Uppákoman átti sér stað fyrir utan Wetherspoons í bænum Clacton í Essex í dag. Myndir sýna unga konu skvetta drykk sem virðist vera mjólkurhristingur framan í frambjóðandann. The Guardian hefur eftir götublaði að drykkurinn hafi verið bananamjólkurhristingur frá skyndibitastaðnum McDonald's.
Farage tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til þings fyrir Umbótaflokkinn í gær. Hann hafði áður sagst ætla að sitja hjá og einbeita sér að því að hjálpa Donald Trump vini sínum að ná kjöri sem forseti Bandaríkjanna í haust.

Í Clacton sakaði Farage Íhaldsflokkinn og Verkamannaflokkinn um að vera ekki raunverulega þjóðholla. Íhaldsflokkurinn hefði brugðist trausti kjósenda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þá sagði hann að skólar eitruðu hugi ungmenna landsins og segðu þeim að skammast sín fyrir sögu Bretlands.
Umbótaflokkurinn hefur mælst með um tíu prósent fylgi í könnunum fyrir þingkosningar sem far afram 4. júlí. Allt stefnir í að Íhaldsflokkurinn, sem hefur verið í ríkisstjórn frá 2010, bíði algert afhroð. Flokkurinn mælist nú meira en tuttugu prósentustigum á eftir Verkamannaflokknum.