Málið eigi ekki að rýra traust til lögreglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2024 19:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir 30 daga skilorðsbundinn dóm yfir lögreglumanni vegna líkamsárásar ekki eiga að rýra traust fólks til lögreglu. Málið hafi verið rannsakað að frumkvæði embættisins. Dómur í málinu féll í gær, en málsatvik voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann beitti úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá sparkaði lögreglumaðurinn í manninn og sló hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir embættið harma málið, sem hafi verið tekið til skoðunar að frumvkæði lögreglunnar, fljótlega eftir að það átti sér stað. „Við þá skoðun kemur í ljós að þetta mál er ekki eins vel unnið og við hefðum viljað. Þegar svoleiðis gerist og grunur er um eitthvað saknæmt í málinu, þá sendum við svona mál yfir til héraðssaksóknara,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Í slíkum tilfellum sé vinnuframlag viðkomandi afþakkað, líkt og gert var í þessu máli. Hann hafi síðan ekki starfað fyrir embættið. Ekki einsdæmi Á síðustu árum eru þó nokkur dæmi um að lögreglumenn hafi hlotið dóma fyrir sambærileg brot í starfi. Eitt þekktasta dæmið er sennilega mál frá árinu 2013, þar sem lögreglumaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu bóta, vegna harkalegrar handtöku. Halla segir betri þjálfun vera bestu leiðina til að koma í veg fyrir slík mál. „En svo auðvitað geta alltaf komið upp atvik sem verða eins og þetta atvik, sem er erfitt að koma í veg fyrir.“ Mál sem þetta séu þó fátíð. „Og það er bara þannig að við gerum öll mistök og erum mannleg, en það hefur ekkert með traust á lögreglunni almennt að gera.“ Lögreglumenn verði engu að síður að bera ábyrgð á því þegar þeir fari út fyrir þau mörk sem ætlast er til að þeir virði. „Það ætti líka að byggja upp traust að við erum að taka á málum sem þessum. Auðvitað viljum við að það sé faglega unnið, og farið eftir verkferlum í hvívetna,“ segir Halla Bergþóra. Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31 „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34 Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Dómur í málinu féll í gær, en málsatvik voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann beitti úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá sparkaði lögreglumaðurinn í manninn og sló hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir embættið harma málið, sem hafi verið tekið til skoðunar að frumvkæði lögreglunnar, fljótlega eftir að það átti sér stað. „Við þá skoðun kemur í ljós að þetta mál er ekki eins vel unnið og við hefðum viljað. Þegar svoleiðis gerist og grunur er um eitthvað saknæmt í málinu, þá sendum við svona mál yfir til héraðssaksóknara,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. Í slíkum tilfellum sé vinnuframlag viðkomandi afþakkað, líkt og gert var í þessu máli. Hann hafi síðan ekki starfað fyrir embættið. Ekki einsdæmi Á síðustu árum eru þó nokkur dæmi um að lögreglumenn hafi hlotið dóma fyrir sambærileg brot í starfi. Eitt þekktasta dæmið er sennilega mál frá árinu 2013, þar sem lögreglumaður var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu bóta, vegna harkalegrar handtöku. Halla segir betri þjálfun vera bestu leiðina til að koma í veg fyrir slík mál. „En svo auðvitað geta alltaf komið upp atvik sem verða eins og þetta atvik, sem er erfitt að koma í veg fyrir.“ Mál sem þetta séu þó fátíð. „Og það er bara þannig að við gerum öll mistök og erum mannleg, en það hefur ekkert með traust á lögreglunni almennt að gera.“ Lögreglumenn verði engu að síður að bera ábyrgð á því þegar þeir fari út fyrir þau mörk sem ætlast er til að þeir virði. „Það ætti líka að byggja upp traust að við erum að taka á málum sem þessum. Auðvitað viljum við að það sé faglega unnið, og farið eftir verkferlum í hvívetna,“ segir Halla Bergþóra.
Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31 „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34 Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31
„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34
Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03