Hann leiðrétti sig um hæl eftir að blaðamenn á svæðinu höfðu bent honum á misskilningin. Hann sagðist hafa verið svo einbeittur að því að sigrast á Vladímír Pútín að hann hefði ruglast.
Biden just introduced President Zelenskyy as "President Putin," but immediately caught himself
— Aaron Rupar (@atrupar) July 11, 2024
"I'm better," Zelenskyy joked in response pic.twitter.com/8MgZHj2cf1
Nokkur eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað seinna í kvöld að loknum leiðtogafundi NATO. Þess er að vænt að þar verði Biden spurður um þá gagnrýni sem hann hefur sætt, og ákalli um að hann gefi ekki kost á sér í komandi forsetakosningum.
Þetta neyðarlega atvik mun ekki hjálpa Biden þó lítilsvægt sé en hart hefur verið sótt að Biden úr ýmsum áttum, meðal annars innan úr Demókrataflokknum.