Stórsigur Verkamannaflokksins á kostnað Íhaldsflokksins Árni Sæberg og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. júlí 2024 06:57 Keir Starmer er ótvíræður sigurvegari kosninganna og næsti forsætisráðherra Bretlands. Matthew Horwood/Getty Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bresku þingkosningunum sem fram fóru í gær og Íhaldsflokkurinn, sem verið hefur við stjórnvölinn í fjórtán ár, beið afhroð. Þegar búið er að skera úr um úrslit í flestum af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um hefur Verkamannaflokkurinn náð 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti, að því er segir á kosningavef breska ríkisútvarpsins. Á meðal áhrifamanna innan flokksins sem detta út af þingi má nefna Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra, Penny Mordaunt og Jacob Rees-Mogg. Frjálslyndir demókratar fagna og Farage náði inn Minni flokkar á þinginu bæta einnig töluvert við sig, Frjálslyndir Demókratar fá 71 þingsæti og bæta við sig 63 og Nýji þjóðernisflokkurinn Reform með Nigel Farage í broddi fylkingar ná fjórum mönnum inn, Farage þar á meðal. Gengi flokksins er þó mun betra en þær tölur gefa til kynna en kosningakerfi Bretlands, þar sem aðeins einn þingmaður er í boði í hverju kjördæmi, gerir það að verkum að heildaratkvæðamagn hvers flokks endurspeglar ekki þingmannafjöldann. „Okkur tókst það“ Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og verðandi forsætisráðherra Bretlands, var sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í nótt. „Okkur tókst það! Þið háðuð kosningabaráttu og börðust fyrir þessum sigri. Þið kusuð hann og nú er hann kominn. Umbreytingarnar hefjast núna. Og mér líður vel með þetta, ég verð að vera hreinskilinn. Fjögurra og hálfs árs vinna við að breyta flokknum, þetta er uppskera þeirrar vinnu. Breyttur Verkamannaflokkur sem er reiðubúinn að þjóna landinu okkar.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Þegar búið er að skera úr um úrslit í flestum af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um hefur Verkamannaflokkurinn náð 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti, að því er segir á kosningavef breska ríkisútvarpsins. Á meðal áhrifamanna innan flokksins sem detta út af þingi má nefna Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra, Penny Mordaunt og Jacob Rees-Mogg. Frjálslyndir demókratar fagna og Farage náði inn Minni flokkar á þinginu bæta einnig töluvert við sig, Frjálslyndir Demókratar fá 71 þingsæti og bæta við sig 63 og Nýji þjóðernisflokkurinn Reform með Nigel Farage í broddi fylkingar ná fjórum mönnum inn, Farage þar á meðal. Gengi flokksins er þó mun betra en þær tölur gefa til kynna en kosningakerfi Bretlands, þar sem aðeins einn þingmaður er í boði í hverju kjördæmi, gerir það að verkum að heildaratkvæðamagn hvers flokks endurspeglar ekki þingmannafjöldann. „Okkur tókst það“ Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og verðandi forsætisráðherra Bretlands, var sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í nótt. „Okkur tókst það! Þið háðuð kosningabaráttu og börðust fyrir þessum sigri. Þið kusuð hann og nú er hann kominn. Umbreytingarnar hefjast núna. Og mér líður vel með þetta, ég verð að vera hreinskilinn. Fjögurra og hálfs árs vinna við að breyta flokknum, þetta er uppskera þeirrar vinnu. Breyttur Verkamannaflokkur sem er reiðubúinn að þjóna landinu okkar.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira