Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 23:00 Þrívíðarmynd af próteinskel lifrarbólgu E. Mynd/NIAID Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Fjallað er um málið á vef háskólans og í erlendum miðlum. Þar kemur fram að áður hafi verið talið að veiran smitaðist aðeins með menguðu vatni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sæðisfrumurnar sem voru sýktar af veirunni voru ekki eins virkar og voru með genagalla. Það geti verið sönnun fyrir því að veiran spili mögulega eitthvað hlutverk í ófrjósemi karla. Umfjöllun um rannsóknina var birt í PLOS Pathogens tímaritinu. Rannsóknin var framkvæmd á svínum en æxlunarfæri þeirra eru sögð svipuð æxlunarfærum manna. Svínin voru sprautuð með veirunni og komust vísindamennirnir að því að veiran komst í blóðið en var skilað með saur. Áttatíu og fjórum dögum eftir að svínin voru sprautuð fundu vísindamennirnir veiruna í höfði sæðisfrumna svínanna. Nítján prósent sæðisfrumnanna innihéldu hluta veiruna sem þýðir að veiran getur smitast á milli svína. Vísindamenn sáu minni hreyfingu í um fjórtán prósent sæðisfrumna sem voru smitaðar af veirunni sem getur smitast í mannfólk. Fleiri sæðisfrumur í sýktum svínum voru algerlega hreyfingarlaus miðað við þau svín sem voru ekki sýkt. Þá voru sæðisfrumur í sýktum svínum líklegri til að vera óvenjulegar í stærð og lögun. Vilja að karlmenn séu skimaðir Vísindamennirnir eru nú að þrýsta á að karlmenn sem glíma við ófrjósemi verði skimaðir fyrir lifrarbólgu E og það geti mögulega verið orsök vandans. Fram kemur í frétt Daily Mail um málið að árlega greinir um 20 milljónir tilvika lifrarbólgu E um allan heim. Aðeins þrjár milljónir upplifi einhver einkenni. Sýkingarnar séu algengari í löndum þar sem ekki er greitt aðgengi að hreinu vatni. Sýktir saurgerlar komist í drykkjarvatn og smiti þau sem drekki vatnið. Til eru aðrar gerðir af lifrarbólgu en orsök hennar er yfirleitt ólíkar veirur. Smitleiðir eru einnig ólíkar og geta verið með kynlífi, blóði eða með því að deila sprautunál. Lifrarbólga E getur valdið bólgu í lifur og gulu. Þá geta önnur einkenni verið magaverkur, hiti, þyngdartap, dökkt þvag og þreyta. Flestir jafna sig á nokkrum vikum án þess að upplifa varanlega skaða á lifur. Fram kemur í frétt Daily Mail að enn eigi eftir að rannsaka þetta betur og til að skilja betur hvernig frumurnar smitist af veirunni. Fjallað var um tvö tilfelli lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi í Læknablaðinu árið 2020. Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Kynlíf Dýr Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fjallað er um málið á vef háskólans og í erlendum miðlum. Þar kemur fram að áður hafi verið talið að veiran smitaðist aðeins með menguðu vatni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sæðisfrumurnar sem voru sýktar af veirunni voru ekki eins virkar og voru með genagalla. Það geti verið sönnun fyrir því að veiran spili mögulega eitthvað hlutverk í ófrjósemi karla. Umfjöllun um rannsóknina var birt í PLOS Pathogens tímaritinu. Rannsóknin var framkvæmd á svínum en æxlunarfæri þeirra eru sögð svipuð æxlunarfærum manna. Svínin voru sprautuð með veirunni og komust vísindamennirnir að því að veiran komst í blóðið en var skilað með saur. Áttatíu og fjórum dögum eftir að svínin voru sprautuð fundu vísindamennirnir veiruna í höfði sæðisfrumna svínanna. Nítján prósent sæðisfrumnanna innihéldu hluta veiruna sem þýðir að veiran getur smitast á milli svína. Vísindamenn sáu minni hreyfingu í um fjórtán prósent sæðisfrumna sem voru smitaðar af veirunni sem getur smitast í mannfólk. Fleiri sæðisfrumur í sýktum svínum voru algerlega hreyfingarlaus miðað við þau svín sem voru ekki sýkt. Þá voru sæðisfrumur í sýktum svínum líklegri til að vera óvenjulegar í stærð og lögun. Vilja að karlmenn séu skimaðir Vísindamennirnir eru nú að þrýsta á að karlmenn sem glíma við ófrjósemi verði skimaðir fyrir lifrarbólgu E og það geti mögulega verið orsök vandans. Fram kemur í frétt Daily Mail um málið að árlega greinir um 20 milljónir tilvika lifrarbólgu E um allan heim. Aðeins þrjár milljónir upplifi einhver einkenni. Sýkingarnar séu algengari í löndum þar sem ekki er greitt aðgengi að hreinu vatni. Sýktir saurgerlar komist í drykkjarvatn og smiti þau sem drekki vatnið. Til eru aðrar gerðir af lifrarbólgu en orsök hennar er yfirleitt ólíkar veirur. Smitleiðir eru einnig ólíkar og geta verið með kynlífi, blóði eða með því að deila sprautunál. Lifrarbólga E getur valdið bólgu í lifur og gulu. Þá geta önnur einkenni verið magaverkur, hiti, þyngdartap, dökkt þvag og þreyta. Flestir jafna sig á nokkrum vikum án þess að upplifa varanlega skaða á lifur. Fram kemur í frétt Daily Mail að enn eigi eftir að rannsaka þetta betur og til að skilja betur hvernig frumurnar smitist af veirunni. Fjallað var um tvö tilfelli lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi í Læknablaðinu árið 2020.
Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Kynlíf Dýr Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira