Kæra MAST vegna rekstrarleyfis til Arnarlax Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2024 13:50 Fjöldi manna og samtaka hafa nú kært MAST vegna útgáfu eldisleyfis til handa Arnarlaxi. Jón Kaldal og Katrín Oddsdóttir eru ómyrk í máli þegar þetta tiltekna leyfi er annars vegar. Þau spyrja um ábyrgð starfsmanna MAST? vísir/vilhelm/einar/vilhelm Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. Þeir sem um ræðir krefjast ógildingar á leyfinu og þar er á ferð dágóður hópur: Gísli Jónsson, Vigur, Gunnar Örn Hauksson, Sandeyri, Ingibjörg Kjartansdóttir, Unaðsdal, Katrín S. Alexíusdóttir, Æðey, Ólafur Jóhann Engilbergsson Dalsbær, Veiga Grétarsdóttir Sulebust Hnífsdal, Þórhildur Þórisdóttir og Viggó Þór Marteinsson Lónseyri og svo er það Íslenski náttúruverndarsjóðurinn og Verndarsjóður Villtra Laxastofna. „Já, við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ásamt NASF, landeigendum og íbúum á Vestfjörðum kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála útgáfu Matvælastofnunar (MAST) á rekstrarleyfi handa Arnarlaxi fyrir sjókvíaeldi á laxi í utanverðu Ísafjarðardjúpi, út af Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð,“ segir Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Jón segir fulla ástæu til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið.vísir/vilhelm Jón bendir á að meðal kærenda sé ábúandi á eyjunni Vigur. Fjölskylda hans býr í Vigur allt árið og byggir lífsviðurværi sitt á náttúrugæðum og dýralífi eyjunnar. Stærsta fjárhagslega stoð fjölskyldunnar er ferðaþjónusta en í Vigur kemur fjöldi ferðamanna ár hvert til að upplifa óspillta náttúru. „Eðli máls samkvæmt kemur allt fólk siglandi til Vigur og því er siglingaröryggi grundvallarforsenda lífs kæranda og fjölskyldu hans,“ eins og segir í kærunni. Að sögn Jóns var rekstrarleyfi MAST var gefið út í júní þvert á afgerandi mat Samgöngustofu um að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur eldissvæðanna með tilliti til siglingaöryggis. Hver er persónuleg ábyrgð starfsmanna? „Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna.“ Katrín Oddsdóttir er lögmaður hópsins og hún segir fallegt að sjá þá skýru samstöðu sem er í þessu kærumáli hjá fólkinu sem býr á þessu svæði og hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð. Fiskeldiskví úti fyrir Patreksfirði. Leyfið gaf MAST út í trássi við afgerandi mat til að mynda Samgöngustofu sem taldi óheimilt að veita fyrirtækjunum leyfin vegna þess að þau ógna siglingarleiðum.vísir/einar „Þarna eru til dæmis meðal kærenda ábúendur og eigendur af eyjunum Vigur og Æðey sem eru einstakar perlur í íslenskri náttúru. Vigur er gríðarlega vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum og það liggur fyrir að sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi hefur þegar haft neikvæð áhrif á þá starfsemi. Þar er einn af fáum lundastofnum sem er ekki í rénun og þar er stærsta testubyggð í Evrópu,“ segir Katrín. Leyfin ógn við siglingaröryggi Í Æðey eru æðardúnsbændur sem sinna varpinu sem er sennilega stærsta æðavarp heims. Það liggur fyrir í gögnum máls að það er alls óvíst hvaða áhrif sjókvíaledi mun hafa á fuglalífið á svæðinu. Það er því verið að tefla með hagsmuni sem eru gríðarlega mikilvægir og ég veit að fólkinu í þessu landi er alls ekki sama um, að sögn Katrínar. Katrín er ómyrk í máli, hún segir sem starfsmenn MAST þjóni sem stimplunarfabrikkur fyrir laxeldisfyrirtækin, þeir gangi erinda manna sem í meginatriðum séu norskir auðmenn..vísir/vilhelm „Þegar við fórum af stað með þetta kærumál vildi ég helst láta reyna á þá fjarstæðukenndu afstöðu MAST að heimilt sé að gefa út rekstrarleyfi fyrir svæði eins og Óshlíð þar sem allar okkar helstu öryggisstofnanir hafa sagt með skýrum hætti að það sé fullkomlega ómögulegt að setja slíka starfsemi á þetta svæði vegna sjónarmiða um siglingaröryggi.“ Katrín segir að um sé að ræða tvo deildarstjóra Samgöngustofu sem skrifuðu sérstaka umsögn þar sem sagt var að útgáfa leyfisins væri hreinlega óheimil vegna ógnar við öryggi sjófarenda. Lögfræðingur Landhelgisgæslunnar mun hafa tekið í sama streng og sagði að lögum samkvæmt mætti alls ekki gefa út leyfi þarna. „Ég skil ekki í hvaða heimi það þykir ásættanlegt hjá starfsmönnum MAST að gefa samt sem áður út leyfi fyrir slík svæði? Þetta er í raun skýrasta dæmið um ruglið sem ríkir í þessum málaflokki hingað til.“ MAST eins og stimpilverksmiðja fyrir fyrirtækin Katrín segir að svo virðist sem aldrei megi eiga sér stað málefnalegt mat á því hvaða hagsmunum er verið að fórna og hvort réttlætanlegt sé að vega að eignarétti fólksins sem verður fyrir afleiðingum af þessari mengandi stóriðju. „Þess í stað er vaðið áfram og stofnanir eins og MAST hegða sér því miður eins og stimpilverksmiðjur fyrir þessi fjársterku fyrirtæki, sem felst eru að mestu leyti í eigu norskra auðmanna. Nú verða yfirvöld og ráðherrar á borð við innviðaráðherra og matvælaráðherra að girða sig í brók og grípa inn í þessa hringavitleysu, því þetta er fyrir löngu orðið gott, og það sjá þeir Vestfirðingar sem standa að þessari kæru sennilega best af öllum.“ Og Katrín tekur undir með Jóni sem bendir á að í dag að það sé fólk á bak við hverja ákvörðun og það á ekki á láta það viðgangast að gefa út leyfi í andstöðu við lög. „Því ber einfaldlega skylda sem opinberir starfsmenn til að gera betur en svo.“ Dómsmál Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Samgönguslys Fiskeldi Tengdar fréttir Vænir stangveiðimenn um dýraníð og utanvegaakstur Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð. 6. júní 2024 00:23 „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. 25. maí 2024 23:26 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Þeir sem um ræðir krefjast ógildingar á leyfinu og þar er á ferð dágóður hópur: Gísli Jónsson, Vigur, Gunnar Örn Hauksson, Sandeyri, Ingibjörg Kjartansdóttir, Unaðsdal, Katrín S. Alexíusdóttir, Æðey, Ólafur Jóhann Engilbergsson Dalsbær, Veiga Grétarsdóttir Sulebust Hnífsdal, Þórhildur Þórisdóttir og Viggó Þór Marteinsson Lónseyri og svo er það Íslenski náttúruverndarsjóðurinn og Verndarsjóður Villtra Laxastofna. „Já, við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum ásamt NASF, landeigendum og íbúum á Vestfjörðum kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála útgáfu Matvælastofnunar (MAST) á rekstrarleyfi handa Arnarlaxi fyrir sjókvíaeldi á laxi í utanverðu Ísafjarðardjúpi, út af Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð,“ segir Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Jón segir fulla ástæu til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið.vísir/vilhelm Jón bendir á að meðal kærenda sé ábúandi á eyjunni Vigur. Fjölskylda hans býr í Vigur allt árið og byggir lífsviðurværi sitt á náttúrugæðum og dýralífi eyjunnar. Stærsta fjárhagslega stoð fjölskyldunnar er ferðaþjónusta en í Vigur kemur fjöldi ferðamanna ár hvert til að upplifa óspillta náttúru. „Eðli máls samkvæmt kemur allt fólk siglandi til Vigur og því er siglingaröryggi grundvallarforsenda lífs kæranda og fjölskyldu hans,“ eins og segir í kærunni. Að sögn Jóns var rekstrarleyfi MAST var gefið út í júní þvert á afgerandi mat Samgöngustofu um að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur eldissvæðanna með tilliti til siglingaöryggis. Hver er persónuleg ábyrgð starfsmanna? „Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna.“ Katrín Oddsdóttir er lögmaður hópsins og hún segir fallegt að sjá þá skýru samstöðu sem er í þessu kærumáli hjá fólkinu sem býr á þessu svæði og hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð. Fiskeldiskví úti fyrir Patreksfirði. Leyfið gaf MAST út í trássi við afgerandi mat til að mynda Samgöngustofu sem taldi óheimilt að veita fyrirtækjunum leyfin vegna þess að þau ógna siglingarleiðum.vísir/einar „Þarna eru til dæmis meðal kærenda ábúendur og eigendur af eyjunum Vigur og Æðey sem eru einstakar perlur í íslenskri náttúru. Vigur er gríðarlega vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum og það liggur fyrir að sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi hefur þegar haft neikvæð áhrif á þá starfsemi. Þar er einn af fáum lundastofnum sem er ekki í rénun og þar er stærsta testubyggð í Evrópu,“ segir Katrín. Leyfin ógn við siglingaröryggi Í Æðey eru æðardúnsbændur sem sinna varpinu sem er sennilega stærsta æðavarp heims. Það liggur fyrir í gögnum máls að það er alls óvíst hvaða áhrif sjókvíaledi mun hafa á fuglalífið á svæðinu. Það er því verið að tefla með hagsmuni sem eru gríðarlega mikilvægir og ég veit að fólkinu í þessu landi er alls ekki sama um, að sögn Katrínar. Katrín er ómyrk í máli, hún segir sem starfsmenn MAST þjóni sem stimplunarfabrikkur fyrir laxeldisfyrirtækin, þeir gangi erinda manna sem í meginatriðum séu norskir auðmenn..vísir/vilhelm „Þegar við fórum af stað með þetta kærumál vildi ég helst láta reyna á þá fjarstæðukenndu afstöðu MAST að heimilt sé að gefa út rekstrarleyfi fyrir svæði eins og Óshlíð þar sem allar okkar helstu öryggisstofnanir hafa sagt með skýrum hætti að það sé fullkomlega ómögulegt að setja slíka starfsemi á þetta svæði vegna sjónarmiða um siglingaröryggi.“ Katrín segir að um sé að ræða tvo deildarstjóra Samgöngustofu sem skrifuðu sérstaka umsögn þar sem sagt var að útgáfa leyfisins væri hreinlega óheimil vegna ógnar við öryggi sjófarenda. Lögfræðingur Landhelgisgæslunnar mun hafa tekið í sama streng og sagði að lögum samkvæmt mætti alls ekki gefa út leyfi þarna. „Ég skil ekki í hvaða heimi það þykir ásættanlegt hjá starfsmönnum MAST að gefa samt sem áður út leyfi fyrir slík svæði? Þetta er í raun skýrasta dæmið um ruglið sem ríkir í þessum málaflokki hingað til.“ MAST eins og stimpilverksmiðja fyrir fyrirtækin Katrín segir að svo virðist sem aldrei megi eiga sér stað málefnalegt mat á því hvaða hagsmunum er verið að fórna og hvort réttlætanlegt sé að vega að eignarétti fólksins sem verður fyrir afleiðingum af þessari mengandi stóriðju. „Þess í stað er vaðið áfram og stofnanir eins og MAST hegða sér því miður eins og stimpilverksmiðjur fyrir þessi fjársterku fyrirtæki, sem felst eru að mestu leyti í eigu norskra auðmanna. Nú verða yfirvöld og ráðherrar á borð við innviðaráðherra og matvælaráðherra að girða sig í brók og grípa inn í þessa hringavitleysu, því þetta er fyrir löngu orðið gott, og það sjá þeir Vestfirðingar sem standa að þessari kæru sennilega best af öllum.“ Og Katrín tekur undir með Jóni sem bendir á að í dag að það sé fólk á bak við hverja ákvörðun og það á ekki á láta það viðgangast að gefa út leyfi í andstöðu við lög. „Því ber einfaldlega skylda sem opinberir starfsmenn til að gera betur en svo.“
Dómsmál Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Samgönguslys Fiskeldi Tengdar fréttir Vænir stangveiðimenn um dýraníð og utanvegaakstur Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð. 6. júní 2024 00:23 „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. 25. maí 2024 23:26 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Vænir stangveiðimenn um dýraníð og utanvegaakstur Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð. 6. júní 2024 00:23
„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. 25. maí 2024 23:26