Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 21:43 Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur. Vísir Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Sunak boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara á dögunum. Skoðanakannanir spá því að íhaldsflokkurinn bíði afhroð og að Sunak sjálfur sé í hættu á að ná ekki inn á þing. Verkamannaflokknum er spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám, eða 410 þingsætum. Íhaldsflokknum er spáð 131 sæti. Kjósendur sem rætt var við á kjörstað í morgun voru flestir sammála um að breytinga væri þörf. „Mér finnst ekkert hafa farið vel á síðustu fjórtán árum og ég tel mjög mikilvægt að við fáum rétt úrslit. Ég var meira að segja spenntur fyrir því að við fengjum aðra andstöðu fyrir stóru flokkana tvo. Ég held reyndar að það gerist ekki en það væri frábært. Ég sé bara möguleika á miklum breytingum og það er það sem ég vonast eftir,“ sagði kjósandinn James Erskine sem starfar í auglýsingabransanum. Sindri ræddi við Hafstein Birgi Einarsson stjórnmálafræðing í Kvöldfréttum. Miðað við skoðanakannanir segir Hafsteinn útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn fari með stórsigur. „Þau gætu verið að fara úr því að vera með eitt af hverju þingsæti í tvö af hverju þingsæti, tvöfaldað þingmannafjöldann sinn og jafnvel er möguleiki á að það verði sögulegur sigur.“ Aðspurður hvers vegna Íhaldsflokkurinn missi svo mikið fylgi nefnir hann bæði efnahagsmál og þá röð hneykslismála sem upp hafa komið. „Við vorum með Boris Johnson sem hélt partý í Downingstræti tíu þegar útgöngubann stóð yfir. Síðan fengum við Liz Truss. Hún þótti hafa sett fram afar ótrúverðuga efnahagsstefnu. Síðan kemur Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra, þykir ver hæfur en ekki mjög spennandi frambjóðandi.“ Allir aldurshópar kjósi Verkamannaflokkinn Hafsteinn segir bæði persónuleika frambjóðenda og málefnin skipta máli þegar kemur að kosningabaráttunni. „Auðvitað vilja kjósendur fá leiðtoga sem er trúverðugur, sem getur fylgt fram þeirri stefnu sem leiðtoginn skiptir máli.“ Mun raunverulega eitthvað breytast? Finnur almenningur fyrir því hvort sem Verkamanna- eða Íhaldsflokkurinn er við stjórnvölinn? „Ég held það sé óhætt að segja það. Ég held að þó að Starmer sé töluvert nær miðjunni heldur en forveri hans í embætti formanns verkamannaflokksins, þá ber mikið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í stefnu,“ segir Hafsteinn. Þannig megi búast við við brotthvarf frá aðalstefnunni í ríkisfjármálum landsins og aukna áherslu á velferðarmál í staðinn. Hafsteinn segir hefðbundna mynstrið í aldursdreifingu þannig að yngra fólk kjósi Verkamannaflokkinn og eldra fólk Íhaldsflokkinn. „En þegar það eru svona stórsigrar eins og stefnir í þarna, þá eru bara allir aldurshópar að fara að kjósa meira og minna það sama.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Sunak boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara á dögunum. Skoðanakannanir spá því að íhaldsflokkurinn bíði afhroð og að Sunak sjálfur sé í hættu á að ná ekki inn á þing. Verkamannaflokknum er spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám, eða 410 þingsætum. Íhaldsflokknum er spáð 131 sæti. Kjósendur sem rætt var við á kjörstað í morgun voru flestir sammála um að breytinga væri þörf. „Mér finnst ekkert hafa farið vel á síðustu fjórtán árum og ég tel mjög mikilvægt að við fáum rétt úrslit. Ég var meira að segja spenntur fyrir því að við fengjum aðra andstöðu fyrir stóru flokkana tvo. Ég held reyndar að það gerist ekki en það væri frábært. Ég sé bara möguleika á miklum breytingum og það er það sem ég vonast eftir,“ sagði kjósandinn James Erskine sem starfar í auglýsingabransanum. Sindri ræddi við Hafstein Birgi Einarsson stjórnmálafræðing í Kvöldfréttum. Miðað við skoðanakannanir segir Hafsteinn útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn fari með stórsigur. „Þau gætu verið að fara úr því að vera með eitt af hverju þingsæti í tvö af hverju þingsæti, tvöfaldað þingmannafjöldann sinn og jafnvel er möguleiki á að það verði sögulegur sigur.“ Aðspurður hvers vegna Íhaldsflokkurinn missi svo mikið fylgi nefnir hann bæði efnahagsmál og þá röð hneykslismála sem upp hafa komið. „Við vorum með Boris Johnson sem hélt partý í Downingstræti tíu þegar útgöngubann stóð yfir. Síðan fengum við Liz Truss. Hún þótti hafa sett fram afar ótrúverðuga efnahagsstefnu. Síðan kemur Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra, þykir ver hæfur en ekki mjög spennandi frambjóðandi.“ Allir aldurshópar kjósi Verkamannaflokkinn Hafsteinn segir bæði persónuleika frambjóðenda og málefnin skipta máli þegar kemur að kosningabaráttunni. „Auðvitað vilja kjósendur fá leiðtoga sem er trúverðugur, sem getur fylgt fram þeirri stefnu sem leiðtoginn skiptir máli.“ Mun raunverulega eitthvað breytast? Finnur almenningur fyrir því hvort sem Verkamanna- eða Íhaldsflokkurinn er við stjórnvölinn? „Ég held það sé óhætt að segja það. Ég held að þó að Starmer sé töluvert nær miðjunni heldur en forveri hans í embætti formanns verkamannaflokksins, þá ber mikið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í stefnu,“ segir Hafsteinn. Þannig megi búast við við brotthvarf frá aðalstefnunni í ríkisfjármálum landsins og aukna áherslu á velferðarmál í staðinn. Hafsteinn segir hefðbundna mynstrið í aldursdreifingu þannig að yngra fólk kjósi Verkamannaflokkinn og eldra fólk Íhaldsflokkinn. „En þegar það eru svona stórsigrar eins og stefnir í þarna, þá eru bara allir aldurshópar að fara að kjósa meira og minna það sama.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira