Kyrrstöðuverðbólga Jón Ingi Hákonarson skrifar 10. júní 2024 11:30 Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni. Hátt vaxtastig kemur líka niður á skuldugum fyrirtækjum. Veitingastaðir eru t.d. margir hverjir skuldugir og þurfa að greiða töluverðan hluta tekna sinna í vexti. Einu leiðir þeirra eru að hækka verð og/eða segja upp fólki þar sem þau hafa takmarkaða getu til að auka veltu og sölu. Allan þennan tíma hefur verið lögð áhersla á fjölgun ferðamanna sem halda uppi neyslu í samfélaginu. Áhrif peningastefnunnar nær einungis til fólks með fasteignaláns. Það á að greiða lausnargjaldið til að ná okkur út úr klandrinu. Á sama tíma flytjum við inn ferðafólk til að halda uppi neyslunni. Nú er svo komið að fleiri veitingastaðir fara í gjaldþrot en í Covid, verðbólgan virðist ætla að verða þrálát með háu vaxtastigi, hagvöxtur minnkar, eftirspurn eftir húsnæði þrýstir húsnæðisverði upp, ferðamönnum fækkar vegna dýrtíðar. Það lítur út fyrir það að við séum að sigla inn í ástand verðbólgu og stöðnunar, sem á ensku kallast stagflation. Við höfum á undanförnum árum búið við þenslu og holan hagvöxt. Það þarf lítið til að setja allt á hliðina. Bankahrunið kenndi okkur það að hraður vöxtur án nægilegrar fjárfestingar í innviðum sem styður við vöxtinn skapar viðkvæmt ástand. Það eru vonbrigði að Seðlabankastjóri skuli telja að heilbrigð fjárfesting í íbúðarhúsnæði muni ógna stöðugleikanum. Það ber öll merki þess að þar tali ráðþrota embættismaður. Aukið framboð nýrra íbúða mun flýta fyrir jafnvægi á fasteignamarkaði. Það að vilja halda framkvæmdum niðri er skammsýni þar sem of mikil hækkun á fasteignamarkaði keyrir verðbólguna áfram. Höfuðvandinn er krónan. Í dag er hún of hátt verðlögð og dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og veldur hér dýrtíð og samdrætti. Eftir einhvern tíma þarf að leiðrétta það með handafli og skapar það enn eina sveifluna. Peningastefnan og efnahagsstefnan hafa ekki talast við í langan tíma. Auðvitað hefur það afleiðingar. Reikningurinn hefur verið sendur til ungs fólks og millistéttarinnar. Sú gjaldtaka er bæði ósanngjörn og óskynsamleg. Hún er ósanngjörn því verið er að refsa því fólki sem minnst hefur áhrif á þensluna og minnstu getuna til að standa undir þessum byrðum. Hún er óskynsamleg þar sem hún hefur í raun miklu minni áhrif en margir telja. Þeir sem skulda lítið sem ekkert í íslenskum krónum bera engar byrðar og geta áfram aukið neyslu sína. Það sama má segja um erlenda gesti sem hingað koma og halda uppi neyslustiginu. Það að þrengja að getu millistéttarinnar og barnafjölskyldna til að hafa í sig á en hvetja síðan aðra hópa til að halda uppi neyslunni er í mínum huga klikkun. Niðurstaðan er líka að stefna í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation) sem er heimatilbúin klikkun. Sjö ára kyrrstöðupólitík endar í kyrrstöðuverðbólgu. Eða áttum við von á einhverju öðru? Eina leiðin út úr þessu er lækkun vaxta til að hleypa súrefni í byggingageirann. Það mun valda tímabundinni þenslu en jafnvægi mun nást. Það er ljóst að yfirmenn peningamála þora ekki að taka af skarið. Það er slæmt. Framtíðarlausnin er að taka hér upp evru og tryggja varanlega samkeppnisfærni, raunverulegan stöðugleika og minnka þá gríðarlegur sóun sem krónukerfið veldur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Efnahagsmál Viðreisn Veitingastaðir Fasteignamarkaður Seðlabankinn Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni. Hátt vaxtastig kemur líka niður á skuldugum fyrirtækjum. Veitingastaðir eru t.d. margir hverjir skuldugir og þurfa að greiða töluverðan hluta tekna sinna í vexti. Einu leiðir þeirra eru að hækka verð og/eða segja upp fólki þar sem þau hafa takmarkaða getu til að auka veltu og sölu. Allan þennan tíma hefur verið lögð áhersla á fjölgun ferðamanna sem halda uppi neyslu í samfélaginu. Áhrif peningastefnunnar nær einungis til fólks með fasteignaláns. Það á að greiða lausnargjaldið til að ná okkur út úr klandrinu. Á sama tíma flytjum við inn ferðafólk til að halda uppi neyslunni. Nú er svo komið að fleiri veitingastaðir fara í gjaldþrot en í Covid, verðbólgan virðist ætla að verða þrálát með háu vaxtastigi, hagvöxtur minnkar, eftirspurn eftir húsnæði þrýstir húsnæðisverði upp, ferðamönnum fækkar vegna dýrtíðar. Það lítur út fyrir það að við séum að sigla inn í ástand verðbólgu og stöðnunar, sem á ensku kallast stagflation. Við höfum á undanförnum árum búið við þenslu og holan hagvöxt. Það þarf lítið til að setja allt á hliðina. Bankahrunið kenndi okkur það að hraður vöxtur án nægilegrar fjárfestingar í innviðum sem styður við vöxtinn skapar viðkvæmt ástand. Það eru vonbrigði að Seðlabankastjóri skuli telja að heilbrigð fjárfesting í íbúðarhúsnæði muni ógna stöðugleikanum. Það ber öll merki þess að þar tali ráðþrota embættismaður. Aukið framboð nýrra íbúða mun flýta fyrir jafnvægi á fasteignamarkaði. Það að vilja halda framkvæmdum niðri er skammsýni þar sem of mikil hækkun á fasteignamarkaði keyrir verðbólguna áfram. Höfuðvandinn er krónan. Í dag er hún of hátt verðlögð og dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og veldur hér dýrtíð og samdrætti. Eftir einhvern tíma þarf að leiðrétta það með handafli og skapar það enn eina sveifluna. Peningastefnan og efnahagsstefnan hafa ekki talast við í langan tíma. Auðvitað hefur það afleiðingar. Reikningurinn hefur verið sendur til ungs fólks og millistéttarinnar. Sú gjaldtaka er bæði ósanngjörn og óskynsamleg. Hún er ósanngjörn því verið er að refsa því fólki sem minnst hefur áhrif á þensluna og minnstu getuna til að standa undir þessum byrðum. Hún er óskynsamleg þar sem hún hefur í raun miklu minni áhrif en margir telja. Þeir sem skulda lítið sem ekkert í íslenskum krónum bera engar byrðar og geta áfram aukið neyslu sína. Það sama má segja um erlenda gesti sem hingað koma og halda uppi neyslustiginu. Það að þrengja að getu millistéttarinnar og barnafjölskyldna til að hafa í sig á en hvetja síðan aðra hópa til að halda uppi neyslunni er í mínum huga klikkun. Niðurstaðan er líka að stefna í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation) sem er heimatilbúin klikkun. Sjö ára kyrrstöðupólitík endar í kyrrstöðuverðbólgu. Eða áttum við von á einhverju öðru? Eina leiðin út úr þessu er lækkun vaxta til að hleypa súrefni í byggingageirann. Það mun valda tímabundinni þenslu en jafnvægi mun nást. Það er ljóst að yfirmenn peningamála þora ekki að taka af skarið. Það er slæmt. Framtíðarlausnin er að taka hér upp evru og tryggja varanlega samkeppnisfærni, raunverulegan stöðugleika og minnka þá gríðarlegur sóun sem krónukerfið veldur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun