Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar 6. nóvember 2025 08:03 Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Þannig bæta aðgerðirnar einnig hag leigjenda sem hafa orðið einna verst úti vegna skorts á íbúðum undanfarin ár. Það má ekki gleymast í umræðunni að við erum að tala um heimili fjölskyldna og einstaklinga en ekki einungis framboð og eftirspurn á markaði. Heimilin eru ekki eins og hver önnur hrávara á markaði eins og ál, járn eða olía. Okkur ber sameiginleg skylda til að sjá til þess að fólk í öllum tekjuhópum hafi ráð á því að komast í öruggt, hvort sem það er til kaups eða leigu. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er vandaður og tekur til fjölda þátta. Það er mjög mikilvægt fyrir alla að jafnvægi náist í húsnæðismálum þjóðarinnar. Óhóflegar verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar á undanförnum árum. Það er þess vegna allra hagur að ríkisstjórninni takist ætlunarverk sitt til lengri tíma litið. Hvort sem horft er til kaupenda, leigjenda, verktaka, eða húseigenda. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með hvað sumir hagaðilar hafa gengið langt í blása upp hugsanleg neikvæð áhrif einstakra hluta aðgerðanna. Til að mynda vegna hvata til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili í stað þess að vera í skammtímaleigu. Land rutt fyrir þúsundir íbúða Það er hins vegar rétt að undirstrika að lykillinn að því, að til dæmis aukinn stofnframlög ríkisins nýtist sem best, er að auka framboði á lóðum. Þetta þarf að tryggja sem allra fyrst. Flokkur fólksins tók þátt í myndun á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur snemma á þessu ári. Þar er nú verið að framfylgja stefnu flokksins um að ryðja land fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af gæti uppbygging fjögur þúsund nýrra íbúða hafist strax á næsta ári. Þetta verður gert með nýrri aðferðarfræði þar sem stofnað verður sérstakt innviðafélag um framkvæmdirnar. Félagið mun auk þess að byggja íbúðirnar sjá um uppbyggingu innviða eins og gatna, lagna, leikskóla og skóla. Önnur sveitarfélög geta tekið sér þessa aðferðarfræði til fyrirmyndar. En kostnaður sveitarfélaga við uppbyggingu innviða hefur verið helsta hindrunin í vegi aukins lóðaframboðs. Hér er verk að vinna fyrir sveitarfélög landsins. Það þarf varla að taka fram að með því að slá á eftirspurnar þrýstinginn á húsnæðismarkaðnum er byggt undir að Seðlabankinn geti tekið hröð og örugg skref til vaxtalækkunar. Hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál alls almennings í landinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Þannig bæta aðgerðirnar einnig hag leigjenda sem hafa orðið einna verst úti vegna skorts á íbúðum undanfarin ár. Það má ekki gleymast í umræðunni að við erum að tala um heimili fjölskyldna og einstaklinga en ekki einungis framboð og eftirspurn á markaði. Heimilin eru ekki eins og hver önnur hrávara á markaði eins og ál, járn eða olía. Okkur ber sameiginleg skylda til að sjá til þess að fólk í öllum tekjuhópum hafi ráð á því að komast í öruggt, hvort sem það er til kaups eða leigu. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er vandaður og tekur til fjölda þátta. Það er mjög mikilvægt fyrir alla að jafnvægi náist í húsnæðismálum þjóðarinnar. Óhóflegar verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar á undanförnum árum. Það er þess vegna allra hagur að ríkisstjórninni takist ætlunarverk sitt til lengri tíma litið. Hvort sem horft er til kaupenda, leigjenda, verktaka, eða húseigenda. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með hvað sumir hagaðilar hafa gengið langt í blása upp hugsanleg neikvæð áhrif einstakra hluta aðgerðanna. Til að mynda vegna hvata til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili í stað þess að vera í skammtímaleigu. Land rutt fyrir þúsundir íbúða Það er hins vegar rétt að undirstrika að lykillinn að því, að til dæmis aukinn stofnframlög ríkisins nýtist sem best, er að auka framboði á lóðum. Þetta þarf að tryggja sem allra fyrst. Flokkur fólksins tók þátt í myndun á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur snemma á þessu ári. Þar er nú verið að framfylgja stefnu flokksins um að ryðja land fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af gæti uppbygging fjögur þúsund nýrra íbúða hafist strax á næsta ári. Þetta verður gert með nýrri aðferðarfræði þar sem stofnað verður sérstakt innviðafélag um framkvæmdirnar. Félagið mun auk þess að byggja íbúðirnar sjá um uppbyggingu innviða eins og gatna, lagna, leikskóla og skóla. Önnur sveitarfélög geta tekið sér þessa aðferðarfræði til fyrirmyndar. En kostnaður sveitarfélaga við uppbyggingu innviða hefur verið helsta hindrunin í vegi aukins lóðaframboðs. Hér er verk að vinna fyrir sveitarfélög landsins. Það þarf varla að taka fram að með því að slá á eftirspurnar þrýstinginn á húsnæðismarkaðnum er byggt undir að Seðlabankinn geti tekið hröð og örugg skref til vaxtalækkunar. Hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál alls almennings í landinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun