Ráðherra hafi ekki mátt láta rannsaka meðferðarheimilið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2024 19:03 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er snúin til baka úr framboðsleyfi til forseta Íslands. Hún segir mat stofnunarinnar að ráðherra hafi ekki mátt fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að rannsaka Laugaland-Varpholt. Vísir/Einar Barnamálaráðherra hafði ekki lagaheimild til að fela Gæða - og eftirlitsstofnun að rannsaka meðferðarheimili sem var á Laugalandi og Varpholti að mati Persónuverndar. Forstjóri stofnunarinnar segir miður þegar mál falla á formgalla. Eftir að fjöldi kvenna steig fram í Stundinni nú Heimildinni fyrir nokkrum árum og sagði frá alvarlegu ofbeldi á meðferðarheimili á Varpholti og Laugalandi ákvað Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gera úttekt á starfinu þar. Niðurstöðurnar voru að vísbendingar væru um að alvarlegt ofbeldi hefði átt sér stað og eftirlit hafi brugðist. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra bað svo konur sem hittu hann í framhaldinu afsökunar. Gæða- og eftirlitsstofnun birti greinargerðina á vef sínum þar sem hún var í rúmt ár. Forstjóri hennar hefur sagt að eftir að hafa farið að ráðgjöf Persónuverndar um meðferð persónuupplýsinga í skýrslunni hafi hún verið birt. Málið falli vegna formgalla Fram hefur komið að stjórnendur meðferðarheimilisins hafi svo kvartað yfir birtingunni til Persónuverndar. Sú stofnun bannaði birtingu og dreifingu skýrslunnar í úrskurði sínum í desember í fyrra. Þá kemur fram að engin heimild hafi verið til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að samkvæmt úrskurði stofnunarinnar hafi skort allar heimildir í málinu. „Heimildir ráðherra voru ekki taldar nægja til að setja fyrir þetta verkefni og svo var skýrt að Gæða-og eftirlitsstofnun hafði ekki heimild til að gera þessa skýrslu. Þessi úrskurður okkar snýr ekki að starfsemi heimilisins með nokkrum hætti. Málið fellur aðeins vegna formgalla þar sem í lögum um Gæða-og eftirlitsstofnun kom fram að stofnuninni væri óheimilt að birta skýrslur með persónugreinanlegum upplýsingum. Við veittum Gæða- og eftirlitsstofnun ráðgjöf áður en skýrslan var birt en stofnunin ákvað samt að birta hana á vef sínum. Í framhaldinu var kvartað yfir birtingunni til okkar og þá þurfum við að bregðast við. Það er miður þegar mál falla á formgalla ef svo mætti segja, það er ekki gott,“ segir Helga. Meinbugir í lögum Helga segir að með úrskurðinum sé ekki verið að draga í efa niðurstöðu skýrslunnar með nokkrum hætti. Aðspurð um hvaða þýðingu þetta hafi þá varðandi málið Helga: „Það er annarra að meta það. Það er alveg ljóst að það hafa verið ákveðnir meinbugir í lögum því Gæða- og eftirlitsstofnun er ekki að vinna sína gæða-og eftirlitsvinnu ef hún má ekki birta stafkrók um það og það þarf að laga,“ segir Helga. Það má ekki vera þannig að eitthvað misjafnt fái að þrífast í skjóli persónuverndarlaga. Helga segir réttara hefði verið að útbúa sérstakan lagaramma fyrir slíka rannsókn líkt og þegar Vöggustofurnar í Reykjavík voru rannsakaðar. „Þá voru sérstök lög sett sem römmuðu algjörlega inn þá vinnu og vinnslu persónuupplýsinga sem þurfti að fara í. Önnur leið hefði verið að fá þingnefnd til að taka að sér þessa vinnu,“ segir Helga að lokum. Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ofbeldi gegn börnum Persónuvernd Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Eftir að fjöldi kvenna steig fram í Stundinni nú Heimildinni fyrir nokkrum árum og sagði frá alvarlegu ofbeldi á meðferðarheimili á Varpholti og Laugalandi ákvað Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gera úttekt á starfinu þar. Niðurstöðurnar voru að vísbendingar væru um að alvarlegt ofbeldi hefði átt sér stað og eftirlit hafi brugðist. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra bað svo konur sem hittu hann í framhaldinu afsökunar. Gæða- og eftirlitsstofnun birti greinargerðina á vef sínum þar sem hún var í rúmt ár. Forstjóri hennar hefur sagt að eftir að hafa farið að ráðgjöf Persónuverndar um meðferð persónuupplýsinga í skýrslunni hafi hún verið birt. Málið falli vegna formgalla Fram hefur komið að stjórnendur meðferðarheimilisins hafi svo kvartað yfir birtingunni til Persónuverndar. Sú stofnun bannaði birtingu og dreifingu skýrslunnar í úrskurði sínum í desember í fyrra. Þá kemur fram að engin heimild hafi verið til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að samkvæmt úrskurði stofnunarinnar hafi skort allar heimildir í málinu. „Heimildir ráðherra voru ekki taldar nægja til að setja fyrir þetta verkefni og svo var skýrt að Gæða-og eftirlitsstofnun hafði ekki heimild til að gera þessa skýrslu. Þessi úrskurður okkar snýr ekki að starfsemi heimilisins með nokkrum hætti. Málið fellur aðeins vegna formgalla þar sem í lögum um Gæða-og eftirlitsstofnun kom fram að stofnuninni væri óheimilt að birta skýrslur með persónugreinanlegum upplýsingum. Við veittum Gæða- og eftirlitsstofnun ráðgjöf áður en skýrslan var birt en stofnunin ákvað samt að birta hana á vef sínum. Í framhaldinu var kvartað yfir birtingunni til okkar og þá þurfum við að bregðast við. Það er miður þegar mál falla á formgalla ef svo mætti segja, það er ekki gott,“ segir Helga. Meinbugir í lögum Helga segir að með úrskurðinum sé ekki verið að draga í efa niðurstöðu skýrslunnar með nokkrum hætti. Aðspurð um hvaða þýðingu þetta hafi þá varðandi málið Helga: „Það er annarra að meta það. Það er alveg ljóst að það hafa verið ákveðnir meinbugir í lögum því Gæða- og eftirlitsstofnun er ekki að vinna sína gæða-og eftirlitsvinnu ef hún má ekki birta stafkrók um það og það þarf að laga,“ segir Helga. Það má ekki vera þannig að eitthvað misjafnt fái að þrífast í skjóli persónuverndarlaga. Helga segir réttara hefði verið að útbúa sérstakan lagaramma fyrir slíka rannsókn líkt og þegar Vöggustofurnar í Reykjavík voru rannsakaðar. „Þá voru sérstök lög sett sem römmuðu algjörlega inn þá vinnu og vinnslu persónuupplýsinga sem þurfti að fara í. Önnur leið hefði verið að fá þingnefnd til að taka að sér þessa vinnu,“ segir Helga að lokum.
Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ofbeldi gegn börnum Persónuvernd Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda