Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júlí 2024 06:48 Harris virðist mögulega ætla að verða harðari gagnvart Netanyahu en Biden hefur verið. Getty/Andrew Harnik Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. Ummælin lét Harris falla eftir fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. „Það sem hefur átt sér stað í Gasa á síðustu níu mánuðum er hörmulegt,“ sagði Harris eftir fundinn. „Myndir af látnum börnum og örvæntingafullu hungruðu fólki að flýja og leita skjóls, stundum í annað, þriðja eða fjórða sinn.“ .@VP @kamalaharris' full statement here. A welcomed shift. We all look forward to action. “What has happened in Gaza over the past nine months is devastating,” said Harris. “We cannot look away in the face of these tragedies. We cannot allow ourselves to become numb to the… pic.twitter.com/Z33zrpEUIH— Mark Ruffalo (@MarkRuffalo) July 26, 2024 Harris sagði Ísrael eiga rétt á því að verja sig og fordæmdi Hamas sem grimmileg hryðjuverkasamtök sem hefðu valdið átökunum og framið skelfilegt kynferðisofbeldi. Það skipti hins vegar máli hvernig Ísrael gripi til varna. „Við megum ekki líta undan þegar kemur að þessum harmleikjum. Við megum ekki leyfa okkur að verða dofin gagnvart þjáningunni og ég mun ekki þegja.“ Harris kallaði eftir stofnun Palestínuríkis og sagðist hafa ítrekað við Netanyahu að það væri kominn tími til að ná samkomulagi um vopnahlé. Netanyahu fundaði einnig með Biden í gær, þar sem leiðtogarnir ræddu í smáatriðum um mögulegt samkomulag um vopnahlé og fangaskipti. Biden ítrekaði einnig þörfin á því að stuðla að varanlegum frið á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Ummælin lét Harris falla eftir fund með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. „Það sem hefur átt sér stað í Gasa á síðustu níu mánuðum er hörmulegt,“ sagði Harris eftir fundinn. „Myndir af látnum börnum og örvæntingafullu hungruðu fólki að flýja og leita skjóls, stundum í annað, þriðja eða fjórða sinn.“ .@VP @kamalaharris' full statement here. A welcomed shift. We all look forward to action. “What has happened in Gaza over the past nine months is devastating,” said Harris. “We cannot look away in the face of these tragedies. We cannot allow ourselves to become numb to the… pic.twitter.com/Z33zrpEUIH— Mark Ruffalo (@MarkRuffalo) July 26, 2024 Harris sagði Ísrael eiga rétt á því að verja sig og fordæmdi Hamas sem grimmileg hryðjuverkasamtök sem hefðu valdið átökunum og framið skelfilegt kynferðisofbeldi. Það skipti hins vegar máli hvernig Ísrael gripi til varna. „Við megum ekki líta undan þegar kemur að þessum harmleikjum. Við megum ekki leyfa okkur að verða dofin gagnvart þjáningunni og ég mun ekki þegja.“ Harris kallaði eftir stofnun Palestínuríkis og sagðist hafa ítrekað við Netanyahu að það væri kominn tími til að ná samkomulagi um vopnahlé. Netanyahu fundaði einnig með Biden í gær, þar sem leiðtogarnir ræddu í smáatriðum um mögulegt samkomulag um vopnahlé og fangaskipti. Biden ítrekaði einnig þörfin á því að stuðla að varanlegum frið á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira