Eflum Mjódd sem miðstöð almenningssamgangna fyrir landið allt Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2024 08:01 Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall. Sóknarfæri liggja í fjölbreyttum ferðamátum, lagningu göngu- og hjólastíga, neti sem tengir íbúasvæðin saman. Við það aukast ekki bara lífsgæði íbúanna heldur opnast dyr ferðamanna að sjálfbærri ferðaþjónustu með færri bílaleigubílum og vistvænni ferðamátum óháð hvort Strætó bs. reki leiðirnar eða Vegagerðin. Á vef samgöngustofu eru 307.193 þúsund ökutæki sem tilheyra þéttbýlasta kjarna landsins, frá Akranesi, höfuðborgarsvæðið, út á Reykjanestá og austur fyrir fjall með Selfossi. Heildar fjöldi skráða ökutækja á landinu er hinsvegar 347.265. Þannig eru 88% allra ökutækja á landinu skráð á þéttbýlasta svæði landsins. Fleiri bílar en fólk. Mikill samgangur er milli þessara þéttbýliskjarna og miðað við íbúafjölgun er ljóst að vinna þarf markvissara að lausnum, efla aðra ferðamáta en að einmenna í einkabílnum. Þetta fyrirkomulag gengur ekki til lengdar. Við viljum draga úr umferð, minnka útblástur og standa við skuldbindingar okkar sem þjóð sem við erum búin að gangast við í gegnum loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Eflum Mjódd fjölmennastu skiptistöð höfuðborgarsvæðisins Mjódd er fjölmennasta skiptistöð höfuðborgarsvæðisins, fjölmennari en Hamraborg, fjölmennari en Hlemmur og fjölmennari en Lækjargata. Hún sinnir ekki aðeins almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu heldur er líka byggðalína út á land. Leið 51 og 52 fara austur fyrir fjall, önnur alla leið til Hafnar, á meðan leið 57 ekur eftir Vesturlandi á leið sinni til Akureyrar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sú ákvörðun verið tekin að leið 55, til Keflavíkur og Leifsstöð, er látin sniðganga leiðarkerfi í gegnum Mjódd og öllum ferðamönnum er stefnt alla leið vestur á BSÍ, líka þeim sem eru á leið beint út á land eða í Austurborgina. Þeir farþegar þurfa því að leggja á sig óþarfa ferðalag eftir umferðarþyngstu götum höfuðborgarsvæðisins, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Á sama tíma eru allir íbúar sem búsettir eru í hverfum austan Elliðaáa, fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Úlfarsárdalur og Norðlingaholt ásamt stórum hluta Kópavogs, gert ómögulegt að nýta sér leið 55, þar sem ekkert stopp er í austan Elliðaáa. Þannig er þeim öllum beint upp í einkabíl, leigubíl eða flugrútu sem er ekki frekar með biðstöðvar en Leið 55 staðsettar í Austurborginni. Okkur sem búum í Austurborginni og þeim ferðamönnum sem vilja taka leið 55 er gert ókleift að komast með almenningssamgöngum úr Austurborginni til Keflavíkur. Tvö einkafyrirtæki sérhæfa sig í tengingu milli borgarinnar og flugvallarins. Annað fyrirtæki stoppar í Garðabæ og Hafnarfirði, hitt stoppar bara í Hamraborg. Hvorugt hefur séð sér hag í því að bjóða upp á Mjódd sem valkost eða þjónusta Austurborgina og er það umhugsunarvert að einkaframtakið sjái ekki hag sinn í því að þjónusta fjölmennustu borgarhlutana. Íbúum búsettum í Austurborginni er mismunað eftir búsetu og úr þessu er brýnt að bæta strax. Bein Leið 55B - Mjódd-Keflavík/Keflavík-Mjódd Það er skrítin forgangsröðun að íbúar í Austurborginni og ferðamenn sem vilja sækja í þau hverfi eða halda beint út á land séu þvingaðir til að velja einkabíl eða bílaleigubíl með tilheyrandi kostnað. Dýrmætur tími fer í að halda inn í Miðborgina og aftur taka almenningssamgöngur í Mjódd til að komast út á land. Það er einkennileg pólitík, kolröng forgansröðun á almannafé og ekki í anda loftslagsmarkmiða. Það er bara allt rangt við þessa stöðu. Ef ekki er vilji til að stefna Leið 55 í gegnum Mjódd þá felst lausnin í því að skipta leiðinni upp í tvennt, Leið 55A sem héldi sömu leið og Leið 55B sem þræðir eystri borgarhlutann. Þá yrði til alvöru valkostur fyrir íbúa og ferðamenn frá Leifstöð sem eru annað hvort á leið til Akureyrar og austur fyrir fjall. Búa til nýja tengingu í net almenningssamganga frá flugvellinum til Mjóddar. Samgöngumiðstöðin í Mjódd gæti orðið lykill í bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu, fækka bílum á Reykjanesbraut en þriðji hver bíll þar er bílaleigubíll. Við verðum að leita leiða til draga úr umferð og með öflugri stöð í Mjódd eflist og vex önnur þjónusta samhliða. Ferðafólk leitar sér að afþreyingu, margir stunda sjálfbæra ferðamennsku og vilja ferðst meðalmenningsamgöngum eða öðrum vistvænum ferðamátum. Sá hópur er upp til hópa úrbanistar. Vilja gott kaffi og croissant, sækja í náttúru Elliðaárdals eða dagsferðir út á land og halda í miðbæinn eftir fjölbreytni með strætó. Margar flugur slegnar í einu höggi, loftslagsmál, byggðamál, atvinnumál og samgöngumál fyrir Austurborgina og sérstaklega fyrir Breiðholtið. Myljandi sóknarfæri fyrir meiri Mjódd, betri Mjódd því með ferðafólki kemur meira mannlíf sem aftur skapar sterkari rekstargrundvöll fyrir fjölbreytta þjónustu og atvinnulíf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður íbúaráðsins í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Sara Björg Sigurðardóttir Samgöngur Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sterkar almenningssamgöngur fyrir fjölmennsta íbúahorn landsins ætti að vera í algjörum forgangi hjá pólitíkinni - svæði sem 82% landsmanna býr á og langflestir ferðamenn snerta fyrst. Strætó bs. þjónustar höfuðborgarsvæðið og landsbyggðarstrætó, sem Vegagerðin ber ábyrgð á og rekur, sinnir á tengingu út land, eins og til Keflavíkur, Akureyrar og austur fyrir fjall. Sóknarfæri liggja í fjölbreyttum ferðamátum, lagningu göngu- og hjólastíga, neti sem tengir íbúasvæðin saman. Við það aukast ekki bara lífsgæði íbúanna heldur opnast dyr ferðamanna að sjálfbærri ferðaþjónustu með færri bílaleigubílum og vistvænni ferðamátum óháð hvort Strætó bs. reki leiðirnar eða Vegagerðin. Á vef samgöngustofu eru 307.193 þúsund ökutæki sem tilheyra þéttbýlasta kjarna landsins, frá Akranesi, höfuðborgarsvæðið, út á Reykjanestá og austur fyrir fjall með Selfossi. Heildar fjöldi skráða ökutækja á landinu er hinsvegar 347.265. Þannig eru 88% allra ökutækja á landinu skráð á þéttbýlasta svæði landsins. Fleiri bílar en fólk. Mikill samgangur er milli þessara þéttbýliskjarna og miðað við íbúafjölgun er ljóst að vinna þarf markvissara að lausnum, efla aðra ferðamáta en að einmenna í einkabílnum. Þetta fyrirkomulag gengur ekki til lengdar. Við viljum draga úr umferð, minnka útblástur og standa við skuldbindingar okkar sem þjóð sem við erum búin að gangast við í gegnum loftslagsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Eflum Mjódd fjölmennastu skiptistöð höfuðborgarsvæðisins Mjódd er fjölmennasta skiptistöð höfuðborgarsvæðisins, fjölmennari en Hamraborg, fjölmennari en Hlemmur og fjölmennari en Lækjargata. Hún sinnir ekki aðeins almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu heldur er líka byggðalína út á land. Leið 51 og 52 fara austur fyrir fjall, önnur alla leið til Hafnar, á meðan leið 57 ekur eftir Vesturlandi á leið sinni til Akureyrar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur sú ákvörðun verið tekin að leið 55, til Keflavíkur og Leifsstöð, er látin sniðganga leiðarkerfi í gegnum Mjódd og öllum ferðamönnum er stefnt alla leið vestur á BSÍ, líka þeim sem eru á leið beint út á land eða í Austurborgina. Þeir farþegar þurfa því að leggja á sig óþarfa ferðalag eftir umferðarþyngstu götum höfuðborgarsvæðisins, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Á sama tíma eru allir íbúar sem búsettir eru í hverfum austan Elliðaáa, fjölmennustu hverfum borgarinnar, Breiðholt, Árbær, Grafarvogur, Úlfarsárdalur og Norðlingaholt ásamt stórum hluta Kópavogs, gert ómögulegt að nýta sér leið 55, þar sem ekkert stopp er í austan Elliðaáa. Þannig er þeim öllum beint upp í einkabíl, leigubíl eða flugrútu sem er ekki frekar með biðstöðvar en Leið 55 staðsettar í Austurborginni. Okkur sem búum í Austurborginni og þeim ferðamönnum sem vilja taka leið 55 er gert ókleift að komast með almenningssamgöngum úr Austurborginni til Keflavíkur. Tvö einkafyrirtæki sérhæfa sig í tengingu milli borgarinnar og flugvallarins. Annað fyrirtæki stoppar í Garðabæ og Hafnarfirði, hitt stoppar bara í Hamraborg. Hvorugt hefur séð sér hag í því að bjóða upp á Mjódd sem valkost eða þjónusta Austurborgina og er það umhugsunarvert að einkaframtakið sjái ekki hag sinn í því að þjónusta fjölmennustu borgarhlutana. Íbúum búsettum í Austurborginni er mismunað eftir búsetu og úr þessu er brýnt að bæta strax. Bein Leið 55B - Mjódd-Keflavík/Keflavík-Mjódd Það er skrítin forgangsröðun að íbúar í Austurborginni og ferðamenn sem vilja sækja í þau hverfi eða halda beint út á land séu þvingaðir til að velja einkabíl eða bílaleigubíl með tilheyrandi kostnað. Dýrmætur tími fer í að halda inn í Miðborgina og aftur taka almenningssamgöngur í Mjódd til að komast út á land. Það er einkennileg pólitík, kolröng forgansröðun á almannafé og ekki í anda loftslagsmarkmiða. Það er bara allt rangt við þessa stöðu. Ef ekki er vilji til að stefna Leið 55 í gegnum Mjódd þá felst lausnin í því að skipta leiðinni upp í tvennt, Leið 55A sem héldi sömu leið og Leið 55B sem þræðir eystri borgarhlutann. Þá yrði til alvöru valkostur fyrir íbúa og ferðamenn frá Leifstöð sem eru annað hvort á leið til Akureyrar og austur fyrir fjall. Búa til nýja tengingu í net almenningssamganga frá flugvellinum til Mjóddar. Samgöngumiðstöðin í Mjódd gæti orðið lykill í bjóða upp á sjálfbæra ferðaþjónustu, fækka bílum á Reykjanesbraut en þriðji hver bíll þar er bílaleigubíll. Við verðum að leita leiða til draga úr umferð og með öflugri stöð í Mjódd eflist og vex önnur þjónusta samhliða. Ferðafólk leitar sér að afþreyingu, margir stunda sjálfbæra ferðamennsku og vilja ferðst meðalmenningsamgöngum eða öðrum vistvænum ferðamátum. Sá hópur er upp til hópa úrbanistar. Vilja gott kaffi og croissant, sækja í náttúru Elliðaárdals eða dagsferðir út á land og halda í miðbæinn eftir fjölbreytni með strætó. Margar flugur slegnar í einu höggi, loftslagsmál, byggðamál, atvinnumál og samgöngumál fyrir Austurborgina og sérstaklega fyrir Breiðholtið. Myljandi sóknarfæri fyrir meiri Mjódd, betri Mjódd því með ferðafólki kemur meira mannlíf sem aftur skapar sterkari rekstargrundvöll fyrir fjölbreytta þjónustu og atvinnulíf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður íbúaráðsins í Breiðholti.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar