Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2024 20:01 Jacky Mallett hefur fylgst með starfsemi rússneskra netárásahópa að undanförnu. Sami hópur er talinn bera ábyrgð á netárás sem gerð var á Árvakur í gær og á HR í byrjun árs. Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Útgáfufélag Árvakurs er langt frá því að vera eina fórnarlamb rússneska tölvuþrjótahópsins sem stendur að baki árásinni. Meðal annars Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafa svipaða reynslu að ógleymdum fjölda fyrirtækja og stofnanna annars staðar í heiminum sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Jacky Mallett, lekotor í tölvunarfræði við HR, segir erfitt að fullyrða nokkuð um bein tengsl hópsins við rússnesk stjórnvöld. Þó sé ljóst að sú hætta sé til staðar. „Ekkert þessu líkt er gert í Rússlandi án vitneskju rússneskra stjórnvalda sem hafa lokað stórum hluta netsins hjá sér og fylgjast grannt með því. Ég held að það væri óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir að afrit af gögnunum komist í hendur rússnesku leyniþjónustunnar,“ segir Jacky. Hópurinn sé þrælskipulagður í árásum sínum, bæði hér á landi og erlendis. „Það getur vel verið að með því að komast inn í eitt íslenskt netkerfi fái þeir smám saman upplýsingar sem geri þeim kleift að ráðast á önnur. Hún er mjög taugatrekkjandi þessi þráláta ógn því maður veit ekki hve miklar upplýsingar þeir fá með því bara að fylgjast með því sem fram fer á netkerfinu,“ segir Jacky. Varnir til staðar en komust samt í gegn Þrátt fyrir árásina á Árvakur í gær tókst að setja prentvélarnar í Hádegismóum í gang um klukkan hálf tvö í nótt og Morgunblaðið kom út þótt blaðið í dag sé aðeins færri síður en venjulega. „Ritstjórnarkerfið var bara úr leik þannig viðþurftum að brjóta það um utan ritstjórnarkerfisins, við þurftum að vinna allar fréttir bara í Word og senda þær yfir. Þannig að þetta var mjög flókið og í raun og veru má segja að það sé bara kraftaverk að blaðið hafi komið út í morgun og lesendur hafi fengið það í hendur,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var ritstjórninni mikilvægt að blaðið kæmi út, en vefurinn mbl.is var einnig tekinn úr sambandi um tíma í gær í varúðarskini. „Þessi árás hún heppnast náttúrlega en það er ekki vegna þess að hér séu engar varnir. Við verðum fyrir árásum reglulega, ég er ekki að segja daglega en þær eru mjög tíðar. Stundum er auðvelt að hindra þessum árásum en sumar hafa verið mjög stórfeldar en bara vegna þess að við erum með vaska sveit manna í að tryggja öryggi þá hefur okkur tekist að verjast þeim, en í þetta skipti bara einfaldlega tókst það ekki,“ segir Karl. Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Rússland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Útgáfufélag Árvakurs er langt frá því að vera eina fórnarlamb rússneska tölvuþrjótahópsins sem stendur að baki árásinni. Meðal annars Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafa svipaða reynslu að ógleymdum fjölda fyrirtækja og stofnanna annars staðar í heiminum sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Jacky Mallett, lekotor í tölvunarfræði við HR, segir erfitt að fullyrða nokkuð um bein tengsl hópsins við rússnesk stjórnvöld. Þó sé ljóst að sú hætta sé til staðar. „Ekkert þessu líkt er gert í Rússlandi án vitneskju rússneskra stjórnvalda sem hafa lokað stórum hluta netsins hjá sér og fylgjast grannt með því. Ég held að það væri óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir að afrit af gögnunum komist í hendur rússnesku leyniþjónustunnar,“ segir Jacky. Hópurinn sé þrælskipulagður í árásum sínum, bæði hér á landi og erlendis. „Það getur vel verið að með því að komast inn í eitt íslenskt netkerfi fái þeir smám saman upplýsingar sem geri þeim kleift að ráðast á önnur. Hún er mjög taugatrekkjandi þessi þráláta ógn því maður veit ekki hve miklar upplýsingar þeir fá með því bara að fylgjast með því sem fram fer á netkerfinu,“ segir Jacky. Varnir til staðar en komust samt í gegn Þrátt fyrir árásina á Árvakur í gær tókst að setja prentvélarnar í Hádegismóum í gang um klukkan hálf tvö í nótt og Morgunblaðið kom út þótt blaðið í dag sé aðeins færri síður en venjulega. „Ritstjórnarkerfið var bara úr leik þannig viðþurftum að brjóta það um utan ritstjórnarkerfisins, við þurftum að vinna allar fréttir bara í Word og senda þær yfir. Þannig að þetta var mjög flókið og í raun og veru má segja að það sé bara kraftaverk að blaðið hafi komið út í morgun og lesendur hafi fengið það í hendur,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var ritstjórninni mikilvægt að blaðið kæmi út, en vefurinn mbl.is var einnig tekinn úr sambandi um tíma í gær í varúðarskini. „Þessi árás hún heppnast náttúrlega en það er ekki vegna þess að hér séu engar varnir. Við verðum fyrir árásum reglulega, ég er ekki að segja daglega en þær eru mjög tíðar. Stundum er auðvelt að hindra þessum árásum en sumar hafa verið mjög stórfeldar en bara vegna þess að við erum með vaska sveit manna í að tryggja öryggi þá hefur okkur tekist að verjast þeim, en í þetta skipti bara einfaldlega tókst það ekki,“ segir Karl.
Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Rússland Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira