Tólf ára drengir sekir um morð á nítján ára gömlum manni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 22:28 Ekki fást neinar frekar upplýsingar um drengina tvo sökum þess hve ungir þeir eru. Getty Tveir tólf ára drengir hafa verið fundnir sekir um að hafa stungið nítján ára gamlan mann til bana í almenningsgarði í bænum Wolverhampton í Bretlandi í nóvember í fyrra. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestur-Miðhéruðum segir að drengirnir tveir hafi veist að hinum nítján ára gamla Shawn Seesahai þegar hann gekk ásamt vini sínum í almenningsgarði. Seesahai átti rætur að rekja til eyjarinnar Angvilla í Karíbahafi og var tímabundið búsettur í Bretlandi til að gangast undir aðgerð á augum þegar hann varð fyrir árásinni. Fram kemur að drengirnir tveir hafi veist að Seesahai, kýlt hann og sparkað í hann svo hann datt í jörðina. Þá hafi þeir stappað á honum og stungið með 42 sentímetra langri sveðju. Að auki hafi þeir skorið í fætur hans með sveðjunni. Stungusárið sem varð honum að bana hafi tuttugu sentímetra djúpt. Þá segir að vinur Seesahai hafi komist undan og flúið af vettvangi meðan drengirnir réðust á Seesahai. Kenndu hvorum öðrum um Í frétt Sky News um málið segir að maðurinn hafi ekkert gert til að ógna drengjunum, þeir hafi veist að honum án nokkurrar ástæðu. Drengirnir neituðu báðir sök fyrir dómi og kenndu hvorum öðrum um. Þeir sögðu báðir að kveikjan að átökunum hefði verið sú að Seesahai hefði beðið þá um að færa sig af bekk sem þeir sátu á, en atburðarásinni lýstu þeir hvor á sinn hátt fyrir dómi og sögðust hvorugir hafa stungið manninn. Annar drengjanna játaði þó að hafa haft morðvopnið í fórum sínum. Hann sagðist hafa farið með sveiðjuna heim til sín og þrifið hana með klór vegna þess að það hefði hann séð gert í tónlistarmyndbandi. Eins og áður segir úrskurðuðu saksóknarar báða drengina seka um verknaðinn. Drengirnir hafa verið í haldi síðan þeir frömdu árásina og eru sagðir yngstu hnífamorðingjar Bretlandssögunnar í 31 ár, síðan tveir ellefu ára drengir voru fundnir sekir um morð á tveggja ára gömlu barni. Erlend sakamál Bretland Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestur-Miðhéruðum segir að drengirnir tveir hafi veist að hinum nítján ára gamla Shawn Seesahai þegar hann gekk ásamt vini sínum í almenningsgarði. Seesahai átti rætur að rekja til eyjarinnar Angvilla í Karíbahafi og var tímabundið búsettur í Bretlandi til að gangast undir aðgerð á augum þegar hann varð fyrir árásinni. Fram kemur að drengirnir tveir hafi veist að Seesahai, kýlt hann og sparkað í hann svo hann datt í jörðina. Þá hafi þeir stappað á honum og stungið með 42 sentímetra langri sveðju. Að auki hafi þeir skorið í fætur hans með sveðjunni. Stungusárið sem varð honum að bana hafi tuttugu sentímetra djúpt. Þá segir að vinur Seesahai hafi komist undan og flúið af vettvangi meðan drengirnir réðust á Seesahai. Kenndu hvorum öðrum um Í frétt Sky News um málið segir að maðurinn hafi ekkert gert til að ógna drengjunum, þeir hafi veist að honum án nokkurrar ástæðu. Drengirnir neituðu báðir sök fyrir dómi og kenndu hvorum öðrum um. Þeir sögðu báðir að kveikjan að átökunum hefði verið sú að Seesahai hefði beðið þá um að færa sig af bekk sem þeir sátu á, en atburðarásinni lýstu þeir hvor á sinn hátt fyrir dómi og sögðust hvorugir hafa stungið manninn. Annar drengjanna játaði þó að hafa haft morðvopnið í fórum sínum. Hann sagðist hafa farið með sveiðjuna heim til sín og þrifið hana með klór vegna þess að það hefði hann séð gert í tónlistarmyndbandi. Eins og áður segir úrskurðuðu saksóknarar báða drengina seka um verknaðinn. Drengirnir hafa verið í haldi síðan þeir frömdu árásina og eru sagðir yngstu hnífamorðingjar Bretlandssögunnar í 31 ár, síðan tveir ellefu ára drengir voru fundnir sekir um morð á tveggja ára gömlu barni.
Erlend sakamál Bretland Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira