1969 Tómas A. Tómasson skrifar 25. júní 2024 12:00 Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Hljómsveitin Trúbrot var stofnuð, álframleiðsla hófst í Straumsvík og þann 19. maí árið 1969 sömdu Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands um að stofna lífeyrissjóð fyrir verkafólk. Þar með yrði fólk skyldað til að greiða hluta af launum sínum í lífeyrissjóð á hverjum mánuði og var markmiðið að tryggja fólki lífeyristekjur á eftirlaunaárunum. Þegar undirstöðurnar að íslenska lífeyriskerfinu voru lagðar með kjarasamningum milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ), var gert ráð fyrir að lífeyriskerfið byggði á tveimur aðskildum stoðum; almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar. Samkvæmt flestum heimildum frá þeim tíma virðist sú hugmynd hafa verið ríkjandi að greiðslur úr lífeyrissjóðunum í framtíðinni ættu að vera sjálfstæður viðbótarlífeyrir, óháðar ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga. En hvernig hefur þetta fyrirkomulag þróast síðan 1969? Í dag er fólk enn skyldað til að greiða í lífeyrissjóði, hvort sem því líkar betur eða verr, og fólki er sagt að þessir peningar séu sparifé þess. Síðan kemur ríkið og tekur stóran hluta lífeyrisins til sín í formi skerðinga. Þetta fyrirkomulag verja stjórnvöld þrátt fyrir að það sé í andstöðu við samkomulagið sem lá til grundvallar lífeyriskerfinu frá árinu 1969. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Flokks fólksins sem miðar að því að hækka frítekjumark lífeyristekna úr 25.000 kr. á mánuði í 100.000 kr. Þrátt fyrir þunga undiröldu og ákall um aukið réttlæti fyrir eldra fólk og afnám skerðinga hafa ríkisstjórnarflokkarnir ekki sýnt þessu máli áhuga. Í þessu samhengi minna þeir á orð Rolling Stones: „You can't always get what you want". En því má breyta. Þeir sem vilja hækka frítekjumark lífeyristekna geta látið það gerast. Við þurfum bara að kjósa Flokk fólksins. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1969 var stórmerkilegt ár í mannkynssögunni. Á þessu ári gengu Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglinu, hin sögufræga tónlistarhátíð Woodstock fór fram og hljómsveitin Rolling Stones gaf út plötuna „Let it Bleed“ með laginu „You Can't Always Get What You Want.“ Árið 1969 var líka merkilegt í sögu Íslands. Hljómsveitin Trúbrot var stofnuð, álframleiðsla hófst í Straumsvík og þann 19. maí árið 1969 sömdu Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands um að stofna lífeyrissjóð fyrir verkafólk. Þar með yrði fólk skyldað til að greiða hluta af launum sínum í lífeyrissjóð á hverjum mánuði og var markmiðið að tryggja fólki lífeyristekjur á eftirlaunaárunum. Þegar undirstöðurnar að íslenska lífeyriskerfinu voru lagðar með kjarasamningum milli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Vinnuveitendasambands Íslands (VSÍ), var gert ráð fyrir að lífeyriskerfið byggði á tveimur aðskildum stoðum; almannatryggingakerfinu annars vegar og lífeyrissjóðakerfinu hins vegar. Samkvæmt flestum heimildum frá þeim tíma virðist sú hugmynd hafa verið ríkjandi að greiðslur úr lífeyrissjóðunum í framtíðinni ættu að vera sjálfstæður viðbótarlífeyrir, óháðar ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga. En hvernig hefur þetta fyrirkomulag þróast síðan 1969? Í dag er fólk enn skyldað til að greiða í lífeyrissjóði, hvort sem því líkar betur eða verr, og fólki er sagt að þessir peningar séu sparifé þess. Síðan kemur ríkið og tekur stóran hluta lífeyrisins til sín í formi skerðinga. Þetta fyrirkomulag verja stjórnvöld þrátt fyrir að það sé í andstöðu við samkomulagið sem lá til grundvallar lífeyriskerfinu frá árinu 1969. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Flokks fólksins sem miðar að því að hækka frítekjumark lífeyristekna úr 25.000 kr. á mánuði í 100.000 kr. Þrátt fyrir þunga undiröldu og ákall um aukið réttlæti fyrir eldra fólk og afnám skerðinga hafa ríkisstjórnarflokkarnir ekki sýnt þessu máli áhuga. Í þessu samhengi minna þeir á orð Rolling Stones: „You can't always get what you want". En því má breyta. Þeir sem vilja hækka frítekjumark lífeyristekna geta látið það gerast. Við þurfum bara að kjósa Flokk fólksins. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun