Fagurgali kínverska sendiherrans Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 1. ágúst 2024 19:01 Síðan He Rulong tók við sem sendiherra Kína á Íslandi í mars árið 2022 hefur hann verið iðinn við að skrifa greinar í Morgunblaðið. Þær hafa fengið fyrirsagnir eins og: Hughrif mín af Íslandi Byggjum saman fagra og farsæla veröld Ný tækifæri til sameiginlegrar framþróunar Sameinumst í þágu friðar um lausn á átökum Palestínu og Ísraels Siglum saman í gegnum ólgusjó átaka sem ógna öryggi mannkyns Hærra stig opnunar í Kína (sú nýjasta, birt í júlí 2024). Í þessum greinum fer Rulong meðal annars yfir samskipti Íslands og Kína á margan hátt, en löndin gerðu með sér fríverslunarsamning árið 2013 og segir He meðal annars að Kína sé mjög spennt fyrir íslenskum vörum. Þessi samningur er merkilegur fyrir þær sakir að hann er samningur frjáls og opins ríkis við mesta og stærsta alræðisríki heims. Samningsaðilar eru gjörólík lönd, eitt fámennasta land í heimi gegn fjölmennasta landi í heimi, 400.000 íbúar gegn 1,4 milljarðar manna. Í Kína er í raun einn maður, Xi Jinping, forseti þess, sem ræður öllu og enginn veit hvenær mun hætta að vera forseti. Greinar He Rulong eru áferðarfallegar og í anda vel skrifaðra áróðursgreina, en í þeirri nýjastu mærir hann niðurstöður ,,þriðja allsherjarfundar“ Kínverska kommúnistaflokksins, sem haldinn var fyrir skömmu með fulltrúum sem valdir voru til starfa árið 2022. Þrír fundir sem þessi eru haldnir á hverju fimm ára valdatímabili. Að mati fréttaskýrenda snerist þessi fundur nánast alfarið um forsetann og persónu hans. Í grein sem He skrifaði í ágúst 2022 fjallar hann um innrás Rússa í Úkraínu, en enn sem komið er hafa kínversk yfirvöld ekki fordæmt innrásina. Viðskipti Kína og Rússlands hafa hins vegar aldrei verið meiri, að því fram kemur á vef BBC. Í greininni segir He að Ísland hafi staðið sig vel í stuðningi við Úkraínu, en ræðir líka sendingar frá Kína til Úkraínu, meðal annars á mjólkurdufti. Orðrétt segir svo He í grein sinni: ,,Eins og Íslendingar hafa Kínverjar miklar áhyggjur af mannúðarmálum í Úkraínu og þeim skaða sem átökin valda almenningi...Kína mun halda áfram að veita Úkraínu viðeigandi aðstoð eftir þörfum.“ Mér vitanlega hefur sú aðstoð verið í algeru skötulíki, eða bara alls engin. Það vita hins vegar allir sem fylgjast með alþjóðamálum að Kína styður Rússa gegn Úkraínu með ráðum og dáð, í í raun á allan mögulegan hátt, nema með beinum vopnasendingum. Til dæmis er vitað að Kínverjar hafa skaffað Rússum bæði hráefni og tæknibúnað sem þeim stendur ekki til boða vegna viðskiptabanns vegna innrásarinnar. Þá kaupa Kínverjar gríðarlegt magn olíu af Rússum, sem talið er að nemi allt að helmingi útflutnings Rússa. Kína kaupir einnig að talið er um 40% af þeim kolum sem Rússar grafa upp. Kína er því lykilbandamaður Rússa í ólöglegu og viðurstyggilegu árásarstríði þeirra gegn Úkraínu. Því má segja að úkraínskt blóð sé á höndum kínverskra ráðamanna. Fróðlegt væri að heyra He segja sína (les: hlið Kína) á þessum málum. Af hverju er Kína að styðja Rússa í því að sölsa undir sig landsvæði Úkraínu og í því að myrða þar saklausa borgara, börn, gamalmenni, ráðast á skóla, sjúkrahús og álíka? Hvaða hag hefur Kína af slíkum stuðningi? Vladimír Pútin og Xi Jinping hafa hist meira en 40 sinnum. Þeir virðast vera í mjög nánu sambandi og styðja hvor annan með ráðum og dáð. Einskonar ,,bestu-vinir-aðal“, en samanlagt kúga þessir tveir menn meira en einn og hálfan milljarð manna og í báðum löndunum er mannréttindi fótum troðin. Er það hluti af utanríkisstefnu Kína að halda áfram að styðja Vladimír Pútín til áframhaldandi illverka í Úkraínu og heyja stríð sem hefur það markmið að útrýma úkraínsku þjóðinni? Ætlar Kína að vera hluti af þeirri áætlun? Íslensk stjórnvöld ættu að mínu mati að mótmæla harðlega þessari afstöðu Kína og stuðningi þeirra við grimmdarverk Rússa gegn Úkraínsku þjóðinni. Allt hjal He Rulong um bætt samskipti Íslands og Kína í greinum í Morgunblaðinu er bara fagurgali á meðan á stuðningi þeirra við Rússa stendur yfir. Ísland, sem herlaus og friðelskandi þjóð, kaupir ekki slíkt. Það verður því ekki til nein ,,fögur og farsæl veröld“ á meðan Kínverjar halda áfram að vera helsti stuðningsaðili Rússa í kolólöglegu árásarstríði þeirra gegn sjálfstæðri og fullvalda Úkraínu. Höfundur er stjórnmálafræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Síðan He Rulong tók við sem sendiherra Kína á Íslandi í mars árið 2022 hefur hann verið iðinn við að skrifa greinar í Morgunblaðið. Þær hafa fengið fyrirsagnir eins og: Hughrif mín af Íslandi Byggjum saman fagra og farsæla veröld Ný tækifæri til sameiginlegrar framþróunar Sameinumst í þágu friðar um lausn á átökum Palestínu og Ísraels Siglum saman í gegnum ólgusjó átaka sem ógna öryggi mannkyns Hærra stig opnunar í Kína (sú nýjasta, birt í júlí 2024). Í þessum greinum fer Rulong meðal annars yfir samskipti Íslands og Kína á margan hátt, en löndin gerðu með sér fríverslunarsamning árið 2013 og segir He meðal annars að Kína sé mjög spennt fyrir íslenskum vörum. Þessi samningur er merkilegur fyrir þær sakir að hann er samningur frjáls og opins ríkis við mesta og stærsta alræðisríki heims. Samningsaðilar eru gjörólík lönd, eitt fámennasta land í heimi gegn fjölmennasta landi í heimi, 400.000 íbúar gegn 1,4 milljarðar manna. Í Kína er í raun einn maður, Xi Jinping, forseti þess, sem ræður öllu og enginn veit hvenær mun hætta að vera forseti. Greinar He Rulong eru áferðarfallegar og í anda vel skrifaðra áróðursgreina, en í þeirri nýjastu mærir hann niðurstöður ,,þriðja allsherjarfundar“ Kínverska kommúnistaflokksins, sem haldinn var fyrir skömmu með fulltrúum sem valdir voru til starfa árið 2022. Þrír fundir sem þessi eru haldnir á hverju fimm ára valdatímabili. Að mati fréttaskýrenda snerist þessi fundur nánast alfarið um forsetann og persónu hans. Í grein sem He skrifaði í ágúst 2022 fjallar hann um innrás Rússa í Úkraínu, en enn sem komið er hafa kínversk yfirvöld ekki fordæmt innrásina. Viðskipti Kína og Rússlands hafa hins vegar aldrei verið meiri, að því fram kemur á vef BBC. Í greininni segir He að Ísland hafi staðið sig vel í stuðningi við Úkraínu, en ræðir líka sendingar frá Kína til Úkraínu, meðal annars á mjólkurdufti. Orðrétt segir svo He í grein sinni: ,,Eins og Íslendingar hafa Kínverjar miklar áhyggjur af mannúðarmálum í Úkraínu og þeim skaða sem átökin valda almenningi...Kína mun halda áfram að veita Úkraínu viðeigandi aðstoð eftir þörfum.“ Mér vitanlega hefur sú aðstoð verið í algeru skötulíki, eða bara alls engin. Það vita hins vegar allir sem fylgjast með alþjóðamálum að Kína styður Rússa gegn Úkraínu með ráðum og dáð, í í raun á allan mögulegan hátt, nema með beinum vopnasendingum. Til dæmis er vitað að Kínverjar hafa skaffað Rússum bæði hráefni og tæknibúnað sem þeim stendur ekki til boða vegna viðskiptabanns vegna innrásarinnar. Þá kaupa Kínverjar gríðarlegt magn olíu af Rússum, sem talið er að nemi allt að helmingi útflutnings Rússa. Kína kaupir einnig að talið er um 40% af þeim kolum sem Rússar grafa upp. Kína er því lykilbandamaður Rússa í ólöglegu og viðurstyggilegu árásarstríði þeirra gegn Úkraínu. Því má segja að úkraínskt blóð sé á höndum kínverskra ráðamanna. Fróðlegt væri að heyra He segja sína (les: hlið Kína) á þessum málum. Af hverju er Kína að styðja Rússa í því að sölsa undir sig landsvæði Úkraínu og í því að myrða þar saklausa borgara, börn, gamalmenni, ráðast á skóla, sjúkrahús og álíka? Hvaða hag hefur Kína af slíkum stuðningi? Vladimír Pútin og Xi Jinping hafa hist meira en 40 sinnum. Þeir virðast vera í mjög nánu sambandi og styðja hvor annan með ráðum og dáð. Einskonar ,,bestu-vinir-aðal“, en samanlagt kúga þessir tveir menn meira en einn og hálfan milljarð manna og í báðum löndunum er mannréttindi fótum troðin. Er það hluti af utanríkisstefnu Kína að halda áfram að styðja Vladimír Pútín til áframhaldandi illverka í Úkraínu og heyja stríð sem hefur það markmið að útrýma úkraínsku þjóðinni? Ætlar Kína að vera hluti af þeirri áætlun? Íslensk stjórnvöld ættu að mínu mati að mótmæla harðlega þessari afstöðu Kína og stuðningi þeirra við grimmdarverk Rússa gegn Úkraínsku þjóðinni. Allt hjal He Rulong um bætt samskipti Íslands og Kína í greinum í Morgunblaðinu er bara fagurgali á meðan á stuðningi þeirra við Rússa stendur yfir. Ísland, sem herlaus og friðelskandi þjóð, kaupir ekki slíkt. Það verður því ekki til nein ,,fögur og farsæl veröld“ á meðan Kínverjar halda áfram að vera helsti stuðningsaðili Rússa í kolólöglegu árásarstríði þeirra gegn sjálfstæðri og fullvalda Úkraínu. Höfundur er stjórnmálafræðingur og framhaldsskólakennari.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun