Alvarleg vanskil aukist töluvert Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 18:53 Brynja segir þróunina vera merki um mögulega vanda í framtíðinni. Vísir/Samsett Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. Á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag sagði Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri að lítil merki sæjust um greiðsluvandræði á fasteignalánum. Töluverðar hækkanir hafi átt sér stað á fasteignaveðri sem hafi bætt eigin fé heimilanna samhliða launahækkunum. „Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ sagði hann þegar hann gerði grein fyrir þeirri ákvörðun nefndarinnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Aukin vanskil orðin mælanleg Brynja segir þó að fasteignalán séu þau síðustu sem hafna í vanskilum og að vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geti haft forspárgildi um frekari vanda framundan. „Þetta byrjar yfirleitt í fáum flokkum“ segir hún í samtali við fréttastofu og tekur fram að vanskil hafi aukist verulega í flokkum heilbrigðisþjónustu, leigustarfsemi og fleiru. „Ef þetta heldur áfram þá endar það á því að fólk lendi mögulega í vanskilum sem ganga lengra og lengra inn á forgangsröðunina og endar mögulega á fasteignalánum,“ segir hún. Alvarleg vanskil einstaklinga hafa tekið mikið stökk.Motus Hún segir aukningu á vanskilum orðna vel mælanlega í gögnum Motus og að sú staða sé komin upp í það mörgum flokkum að það sé farið að hringja viðvörunarbjöllum. „Þetta eru talsverðar upphæðir sem eru komnar í vanskil sem voru ekki í vanskilum í fyrra,“ segir Brynja en alvarleg vanskil eru skilgreind hjá félaginu sem þau sem eru ógreidd lengur en 45 daga eftir eindaga. Mikilvægt að vera vakandi Í tilkynningu á heimasíðu Motus kemur fram að kröfum sem enn eru ógreiddar eftir eindaga hafi fjölgað um 5,2 prósent það sem af er ári miðað við sömu mánuði í fyrra og kröfum sem fara í alvarleg vanskil hafi fjölgað um nítján prósent. Þannig hafa vanskil aukist um 6,6 prósent hjá einstaklingum og 1 prósent hjá fyrirtækjum. Hins vegar hafi alvarleg vanskil aukist um 17,5 prósent og 18,9 prósent hjá einstaklingum og fyrirtækjum í þeirri röð. Alvarleg vanskil fyrirtækja milli ára.Motus „Fasteignalán eru oft þau síðustu sem hafna í vanskilum, enda vill fólk halda í heimili sín. Vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geta þó haft forspárgildi um frekari vanda framundan. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um aukin vanskil í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag sagði Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri að lítil merki sæjust um greiðsluvandræði á fasteignalánum. Töluverðar hækkanir hafi átt sér stað á fasteignaveðri sem hafi bætt eigin fé heimilanna samhliða launahækkunum. „Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ sagði hann þegar hann gerði grein fyrir þeirri ákvörðun nefndarinnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Aukin vanskil orðin mælanleg Brynja segir þó að fasteignalán séu þau síðustu sem hafna í vanskilum og að vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geti haft forspárgildi um frekari vanda framundan. „Þetta byrjar yfirleitt í fáum flokkum“ segir hún í samtali við fréttastofu og tekur fram að vanskil hafi aukist verulega í flokkum heilbrigðisþjónustu, leigustarfsemi og fleiru. „Ef þetta heldur áfram þá endar það á því að fólk lendi mögulega í vanskilum sem ganga lengra og lengra inn á forgangsröðunina og endar mögulega á fasteignalánum,“ segir hún. Alvarleg vanskil einstaklinga hafa tekið mikið stökk.Motus Hún segir aukningu á vanskilum orðna vel mælanlega í gögnum Motus og að sú staða sé komin upp í það mörgum flokkum að það sé farið að hringja viðvörunarbjöllum. „Þetta eru talsverðar upphæðir sem eru komnar í vanskil sem voru ekki í vanskilum í fyrra,“ segir Brynja en alvarleg vanskil eru skilgreind hjá félaginu sem þau sem eru ógreidd lengur en 45 daga eftir eindaga. Mikilvægt að vera vakandi Í tilkynningu á heimasíðu Motus kemur fram að kröfum sem enn eru ógreiddar eftir eindaga hafi fjölgað um 5,2 prósent það sem af er ári miðað við sömu mánuði í fyrra og kröfum sem fara í alvarleg vanskil hafi fjölgað um nítján prósent. Þannig hafa vanskil aukist um 6,6 prósent hjá einstaklingum og 1 prósent hjá fyrirtækjum. Hins vegar hafi alvarleg vanskil aukist um 17,5 prósent og 18,9 prósent hjá einstaklingum og fyrirtækjum í þeirri röð. Alvarleg vanskil fyrirtækja milli ára.Motus „Fasteignalán eru oft þau síðustu sem hafna í vanskilum, enda vill fólk halda í heimili sín. Vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geta þó haft forspárgildi um frekari vanda framundan. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um aukin vanskil í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira