Vinsælir Íslendingar aftur valdir fyrir næsta EM Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 10:31 Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Kristianstad á HM 2023. vísir/Vilhelm Það eru enn rúmir sextán mánuðir í að EM karla í handbolta hefjist, og öll undankeppnin er eftir, en það er engu að síður orðið ljóst í hvaða riðli strákarnir okkar í íslenska landsliðinu myndu spila. Ísland hefur spilað á öllum Evrópumótum frá og með árinu 2000 og hafnaði í 10. sætinu á mótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Næsta Evrópumót verður í janúar 2026 og fer það fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Leikið verður í sex riðlum og mega gestgjafarnir velja eina þjóð í hvern riðil, til að ýta undir að áhorfendafjöldi verði sem mestur. Ísland, Færeyjar og Þýskaland fengu riðil Ísland er ein þriggja þjóða sem valdar voru, fyrir utan gestgjafana þrjá, og mun Ísland spila í F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð, komist liðið á mótið. Íslendingar streymdu einmitt til Kristianstad á HM 2023 þegar riðill Íslands var spilaður þar og mynduðu gríðarlega stemningu. Auk Íslands var svo liði Þýskalands raðað í A-riðil í Herning í Danmörku, og Færeyjar settar í D-riðil í Ósló. Gestgjafarnir þrír fara svo í hina riðlana þrjá; Noregur í C-riðil í Ósló, Svíþjóð í E-riðil í Malmö og Danmörk í B-riðil í Herning. Íslenskir stuðningsmenn virðast vinsælir eða áreiðanlegir, því Íslandi var til að mynda einnig, af gestgjöfum, úthlutað sæti í riðli í Kristianstad á HM 2023 og í München á EM í Þýskalandi í janúar. En áður en að EM 2026 kemur þarf Ísland að klára sitt í undankeppninni sem hefst 6. nóvember þegar Ísland tekur á móti Bosníu. Í undanriðli Íslands eru einnig Grikkland og Georgía. Leiðin til Kristianstad að vera ansi greið því tvö efstu lið hvers riðils, og fjögur bestu liðin í 3. sæti í riðlunum átta, komast beint á EM. Á vef EHF er vakin athygli á því að miðasala á leikina á EM hefjist 12. september. Næsta stórmót Íslands er hins vegar HM í janúar þar sem riðill Íslands verður spilaður í Zagreb í Króatíu. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
Ísland hefur spilað á öllum Evrópumótum frá og með árinu 2000 og hafnaði í 10. sætinu á mótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Næsta Evrópumót verður í janúar 2026 og fer það fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Leikið verður í sex riðlum og mega gestgjafarnir velja eina þjóð í hvern riðil, til að ýta undir að áhorfendafjöldi verði sem mestur. Ísland, Færeyjar og Þýskaland fengu riðil Ísland er ein þriggja þjóða sem valdar voru, fyrir utan gestgjafana þrjá, og mun Ísland spila í F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð, komist liðið á mótið. Íslendingar streymdu einmitt til Kristianstad á HM 2023 þegar riðill Íslands var spilaður þar og mynduðu gríðarlega stemningu. Auk Íslands var svo liði Þýskalands raðað í A-riðil í Herning í Danmörku, og Færeyjar settar í D-riðil í Ósló. Gestgjafarnir þrír fara svo í hina riðlana þrjá; Noregur í C-riðil í Ósló, Svíþjóð í E-riðil í Malmö og Danmörk í B-riðil í Herning. Íslenskir stuðningsmenn virðast vinsælir eða áreiðanlegir, því Íslandi var til að mynda einnig, af gestgjöfum, úthlutað sæti í riðli í Kristianstad á HM 2023 og í München á EM í Þýskalandi í janúar. En áður en að EM 2026 kemur þarf Ísland að klára sitt í undankeppninni sem hefst 6. nóvember þegar Ísland tekur á móti Bosníu. Í undanriðli Íslands eru einnig Grikkland og Georgía. Leiðin til Kristianstad að vera ansi greið því tvö efstu lið hvers riðils, og fjögur bestu liðin í 3. sæti í riðlunum átta, komast beint á EM. Á vef EHF er vakin athygli á því að miðasala á leikina á EM hefjist 12. september. Næsta stórmót Íslands er hins vegar HM í janúar þar sem riðill Íslands verður spilaður í Zagreb í Króatíu.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira