Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar 6. nóvember 2025 08:32 Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir. Hingað til hefur þessi leið aðeins verið framlengd til eins árs í senn í tíð fyrri ríkisstjórna. Slíkt hefur valdið óvissu og gert ungu fólki erfitt fyrir að treysta á úrræðið þegar það skipuleggur fyrstu íbúðarkaup. Með því að gera leiðina varanlega er loksins tryggður fyrirsjáanleiki. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði í húsnæðismálum. Ungt fólk þarf að geta skipulagt sparnað, metið lánshæfi og tekið ákvarðanir byggðar á stöðugu umhverfi, ekki bráðabirgðaúrræði sem renna út árlega. Nú þegar úrræðið hefur verið gert varanlegt verður séreignarsparnaður að raunhæfu hjálpartæki til að komast inn á markaðinn og lækka greiðslubyrði. Viðreisn hefur lengi lagt áherslu á að ungt fólk fái raunhæfan möguleika á að eignast eigið heimili. Þess vegna er jákvætt að þessi ákvörðun hafi verið tekin, og það undir forystu fjármálaráðherra Viðreisnar. Með þessu úrræði skapast meira svigrúm til að safna fyrir útborgun og greiða niður höfuðstól lána á skipulegan hátt. Þetta getur skipt miklu fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Há húsaleiga gerir mörgum erfitt fyrir að safna nægilega hratt. Með því að geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á lán eða inn í fyrstu kaup verður auðveldara að stíga þetta mikilvæga skref. Fyrir marga er þetta munurinn á því að vera fastur á dýrum og ótryggum leigumarkaði eða að komast inn í eigið húsnæði. Auðvitað er þetta úrræði eitt og sér engin töfralausn á húsnæðisvandanum í heild. Við þurfum áfram að vinna að auknu framboði og bættum lánskjörum. Slíkar lausnir voru einmitt boðaðar í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í seinustu viku og fleiri aðgerðir eru væntanlegar á næsta ári. Að festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi er þó mikilvægt skref sem ég fagna sérstaklega enda styður hún sérstaklega ungt fólk í að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var stigið mikilvægt skref fyrir ungt fólk á húsnæðismarkaði. Ákveðið var að festa í sessi heimildina til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á íbúðalán og við fyrstu kaup. Þetta er tímabært og skynsamlegt skref, og eitthvað sem Viðreisn hefur lengi talað fyrir. Hingað til hefur þessi leið aðeins verið framlengd til eins árs í senn í tíð fyrri ríkisstjórna. Slíkt hefur valdið óvissu og gert ungu fólki erfitt fyrir að treysta á úrræðið þegar það skipuleggur fyrstu íbúðarkaup. Með því að gera leiðina varanlega er loksins tryggður fyrirsjáanleiki. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði í húsnæðismálum. Ungt fólk þarf að geta skipulagt sparnað, metið lánshæfi og tekið ákvarðanir byggðar á stöðugu umhverfi, ekki bráðabirgðaúrræði sem renna út árlega. Nú þegar úrræðið hefur verið gert varanlegt verður séreignarsparnaður að raunhæfu hjálpartæki til að komast inn á markaðinn og lækka greiðslubyrði. Viðreisn hefur lengi lagt áherslu á að ungt fólk fái raunhæfan möguleika á að eignast eigið heimili. Þess vegna er jákvætt að þessi ákvörðun hafi verið tekin, og það undir forystu fjármálaráðherra Viðreisnar. Með þessu úrræði skapast meira svigrúm til að safna fyrir útborgun og greiða niður höfuðstól lána á skipulegan hátt. Þetta getur skipt miklu fyrir þá sem eru á leigumarkaði. Há húsaleiga gerir mörgum erfitt fyrir að safna nægilega hratt. Með því að geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á lán eða inn í fyrstu kaup verður auðveldara að stíga þetta mikilvæga skref. Fyrir marga er þetta munurinn á því að vera fastur á dýrum og ótryggum leigumarkaði eða að komast inn í eigið húsnæði. Auðvitað er þetta úrræði eitt og sér engin töfralausn á húsnæðisvandanum í heild. Við þurfum áfram að vinna að auknu framboði og bættum lánskjörum. Slíkar lausnir voru einmitt boðaðar í húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í seinustu viku og fleiri aðgerðir eru væntanlegar á næsta ári. Að festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi er þó mikilvægt skref sem ég fagna sérstaklega enda styður hún sérstaklega ungt fólk í að taka fyrstu skrefin inn á húsnæðismarkað. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar