Lögregla látin skila milljónum sem dómurinn telur líklega illa fengið fé Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júlí 2024 14:10 Um er að ræða 7.130.000 krónur. Myndin er úr safni. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að láta af hendi 7,13 milljónir króna í reiðufé sem hún lagði hald á árið 2021 í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Maður, sem er eigandi peninganna, er ásamt öðrum grunaður í máli sem varðar innflutning, framleiðslu og dreifingu fíkniefna, sem og ýmis auðgunarbrot, stórfelldan þjófnað og peningaþvætti. Meint brot eru talin hafa verið framin árið 2019 og 2020, en það var í mars 2021 þegar lögreglan veitti manninum eftirför frá Kópavogi til Grindavíkur þar sem hún handtók hann, leitaði svo í bílnum hans og lagði hald á umræddar sjö milljónir króna. Mikið magn amfetamíns fannst líka í leitinni, sem og skammbyssa. Lögreglan segir að um sé að ræða umfangsmikið mál sem margir samverkamenn blandist í og rannsókn á því hafi náð út fyrir landsteinanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er aðallega rætt um einn meintan samverkamann mannsins, sem tengist á fjórða tug mála sem eru á málaskrá lögreglu. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.Vísir/Vilhelm Peningarnir ekki raktir til skráðrar lögmætarar starfsemi Maðurinn, eigandi peninganna, krafðist þess að fá sjö milljónirnar aftur. Hann sagðist hafa gert grein fyrir uppruna peninganna sem væru lögmætir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni að lögreglan skyldi aflétta haldlagningunni á peningunum, og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Þessari beiðni mannsins hafði þó verið hafnað í tvígang áður. Dómurinn felst á það með lögreglunni að haldlagningin hafi verið réttmæt á sínum tíma. Þá hafi maðurinn ekki gefið trúverðugar skýringar á uppruna peninganna og fjármálagreining lögreglunnar sýni að hann hafi sýslað með talsverða fjármuni sem „ekki verða raktir til skráðrar lögmætrar starfsemi.” Í úrskurðinum segir, með vísan til gagna lögreglu, að það standi að því allar líkur að maðurinn hafi aflað sér fjár með ólögmætum hætti. Í raun sé líklegt sé að hann hafi aflað sér mun hærri fjárhæðar en var haldlögð af lögreglu. Ekki haldbærar skýringar fyrir drætti málsins Hins vegar sé staðan sú að ríflega þrjú ár séu frá handtöku mannsins og haldlagningu peningana og meira en fjögur ár frá því að rannsóknin hófst. Miðað við gögn málsins hafi ekkert verið aðhafst í rannsókninni síðan í janúar í fyrra. Lögreglan hefur haldið því fram að stefnt verði að því að taka ákvörðun um áframhaldani meðferð málsins á næstu misserum, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um málið. Að mati dómsins voru ekki gefnar haldbærar skýringar fyrir óhóflegum drætti málsins sem ekki sæi fyrir endann á. Því var fallist á að hald lögreglunnar á peningunum verði aflétt. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Grindavík Fíkniefnabrot Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Meint brot eru talin hafa verið framin árið 2019 og 2020, en það var í mars 2021 þegar lögreglan veitti manninum eftirför frá Kópavogi til Grindavíkur þar sem hún handtók hann, leitaði svo í bílnum hans og lagði hald á umræddar sjö milljónir króna. Mikið magn amfetamíns fannst líka í leitinni, sem og skammbyssa. Lögreglan segir að um sé að ræða umfangsmikið mál sem margir samverkamenn blandist í og rannsókn á því hafi náð út fyrir landsteinanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er aðallega rætt um einn meintan samverkamann mannsins, sem tengist á fjórða tug mála sem eru á málaskrá lögreglu. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.Vísir/Vilhelm Peningarnir ekki raktir til skráðrar lögmætarar starfsemi Maðurinn, eigandi peninganna, krafðist þess að fá sjö milljónirnar aftur. Hann sagðist hafa gert grein fyrir uppruna peninganna sem væru lögmætir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni að lögreglan skyldi aflétta haldlagningunni á peningunum, og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Þessari beiðni mannsins hafði þó verið hafnað í tvígang áður. Dómurinn felst á það með lögreglunni að haldlagningin hafi verið réttmæt á sínum tíma. Þá hafi maðurinn ekki gefið trúverðugar skýringar á uppruna peninganna og fjármálagreining lögreglunnar sýni að hann hafi sýslað með talsverða fjármuni sem „ekki verða raktir til skráðrar lögmætrar starfsemi.” Í úrskurðinum segir, með vísan til gagna lögreglu, að það standi að því allar líkur að maðurinn hafi aflað sér fjár með ólögmætum hætti. Í raun sé líklegt sé að hann hafi aflað sér mun hærri fjárhæðar en var haldlögð af lögreglu. Ekki haldbærar skýringar fyrir drætti málsins Hins vegar sé staðan sú að ríflega þrjú ár séu frá handtöku mannsins og haldlagningu peningana og meira en fjögur ár frá því að rannsóknin hófst. Miðað við gögn málsins hafi ekkert verið aðhafst í rannsókninni síðan í janúar í fyrra. Lögreglan hefur haldið því fram að stefnt verði að því að taka ákvörðun um áframhaldani meðferð málsins á næstu misserum, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um málið. Að mati dómsins voru ekki gefnar haldbærar skýringar fyrir óhóflegum drætti málsins sem ekki sæi fyrir endann á. Því var fallist á að hald lögreglunnar á peningunum verði aflétt.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Grindavík Fíkniefnabrot Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira