Assange frjáls og á leið til Ástralíu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2024 06:25 Assange talaði ekki við fjölmiðla fyrir utan. Hann er nú á leið til Ástralíu sem frjáls maður. Vísir/EPA Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er nú frjáls maður og er á leið til Canberra í Ástralíu. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar. Assange játaði að hafa brotið á ákvæðum njósnalaga þegar hann lak þúsundum skjala á Wikileaks. Fyrir það hlaut hann jafnlangan dóm og hann hefur þegar afplánað í Bretlandi í Belmarsh fangelsinu, eða um fimm ár. Assange hefur ekki verið frjáls maður í fjórtán ár. Búist er við því að Assange lendi í Canberra um klukkan um 9.30 eða 18.30 að staðartíma. Wikileaks hefur tilkynnt að þau haldi blaðamannafund í Canberra stuttu síðar, eða klukkan 11.15 eða 21.15 að staðartíma. Greint er frá á BBC. Assange fór fyrir dóm á Norður-Maróinaeyjum í Kyrrahafi en eyjarnar eru undir stjórn Bandaríkjanna. Í frétt Reuters um málið segir að hann hafi varið um þremur klukkustundum í dómsal og eftir það gengið út sem frjáls maður. Flugið frá eyjunum til Canberra eru um sex klukkustundir. Lögmenn Assange, Barry Pollack og Jennifer Robinson tala við fjölmiðla eftir áheyrn Assange.Vísir/EPA Assange játaði á sig eitt brot í dómsal en sagði að hann hafði haldið að stjórnarskráin og ákvæði hennar um tjáningarfrelsi myndi verja sig. Lögmaður Assange, Barry Pollock, sagði við fjölmiðla fyrir utan að hann tryði því að Assange hefði aldrei átt að vera ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Hann sagði jafnframt að vinnu við Wikileaks yrði haldið áfram. Ástralskur lögmaður Assange, Jennifer Robinson, þakkaði áströlsku ríkisstjórninni fyrir diplómatíska aðstoð og sagði það mikinn létti fyrir hann að geta snúið aftur heim til fjölskyldu og vina í Ástralíu. Forsætisráðherra Ástralíu fagnaði frelsi Assange á ástralska þinginu í gær og sagði þett afurð mikillar og erfiðrar vinnu. Assange svaraði engum spurningum fjölmiðla á leið út, en veifaði til þeirra á leiðinni út. Hann fór svo beint upp í einkaflugvél til Canberra. Mál Julians Assange Bretland Ástralía WikiLeaks Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31 Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26 Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47 Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Assange hefur ekki verið frjáls maður í fjórtán ár. Búist er við því að Assange lendi í Canberra um klukkan um 9.30 eða 18.30 að staðartíma. Wikileaks hefur tilkynnt að þau haldi blaðamannafund í Canberra stuttu síðar, eða klukkan 11.15 eða 21.15 að staðartíma. Greint er frá á BBC. Assange fór fyrir dóm á Norður-Maróinaeyjum í Kyrrahafi en eyjarnar eru undir stjórn Bandaríkjanna. Í frétt Reuters um málið segir að hann hafi varið um þremur klukkustundum í dómsal og eftir það gengið út sem frjáls maður. Flugið frá eyjunum til Canberra eru um sex klukkustundir. Lögmenn Assange, Barry Pollack og Jennifer Robinson tala við fjölmiðla eftir áheyrn Assange.Vísir/EPA Assange játaði á sig eitt brot í dómsal en sagði að hann hafði haldið að stjórnarskráin og ákvæði hennar um tjáningarfrelsi myndi verja sig. Lögmaður Assange, Barry Pollock, sagði við fjölmiðla fyrir utan að hann tryði því að Assange hefði aldrei átt að vera ákærður fyrir brot á njósnalögunum. Hann sagði jafnframt að vinnu við Wikileaks yrði haldið áfram. Ástralskur lögmaður Assange, Jennifer Robinson, þakkaði áströlsku ríkisstjórninni fyrir diplómatíska aðstoð og sagði það mikinn létti fyrir hann að geta snúið aftur heim til fjölskyldu og vina í Ástralíu. Forsætisráðherra Ástralíu fagnaði frelsi Assange á ástralska þinginu í gær og sagði þett afurð mikillar og erfiðrar vinnu. Assange svaraði engum spurningum fjölmiðla á leið út, en veifaði til þeirra á leiðinni út. Hann fór svo beint upp í einkaflugvél til Canberra.
Mál Julians Assange Bretland Ástralía WikiLeaks Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31 Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26 Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47 Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25. júní 2024 11:31
Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. 25. júní 2024 09:26
Ekki vön því að tala um eiginmann sinn sem frjálsan mann Stella Assange, eiginkona Julians Assange, segist í skýjunum með það eiginmaður hennar hafi gert dómsátt við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í samtali við breska ríkisútvarpið segist hún ekki vön því að tala um eiginmann sinn frjálsan í nútíð frekar en framtíð. 25. júní 2024 08:47
Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35