryggingarkerfið á Íslandi, sem hafði gríðarleg áhrif á velferð launafólks. Þessi kerfi tryggðu réttindi eins og fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Íslensk verkalýðshreyfing átti einnig hlutdeild í því að bæta húsnæðismál með því að stofna verkamannabústaði og stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga. Þetta auðveldaði launafólki að eignast eigið húsnæði. Öllum þessum umbótum barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn og reyndu ásamt félögum atvinnurekenda, sem er í rauninni félagsskapur auðmanna þar sem hver króna gefur atkvæði, á allan hátt að koma í veg fyrir. Verkalýðshreyfingin stofnaði og studdi pólitísk öfl sem börðust fyrir réttindum launafólks, sérstaklega Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn sem átti sér sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni og áttu báðir þessir flokkar eftir að verða stór þáttur í íslenskum stjórnmálum. Samvinnuhreyfingin var samtvinnuð verkalýðshreyfingunni og hafði mikil áhrif á að bæta efnahagsleg réttindi launafólks. Hún átti stóran þátt í því að stofna kaupfélög og samvinnufélög sem gátu veitt verkamönnum og öðrum launþegum hagstæðari kjör. Í heildina náði íslensk verkalýðshreyfing miklum árangri í að bæta kjör og réttindi launafólks og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks velferðarkerfis. Þessi barátta var þó ekki án mótstöðu, en í samvinnu með stjórnmálaöflum og félagslegum hreyfingum tókst henni að ná umtalsverðum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn barðist alla tíð gegn þessum umbótum ásamt samtökum atvinnurekenda. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Er almenningur loks að átta sig á hverskonar flokkur þetta er, átta sig á að sagan sem sögð er á síðum Morgunblaðsins og úr ræðupúltinu í Valhöll er ekki sönn? Er fólk farið að átta sig á að þetta er flokkur auðvaldsins sem berst gegn og hefur alltaf barist gegn réttindum og velferð hins almenna launþega? Að ofangreind saga sé að renna upp fyrir fólki og að það hafi látið sig glepjast af hugmyndinni um samvinnu allra stétta? Ég held að minnsta kosti að það sé von um það í ljósi þess fylgis sem flokkurinn nú virðist hafa og hversu hörmulega honum hefur tekist að halda á málum síðustu áratugi. Þolinmæði fólks er þrotin, fólk er búið að fá nóg, búið að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum. Ofan á allt annað er svo spillingin sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar, Eimreiðarelítan. Skeið Sjálfstæðisflokksins er vonandi liðið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu. Það er verkalýðshreyfingin ásamt vinstri flokkunum sem hafa áorkað þeim umbótum og framförum sem orðið hafa, nánast alltaf í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins. Það er verkalýðshreyfingin, með hjálp vinstrisins, sem hefur mótað það jákvæða í íslensku samfélagi bæði hvað varðar kjör launafólks og lagaleg réttindi. Framsóknarflokkurinn var hluti af vinstrinu framan af, átti stóran hlut í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, tók síðan ásamt Sjálfstæðisflokknum þátt í helmingaskiptunum í hermanginu og þeirri spillingu allri, en hvarf síðan endanlega til hægri með tilkomu nýfrjálshyggjunnar og snérust á sveif með Sjálfstæðisflokknum í auðvaldsvæðingu landsins. Með stofnun verkalýðsfélaga tókst að hækka laun, stytta vinnudag og bæta vinnuaðstæður. Með beinum þrýstingi og samningum náði verkalýðshreyfingin fram mikilvægum árangri, svo sem lögum um vinnuvernd, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum um almannatryggingar. Þetta tryggði betri réttindi fyrir launafólk, eins og veikindarétt, orlof og atvinnuleysistryggingar. Verkalýðshreyfingin átti stóran þátt í að byggja upp samtryggingarkerfið á Íslandi, sem hafði gríðarleg áhrif á velferð launafólks. Þessi kerfi tryggðu réttindi eins og fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Íslensk verkalýðshreyfing átti einnig hlutdeild í því að bæta húsnæðismál með því að stofna verkamannabústaði og stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga. Þetta auðveldaði launafólki að eignast eigið húsnæði. Öllum þessum umbótum barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn og reyndu ásamt félögum atvinnurekenda, sem er í rauninni félagsskapur auðmanna þar sem hver króna gefur atkvæði, á allan hátt að koma í veg fyrir. Verkalýðshreyfingin stofnaði og studdi pólitísk öfl sem börðust fyrir réttindum launafólks, sérstaklega Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn sem átti sér sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni og áttu báðir þessir flokkar eftir að verða stór þáttur í íslenskum stjórnmálum. Samvinnuhreyfingin var samtvinnuð verkalýðshreyfingunni og hafði mikil áhrif á að bæta efnahagsleg réttindi launafólks. Hún átti stóran þátt í því að stofna kaupfélög og samvinnufélög sem gátu veitt verkamönnum og öðrum launþegum hagstæðari kjör. Í heildina náði íslensk verkalýðshreyfing miklum árangri í að bæta kjör og réttindi launafólks og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks velferðarkerfis. Þessi barátta var þó ekki án mótstöðu, en í samvinnu með stjórnmálaöflum og félagslegum hreyfingum tókst henni að ná umtalsverðum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn barðist alla tíð gegn þessum umbótum ásamt samtökum atvinnurekenda. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Er almenningur loks að átta sig á hverskonar flokkur þetta er, átta sig á að sagan sem sögð er á síðum Morgunblaðsins og úr ræðupúltinu í Valhöll er ekki sönn? Er fólk farið að átta sig á að þetta er flokkur auðvaldsins sem berst gegn og hefur alltaf barist gegn réttindum og velferð hins almenna launþega? Að ofangreind saga sé að renna upp fyrir fólki og að það hafi látið sig glepjast af hugmyndinni um samvinnu allra stétta? Ég held að minnsta kosti að það sé von um það í ljósi þess fylgis sem flokkurinn nú virðist hafa og hversu hörmulega honum hefur tekist að halda á málum síðustu áratugi. Þolinmæði fólks er þrotin, fólk er búið að fá nóg, búið að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum. Ofan á allt annað er svo spillingin sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar, Eimreiðarelítan. Skeið Sjálfstæðisflokksins er vonandi liðið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun