Er skeið Sjálfstæðisflokksins liðið? Reynir Böðvarsson skrifar 5. september 2024 18:03 Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu. Það er verkalýðshreyfingin ásamt vinstri flokkunum sem hafa áorkað þeim umbótum og framförum sem orðið hafa, nánast alltaf í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins. Það er verkalýðshreyfingin, með hjálp vinstrisins, sem hefur mótað það jákvæða í íslensku samfélagi bæði hvað varðar kjör launafólks og lagaleg réttindi. Framsóknarflokkurinn var hluti af vinstrinu framan af, átti stóran hlut í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, tók síðan ásamt Sjálfstæðisflokknum þátt í helmingaskiptunum í hermanginu og þeirri spillingu allri, en hvarf síðan endanlega til hægri með tilkomu nýfrjálshyggjunnar og snérust á sveif með Sjálfstæðisflokknum í auðvaldsvæðingu landsins. Með stofnun verkalýðsfélaga tókst að hækka laun, stytta vinnudag og bæta vinnuaðstæður. Með beinum þrýstingi og samningum náði verkalýðshreyfingin fram mikilvægum árangri, svo sem lögum um vinnuvernd, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum um almannatryggingar. Þetta tryggði betri réttindi fyrir launafólk, eins og veikindarétt, orlof og atvinnuleysistryggingar. Verkalýðshreyfingin átti stóran þátt í að byggja upp samtryggingarkerfið á Íslandi, sem hafði gríðarleg áhrif á velferð launafólks. Þessi kerfi tryggðu réttindi eins og fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Íslensk verkalýðshreyfing átti einnig hlutdeild í því að bæta húsnæðismál með því að stofna verkamannabústaði og stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga. Þetta auðveldaði launafólki að eignast eigið húsnæði. Öllum þessum umbótum barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn og reyndu ásamt félögum atvinnurekenda, sem er í rauninni félagsskapur auðmanna þar sem hver króna gefur atkvæði, á allan hátt að koma í veg fyrir. Verkalýðshreyfingin stofnaði og studdi pólitísk öfl sem börðust fyrir réttindum launafólks, sérstaklega Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn sem átti sér sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni og áttu báðir þessir flokkar eftir að verða stór þáttur í íslenskum stjórnmálum. Samvinnuhreyfingin var samtvinnuð verkalýðshreyfingunni og hafði mikil áhrif á að bæta efnahagsleg réttindi launafólks. Hún átti stóran þátt í því að stofna kaupfélög og samvinnufélög sem gátu veitt verkamönnum og öðrum launþegum hagstæðari kjör. Í heildina náði íslensk verkalýðshreyfing miklum árangri í að bæta kjör og réttindi launafólks og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks velferðarkerfis. Þessi barátta var þó ekki án mótstöðu, en í samvinnu með stjórnmálaöflum og félagslegum hreyfingum tókst henni að ná umtalsverðum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn barðist alla tíð gegn þessum umbótum ásamt samtökum atvinnurekenda. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Er almenningur loks að átta sig á hverskonar flokkur þetta er, átta sig á að sagan sem sögð er á síðum Morgunblaðsins og úr ræðupúltinu í Valhöll er ekki sönn? Er fólk farið að átta sig á að þetta er flokkur auðvaldsins sem berst gegn og hefur alltaf barist gegn réttindum og velferð hins almenna launþega? Að ofangreind saga sé að renna upp fyrir fólki og að það hafi látið sig glepjast af hugmyndinni um samvinnu allra stétta? Ég held að minnsta kosti að það sé von um það í ljósi þess fylgis sem flokkurinn nú virðist hafa og hversu hörmulega honum hefur tekist að halda á málum síðustu áratugi. Þolinmæði fólks er þrotin, fólk er búið að fá nóg, búið að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum. Ofan á allt annað er svo spillingin sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar, Eimreiðarelítan. Skeið Sjálfstæðisflokksins er vonandi liðið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu. Það er verkalýðshreyfingin ásamt vinstri flokkunum sem hafa áorkað þeim umbótum og framförum sem orðið hafa, nánast alltaf í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins. Það er verkalýðshreyfingin, með hjálp vinstrisins, sem hefur mótað það jákvæða í íslensku samfélagi bæði hvað varðar kjör launafólks og lagaleg réttindi. Framsóknarflokkurinn var hluti af vinstrinu framan af, átti stóran hlut í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, tók síðan ásamt Sjálfstæðisflokknum þátt í helmingaskiptunum í hermanginu og þeirri spillingu allri, en hvarf síðan endanlega til hægri með tilkomu nýfrjálshyggjunnar og snérust á sveif með Sjálfstæðisflokknum í auðvaldsvæðingu landsins. Með stofnun verkalýðsfélaga tókst að hækka laun, stytta vinnudag og bæta vinnuaðstæður. Með beinum þrýstingi og samningum náði verkalýðshreyfingin fram mikilvægum árangri, svo sem lögum um vinnuvernd, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum um almannatryggingar. Þetta tryggði betri réttindi fyrir launafólk, eins og veikindarétt, orlof og atvinnuleysistryggingar. Verkalýðshreyfingin átti stóran þátt í að byggja upp samtryggingarkerfið á Íslandi, sem hafði gríðarleg áhrif á velferð launafólks. Þessi kerfi tryggðu réttindi eins og fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Íslensk verkalýðshreyfing átti einnig hlutdeild í því að bæta húsnæðismál með því að stofna verkamannabústaði og stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga. Þetta auðveldaði launafólki að eignast eigið húsnæði. Öllum þessum umbótum barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn og reyndu ásamt félögum atvinnurekenda, sem er í rauninni félagsskapur auðmanna þar sem hver króna gefur atkvæði, á allan hátt að koma í veg fyrir. Verkalýðshreyfingin stofnaði og studdi pólitísk öfl sem börðust fyrir réttindum launafólks, sérstaklega Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn sem átti sér sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni og áttu báðir þessir flokkar eftir að verða stór þáttur í íslenskum stjórnmálum. Samvinnuhreyfingin var samtvinnuð verkalýðshreyfingunni og hafði mikil áhrif á að bæta efnahagsleg réttindi launafólks. Hún átti stóran þátt í því að stofna kaupfélög og samvinnufélög sem gátu veitt verkamönnum og öðrum launþegum hagstæðari kjör. Í heildina náði íslensk verkalýðshreyfing miklum árangri í að bæta kjör og réttindi launafólks og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks velferðarkerfis. Þessi barátta var þó ekki án mótstöðu, en í samvinnu með stjórnmálaöflum og félagslegum hreyfingum tókst henni að ná umtalsverðum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn barðist alla tíð gegn þessum umbótum ásamt samtökum atvinnurekenda. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Er almenningur loks að átta sig á hverskonar flokkur þetta er, átta sig á að sagan sem sögð er á síðum Morgunblaðsins og úr ræðupúltinu í Valhöll er ekki sönn? Er fólk farið að átta sig á að þetta er flokkur auðvaldsins sem berst gegn og hefur alltaf barist gegn réttindum og velferð hins almenna launþega? Að ofangreind saga sé að renna upp fyrir fólki og að það hafi látið sig glepjast af hugmyndinni um samvinnu allra stétta? Ég held að minnsta kosti að það sé von um það í ljósi þess fylgis sem flokkurinn nú virðist hafa og hversu hörmulega honum hefur tekist að halda á málum síðustu áratugi. Þolinmæði fólks er þrotin, fólk er búið að fá nóg, búið að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum. Ofan á allt annað er svo spillingin sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar, Eimreiðarelítan. Skeið Sjálfstæðisflokksins er vonandi liðið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun