Ráðherra hafi ekki mátt láta rannsaka meðferðarheimilið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2024 19:03 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er snúin til baka úr framboðsleyfi til forseta Íslands. Hún segir mat stofnunarinnar að ráðherra hafi ekki mátt fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að rannsaka Laugaland-Varpholt. Vísir/Einar Barnamálaráðherra hafði ekki lagaheimild til að fela Gæða - og eftirlitsstofnun að rannsaka meðferðarheimili sem var á Laugalandi og Varpholti að mati Persónuverndar. Forstjóri stofnunarinnar segir miður þegar mál falla á formgalla. Eftir að fjöldi kvenna steig fram í Stundinni nú Heimildinni fyrir nokkrum árum og sagði frá alvarlegu ofbeldi á meðferðarheimili á Varpholti og Laugalandi ákvað Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gera úttekt á starfinu þar. Niðurstöðurnar voru að vísbendingar væru um að alvarlegt ofbeldi hefði átt sér stað og eftirlit hafi brugðist. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra bað svo konur sem hittu hann í framhaldinu afsökunar. Gæða- og eftirlitsstofnun birti greinargerðina á vef sínum þar sem hún var í rúmt ár. Forstjóri hennar hefur sagt að eftir að hafa farið að ráðgjöf Persónuverndar um meðferð persónuupplýsinga í skýrslunni hafi hún verið birt. Málið falli vegna formgalla Fram hefur komið að stjórnendur meðferðarheimilisins hafi svo kvartað yfir birtingunni til Persónuverndar. Sú stofnun bannaði birtingu og dreifingu skýrslunnar í úrskurði sínum í desember í fyrra. Þá kemur fram að engin heimild hafi verið til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að samkvæmt úrskurði stofnunarinnar hafi skort allar heimildir í málinu. „Heimildir ráðherra voru ekki taldar nægja til að setja fyrir þetta verkefni og svo var skýrt að Gæða-og eftirlitsstofnun hafði ekki heimild til að gera þessa skýrslu. Þessi úrskurður okkar snýr ekki að starfsemi heimilisins með nokkrum hætti. Málið fellur aðeins vegna formgalla þar sem í lögum um Gæða-og eftirlitsstofnun kom fram að stofnuninni væri óheimilt að birta skýrslur með persónugreinanlegum upplýsingum. Við veittum Gæða- og eftirlitsstofnun ráðgjöf áður en skýrslan var birt en stofnunin ákvað samt að birta hana á vef sínum. Í framhaldinu var kvartað yfir birtingunni til okkar og þá þurfum við að bregðast við. Það er miður þegar mál falla á formgalla ef svo mætti segja, það er ekki gott,“ segir Helga. Meinbugir í lögum Helga segir að með úrskurðinum sé ekki verið að draga í efa niðurstöðu skýrslunnar með nokkrum hætti. Aðspurð um hvaða þýðingu þetta hafi þá varðandi málið Helga: „Það er annarra að meta það. Það er alveg ljóst að það hafa verið ákveðnir meinbugir í lögum því Gæða- og eftirlitsstofnun er ekki að vinna sína gæða-og eftirlitsvinnu ef hún má ekki birta stafkrók um það og það þarf að laga,“ segir Helga. Það má ekki vera þannig að eitthvað misjafnt fái að þrífast í skjóli persónuverndarlaga. Helga segir réttara hefði verið að útbúa sérstakan lagaramma fyrir slíka rannsókn líkt og þegar Vöggustofurnar í Reykjavík voru rannsakaðar. „Þá voru sérstök lög sett sem römmuðu algjörlega inn þá vinnu og vinnslu persónuupplýsinga sem þurfti að fara í. Önnur leið hefði verið að fá þingnefnd til að taka að sér þessa vinnu,“ segir Helga að lokum. Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ofbeldi gegn börnum Persónuvernd Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Sjá meira
Eftir að fjöldi kvenna steig fram í Stundinni nú Heimildinni fyrir nokkrum árum og sagði frá alvarlegu ofbeldi á meðferðarheimili á Varpholti og Laugalandi ákvað Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gera úttekt á starfinu þar. Niðurstöðurnar voru að vísbendingar væru um að alvarlegt ofbeldi hefði átt sér stað og eftirlit hafi brugðist. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra bað svo konur sem hittu hann í framhaldinu afsökunar. Gæða- og eftirlitsstofnun birti greinargerðina á vef sínum þar sem hún var í rúmt ár. Forstjóri hennar hefur sagt að eftir að hafa farið að ráðgjöf Persónuverndar um meðferð persónuupplýsinga í skýrslunni hafi hún verið birt. Málið falli vegna formgalla Fram hefur komið að stjórnendur meðferðarheimilisins hafi svo kvartað yfir birtingunni til Persónuverndar. Sú stofnun bannaði birtingu og dreifingu skýrslunnar í úrskurði sínum í desember í fyrra. Þá kemur fram að engin heimild hafi verið til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að samkvæmt úrskurði stofnunarinnar hafi skort allar heimildir í málinu. „Heimildir ráðherra voru ekki taldar nægja til að setja fyrir þetta verkefni og svo var skýrt að Gæða-og eftirlitsstofnun hafði ekki heimild til að gera þessa skýrslu. Þessi úrskurður okkar snýr ekki að starfsemi heimilisins með nokkrum hætti. Málið fellur aðeins vegna formgalla þar sem í lögum um Gæða-og eftirlitsstofnun kom fram að stofnuninni væri óheimilt að birta skýrslur með persónugreinanlegum upplýsingum. Við veittum Gæða- og eftirlitsstofnun ráðgjöf áður en skýrslan var birt en stofnunin ákvað samt að birta hana á vef sínum. Í framhaldinu var kvartað yfir birtingunni til okkar og þá þurfum við að bregðast við. Það er miður þegar mál falla á formgalla ef svo mætti segja, það er ekki gott,“ segir Helga. Meinbugir í lögum Helga segir að með úrskurðinum sé ekki verið að draga í efa niðurstöðu skýrslunnar með nokkrum hætti. Aðspurð um hvaða þýðingu þetta hafi þá varðandi málið Helga: „Það er annarra að meta það. Það er alveg ljóst að það hafa verið ákveðnir meinbugir í lögum því Gæða- og eftirlitsstofnun er ekki að vinna sína gæða-og eftirlitsvinnu ef hún má ekki birta stafkrók um það og það þarf að laga,“ segir Helga. Það má ekki vera þannig að eitthvað misjafnt fái að þrífast í skjóli persónuverndarlaga. Helga segir réttara hefði verið að útbúa sérstakan lagaramma fyrir slíka rannsókn líkt og þegar Vöggustofurnar í Reykjavík voru rannsakaðar. „Þá voru sérstök lög sett sem römmuðu algjörlega inn þá vinnu og vinnslu persónuupplýsinga sem þurfti að fara í. Önnur leið hefði verið að fá þingnefnd til að taka að sér þessa vinnu,“ segir Helga að lokum.
Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ofbeldi gegn börnum Persónuvernd Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Sjá meira