Færri ofbeldisbrot á skemmtistöðum sem taka þátt í verkefninu Lovísa Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2024 14:52 Undirritun samstarfs um öruggara skemmtanalífs. Mynd/Reykjavíkurborg Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í dag. Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað. Markmiðið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og þá áttu 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir þrjátíu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru vísbendingar um að ofbeldisbrotum sem eru tilkynnt inni á skemmtistöðum, sem eru aðilar að samkomulaginu, hafi fækkað. Með teyminu hafa boðleiðir orðið styttri, samskipti hafa aukist og betri skilningur er á milli allra aðila samkomulagins. Teymi frá Reykjavíkurborg, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fer árlega í heimsókn á staðina til að kanna hvort þeir mæti þeim skilyrðum sem eru sett fram í samkomulaginu um örugga skemmtistaði og starfsfólk fær upplýsingar. Límmiðar með upplýsingum um að skemmtistaðurinn taki þátt í verkefninu eru afhentir og þeir límdir upp á sýnilegum stöðum fyrir gesti staðarins. Myndavélar tryggja öryggi gesta og eru settar upp við salerni og við inngang skemmtistaða. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með samkomulaginu eigi að tryggja samskipti og samstarf á milli aðila samkomulagsins, en það eru Reykjavíkurborg, Neyðarlínan 112, Samtök aðila í ferðaþjónustu, Samtök reykvískra skemmtistaða, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Með samkomulaginu er stefnt að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum. Ofbeldi í hvaða mynd sem er, er ekki liðið, þar með talið kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni, vændi og mansal, sem og ofbeldi sem byggist til dæmis á rasisma og öðrum fordómum eða hatri, svo sem í garð innflytjenda eða hinsegin fólks. Kynferðisofbeldi Reykjavík Lögreglan Slökkvilið Næturlíf Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru vísbendingar um að ofbeldisbrotum sem eru tilkynnt inni á skemmtistöðum, sem eru aðilar að samkomulaginu, hafi fækkað. Með teyminu hafa boðleiðir orðið styttri, samskipti hafa aukist og betri skilningur er á milli allra aðila samkomulagins. Teymi frá Reykjavíkurborg, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fer árlega í heimsókn á staðina til að kanna hvort þeir mæti þeim skilyrðum sem eru sett fram í samkomulaginu um örugga skemmtistaði og starfsfólk fær upplýsingar. Límmiðar með upplýsingum um að skemmtistaðurinn taki þátt í verkefninu eru afhentir og þeir límdir upp á sýnilegum stöðum fyrir gesti staðarins. Myndavélar tryggja öryggi gesta og eru settar upp við salerni og við inngang skemmtistaða. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með samkomulaginu eigi að tryggja samskipti og samstarf á milli aðila samkomulagsins, en það eru Reykjavíkurborg, Neyðarlínan 112, Samtök aðila í ferðaþjónustu, Samtök reykvískra skemmtistaða, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Með samkomulaginu er stefnt að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum. Ofbeldi í hvaða mynd sem er, er ekki liðið, þar með talið kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni, vændi og mansal, sem og ofbeldi sem byggist til dæmis á rasisma og öðrum fordómum eða hatri, svo sem í garð innflytjenda eða hinsegin fólks.
Kynferðisofbeldi Reykjavík Lögreglan Slökkvilið Næturlíf Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira