Ætlar að leggja til málshöfðun á hendur íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 11:24 Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Landspítalinn hefur nú lýst því yfir, í bréfi til lögmanns ekkju hans, að spítalinn geti ekki borið ábyrgð á plastbarkaígræðslunni, né heldur Tómas Guðbjartsson læknir. Íslenska ríkið hefur hafnað miska- og skaðabótagreiðslu til handa ekkju Andemariams Beyene sem lést 30. janúar 2014 í kjölfar plastbarkaígræðslu á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í júní árið 2011. Lögmaður ekkjunnar er Sigurður G. Guðjónsson mun að öllum líkindum leggja til við skjólstæðing sinn að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu. Sigurður segir að sér hafi ekki borist bréf þessa efnis fyrr en í gærkvöldi en engu að síður skúbbaði RÚV þessu máli nú í morgun. „Krafan byggðist á reglu um vinnuveitendaábyrgð Landspítalans og þar með íslenska ríkisins sem vinnuveitanda Tómasar Guðbjartssonar, hjartalæknis, á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þetta kemur fram í svari Ríkislögmanns til lögmanns ekkju Andemariams,“ segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins. Niðurstaðan virðist hafa lekið úr heilbrigðisráðuneytinu „Það voru fjölmiðlamenn að hringja í mig, að þeir hefðu það innan úr heilbrigðisráðuneytinu að þessi væri niðurstaðan.“ Sigurður segist hafa sent tölvupóst á ríkislögmann og spurði hvort einhverjir væru komnir með upplýsingar um þetta mál áður en hann, lögmaður ekkjunnar, væri upplýstur um málið? Var því svarað að svo væri ekki. En þessi er nú staðan. Sigurður G segist ætla að leggja það til við ekkjuna að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.vísir/vilhelm „Ég ætla að setjast yfir þetta. Ég er ekki búinn að ná að tala við minn skjólstæðing en ég mun líklega leggja til við hann að höfða mál á hendur ríkinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir skjólstæðing sinn nú staddan í Eritreu og þangað sé ekki gott símasamband. Málið geti ekki verið á ábyrgð Landspítala né Tómasar Í bréfi ríkislögmanns til Sigurðar segir að þátttaka Tómasar í aðgerðinni sjálfri, sem leiddi til dauða Andemariams Beyene, skýrist af því að hann hafi verið meðferðarlæknir Andemariams. Átti hann að bera ábyrgð á eftirmeðferð aðgerðarinnar á Íslandi. En aðkoma hans að aðgerðinni hafi verið samkvæmt beiðni ítalska læknisins Macchiarini og stjórnenda Karolinska sjúkrahússins. Þannig geti aðgerðin ekki talist geta verið á ábyrgð Landspítalans. Vísir greindi frá því í desember á síðasta ári að Sigurður hafi sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju Andemariam Beyene, sem var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum. Ellegar verði Tómas Guðbjartsson læknir sóttur til saka. Málið er snúið og víst er að það hefur valdið stjórnendum spítalans verulegum heilabrotum. „Þetta er komið á sjötta mánuð sem það tók þá að svara bréfi mínu,“ segir Sigurður, sem telur að ekki sé hægt að una við þessar lyktir málsins. Stjórnsýsla Dómsmál Lögmennska Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Sigurður segir að sér hafi ekki borist bréf þessa efnis fyrr en í gærkvöldi en engu að síður skúbbaði RÚV þessu máli nú í morgun. „Krafan byggðist á reglu um vinnuveitendaábyrgð Landspítalans og þar með íslenska ríkisins sem vinnuveitanda Tómasar Guðbjartssonar, hjartalæknis, á þeim tíma sem aðgerðin fór fram. Þetta kemur fram í svari Ríkislögmanns til lögmanns ekkju Andemariams,“ segir meðal annars í frétt Ríkisútvarpsins. Niðurstaðan virðist hafa lekið úr heilbrigðisráðuneytinu „Það voru fjölmiðlamenn að hringja í mig, að þeir hefðu það innan úr heilbrigðisráðuneytinu að þessi væri niðurstaðan.“ Sigurður segist hafa sent tölvupóst á ríkislögmann og spurði hvort einhverjir væru komnir með upplýsingar um þetta mál áður en hann, lögmaður ekkjunnar, væri upplýstur um málið? Var því svarað að svo væri ekki. En þessi er nú staðan. Sigurður G segist ætla að leggja það til við ekkjuna að hún höfði mál á hendur íslenska ríkinu.vísir/vilhelm „Ég ætla að setjast yfir þetta. Ég er ekki búinn að ná að tala við minn skjólstæðing en ég mun líklega leggja til við hann að höfða mál á hendur ríkinu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann segir skjólstæðing sinn nú staddan í Eritreu og þangað sé ekki gott símasamband. Málið geti ekki verið á ábyrgð Landspítala né Tómasar Í bréfi ríkislögmanns til Sigurðar segir að þátttaka Tómasar í aðgerðinni sjálfri, sem leiddi til dauða Andemariams Beyene, skýrist af því að hann hafi verið meðferðarlæknir Andemariams. Átti hann að bera ábyrgð á eftirmeðferð aðgerðarinnar á Íslandi. En aðkoma hans að aðgerðinni hafi verið samkvæmt beiðni ítalska læknisins Macchiarini og stjórnenda Karolinska sjúkrahússins. Þannig geti aðgerðin ekki talist geta verið á ábyrgð Landspítalans. Vísir greindi frá því í desember á síðasta ári að Sigurður hafi sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju Andemariam Beyene, sem var fyrsti plastbarkaþeginn í heiminum. Ellegar verði Tómas Guðbjartsson læknir sóttur til saka. Málið er snúið og víst er að það hefur valdið stjórnendum spítalans verulegum heilabrotum. „Þetta er komið á sjötta mánuð sem það tók þá að svara bréfi mínu,“ segir Sigurður, sem telur að ekki sé hægt að una við þessar lyktir málsins.
Stjórnsýsla Dómsmál Lögmennska Plastbarkamálið Landspítalinn Tengdar fréttir Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54 Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Biður ekkjuna afsökunar og verður við beiðni hennar Landspítali hefur í kjölfar niðurstöðu sænskra dómstóla tekið mál Andemariam Beyene til umfjöllunar að nýju með hliðsjón af þætti spítalans í meðferð fyrsta sjúklingsins sem undirgekkst plastbarkaaðgerð. 15. desember 2023 18:54
Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. 10. janúar 2024 13:41