Kópavogsleiðin – fyrir hverja? Pálína Ósk Kristinsdóttir skrifar 5. september 2024 17:32 Ég er leikskólakennari og foreldri leikskólabarns í Kópavogsbæ. Hið svokallaða Kópavogsmódel hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og er þá áherslan nánast eingöngu lögð á neikvæða reynslu foreldra í samtökunum SAMLEIK og að þetta tiltekna módel sé stærsta bakslag í sögu jafnréttisbaráttu kvenna. Mig langar að koma með mína reynslu af þessum stóru og mikilvægu breytingum. Starfsstéttin mín er ,,kvennastétt” og með Kópavogsmódelinu voru starfsaðstæður margra kvenna, sem eiga börn, maka og allt sem því fylgir, gerðar betri. Þegar ég byrjaði að starfa í leikskóla í Kópavogi fyrir tæplega 10 árum síðan voru 22 börn á yngri deild og 27 börn a eldri deild. Rýmið sem þessi hópur hafði fyrir leik og nám var ekki mikið ásamt því að notast var við sameiginleg rými með öðrum deildum. Börnin voru flest, ef ekki öll mætt um 8 leytið á morgnanna og með 8-9 tíma vistun. Ef einn starfsmaður deildar var fjarverandi og ekki til afleysing þá var hlaupið extra hratt, í öllu áreitinu – allan daginn. Það segir sig nokkuð sjálft að þessi fjöldi barna í alltof litlu rými í 8-9 tíma á dag eru aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar fyrir neinn, sérstaklega ekki fyrir börnin. Með tímanum hefur börnum fækkað örlítið inni á deildum, þau hafa sama rými og fyrri fjöldi – að mati leikskólakennara og starfsfólks er plássið sem þau hafa samt ekki nóg. Það er efni í annan pistil. Eftir skólaár þar sem allir hlupu á öðru hundraðinu alla daga, þar sem voru töluverð veikindi starfsfólks og mikið álag í starfinu var ég ótrúlega glöð að heyra af áformum Kópavogsbæjar varðandi leikskólamál. Með komu Kópavogsmódelsins byrjar dagurinn rólega og endar rólega. Þeir sem hafa tök á því að hafa börnin sín í gjaldfrjálsum sex tímum (frá kl. 9:00-15:00 - þegar starfið er virkast) eru að nýta sér það, t.d. fólk í fæðingarorlofi. Það er ekki skylda að vera bara með 6 tíma vistun og þau börn sem þurfa lengri vistun en þessa 6 tíma fá einnig rólegheit í upphafi og lok dags. Frá mínu sjónarhorni er ég töluvert betur í stakk búin að vinna vinnuna mína vel ásamt því að vera meira til staðar fyrir mín börn. Þráðurinn minn var oft ansi stuttur seinni partinn fyrir komu Kópavogsmódelsins. Ég held ég tali fyrir hönd flestra á mínum vinnustað að við myndum frekar halda í Kópvogsleiðina í stað þess að fara til baka og fá hærri laun. Starfsaðstæður í leikskólum skipta ofboðslega miklu máli og ef börnin eiga að fá gott nám í daglegu starfi í leikskólanum þarf að huga að fleiri þáttum heldur en hærri launum. Við erum held ég flest meðvituð um stöðu barna þegar kemur að málþroska og lestrarhæfni í grunnskóla svo ég þarf ekki að fara frekar ofan í þá sauma. Aftur að Kópavogsmódelinu og minni persónulegu reynslu en við hjónin áttum gott samtal þegar breytingarnar voru yfirvofandi. Bæði erum við í 100% starfi (hvorugt í hátekjustarfi), ég í námi líka, með tvö börn á leikskólaaldri (eitt byrjað í grunnskóla núna) og ég sá bæði um skutl á morgnanna og að sækja þau seinni partinn. Við sáum rými til breytinga á aðstæðum sem voru með hag barnanna í fyrirrúmi; hann byrjar fyrr að vinna á morgnanna - ég fer með krakkana í skólana sína og byrja seinna að vinna. Hann klárar að vinna um 15 leytið og sækir krakkana (stundum labbandi/hjólandi eða smá bílatilfæringar og skemmtilegheit). Þó svo að við séum ekki að nýta gjaldfrjálsu sex tímana þá tókum við samtalið og skoðuðum hvar við gátum minnkað dvalartíma og hvernig við gætum hagrætt okkar vinnutímum og aðstæðum (já, aðstæður fólks eru misjafnar en þetta er frá mínu sjónarhorni). Maðurinn minn hefur haft orð á því hvað honum finnist æðislegt að sækja krakkana á daginn og hefur það aukið samveru hans með krökkunum og styrkt þeirra samband. Að fórna smá svefni fyrir það dýrmætasta sem við eigum er í sjálfu sér alls engin fórn. Ég vil líka benda á að leikskólagjöld á Íslandi eru ekki há miðað við önnur lönd. Fyrir Kópavogsmódelið borguðu foreldrar örlitla prósentu af því sem leikskólapláss kostar og sveitarfélagið borgaði rest. Hækkunin sem fylgdi Kópavogsmódelinu nema lítilli viðbótarprósentu við það sem áður var og heldur sveitarfélagið áfram að borga meirihlutann. Gagnrýnisraddir hafa talað um að Kópavogsbær hafi farið í þessar aðgerðir til að spara peninga. Ég lít á þetta sem tækifæri til að búa til betri aðstæður fyrir börnin okkar i þennan stutta tíma sem þau eru í leikskóla. Loksins þorði einhver að taka af skarið og setja þarfir barnanna í fyrsta sæti.Stöndum saman fyrir börnin okkar, þau eiga það skilið. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Sjá meira
Ég er leikskólakennari og foreldri leikskólabarns í Kópavogsbæ. Hið svokallaða Kópavogsmódel hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og er þá áherslan nánast eingöngu lögð á neikvæða reynslu foreldra í samtökunum SAMLEIK og að þetta tiltekna módel sé stærsta bakslag í sögu jafnréttisbaráttu kvenna. Mig langar að koma með mína reynslu af þessum stóru og mikilvægu breytingum. Starfsstéttin mín er ,,kvennastétt” og með Kópavogsmódelinu voru starfsaðstæður margra kvenna, sem eiga börn, maka og allt sem því fylgir, gerðar betri. Þegar ég byrjaði að starfa í leikskóla í Kópavogi fyrir tæplega 10 árum síðan voru 22 börn á yngri deild og 27 börn a eldri deild. Rýmið sem þessi hópur hafði fyrir leik og nám var ekki mikið ásamt því að notast var við sameiginleg rými með öðrum deildum. Börnin voru flest, ef ekki öll mætt um 8 leytið á morgnanna og með 8-9 tíma vistun. Ef einn starfsmaður deildar var fjarverandi og ekki til afleysing þá var hlaupið extra hratt, í öllu áreitinu – allan daginn. Það segir sig nokkuð sjálft að þessi fjöldi barna í alltof litlu rými í 8-9 tíma á dag eru aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar fyrir neinn, sérstaklega ekki fyrir börnin. Með tímanum hefur börnum fækkað örlítið inni á deildum, þau hafa sama rými og fyrri fjöldi – að mati leikskólakennara og starfsfólks er plássið sem þau hafa samt ekki nóg. Það er efni í annan pistil. Eftir skólaár þar sem allir hlupu á öðru hundraðinu alla daga, þar sem voru töluverð veikindi starfsfólks og mikið álag í starfinu var ég ótrúlega glöð að heyra af áformum Kópavogsbæjar varðandi leikskólamál. Með komu Kópavogsmódelsins byrjar dagurinn rólega og endar rólega. Þeir sem hafa tök á því að hafa börnin sín í gjaldfrjálsum sex tímum (frá kl. 9:00-15:00 - þegar starfið er virkast) eru að nýta sér það, t.d. fólk í fæðingarorlofi. Það er ekki skylda að vera bara með 6 tíma vistun og þau börn sem þurfa lengri vistun en þessa 6 tíma fá einnig rólegheit í upphafi og lok dags. Frá mínu sjónarhorni er ég töluvert betur í stakk búin að vinna vinnuna mína vel ásamt því að vera meira til staðar fyrir mín börn. Þráðurinn minn var oft ansi stuttur seinni partinn fyrir komu Kópavogsmódelsins. Ég held ég tali fyrir hönd flestra á mínum vinnustað að við myndum frekar halda í Kópvogsleiðina í stað þess að fara til baka og fá hærri laun. Starfsaðstæður í leikskólum skipta ofboðslega miklu máli og ef börnin eiga að fá gott nám í daglegu starfi í leikskólanum þarf að huga að fleiri þáttum heldur en hærri launum. Við erum held ég flest meðvituð um stöðu barna þegar kemur að málþroska og lestrarhæfni í grunnskóla svo ég þarf ekki að fara frekar ofan í þá sauma. Aftur að Kópavogsmódelinu og minni persónulegu reynslu en við hjónin áttum gott samtal þegar breytingarnar voru yfirvofandi. Bæði erum við í 100% starfi (hvorugt í hátekjustarfi), ég í námi líka, með tvö börn á leikskólaaldri (eitt byrjað í grunnskóla núna) og ég sá bæði um skutl á morgnanna og að sækja þau seinni partinn. Við sáum rými til breytinga á aðstæðum sem voru með hag barnanna í fyrirrúmi; hann byrjar fyrr að vinna á morgnanna - ég fer með krakkana í skólana sína og byrja seinna að vinna. Hann klárar að vinna um 15 leytið og sækir krakkana (stundum labbandi/hjólandi eða smá bílatilfæringar og skemmtilegheit). Þó svo að við séum ekki að nýta gjaldfrjálsu sex tímana þá tókum við samtalið og skoðuðum hvar við gátum minnkað dvalartíma og hvernig við gætum hagrætt okkar vinnutímum og aðstæðum (já, aðstæður fólks eru misjafnar en þetta er frá mínu sjónarhorni). Maðurinn minn hefur haft orð á því hvað honum finnist æðislegt að sækja krakkana á daginn og hefur það aukið samveru hans með krökkunum og styrkt þeirra samband. Að fórna smá svefni fyrir það dýrmætasta sem við eigum er í sjálfu sér alls engin fórn. Ég vil líka benda á að leikskólagjöld á Íslandi eru ekki há miðað við önnur lönd. Fyrir Kópavogsmódelið borguðu foreldrar örlitla prósentu af því sem leikskólapláss kostar og sveitarfélagið borgaði rest. Hækkunin sem fylgdi Kópavogsmódelinu nema lítilli viðbótarprósentu við það sem áður var og heldur sveitarfélagið áfram að borga meirihlutann. Gagnrýnisraddir hafa talað um að Kópavogsbær hafi farið í þessar aðgerðir til að spara peninga. Ég lít á þetta sem tækifæri til að búa til betri aðstæður fyrir börnin okkar i þennan stutta tíma sem þau eru í leikskóla. Loksins þorði einhver að taka af skarið og setja þarfir barnanna í fyrsta sæti.Stöndum saman fyrir börnin okkar, þau eiga það skilið. Höfundur er leikskólakennari.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun