Tölum um tilfinningar Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 3. júní 2024 15:00 „Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi. Oft er vísað í úrræðaleysi en svo vill til að það er til úrræði sem kemur til móts við ungt fólk á þeirra forsendum, það er Bergið headspace. Fagfólk í Berginu headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ráðgjöf og stuðning án skilyrða og ókeypis. Við höfum sinnt þessu hlutverki í bráðum fimm ár. Setningin í fyrirsögninni er ein margra sem ungmenni hafa skrifað í þjónustukönnun Bergsins. Setningar eins og „bjargaði lífi mínu“, „veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki komið í Bergið“, „fyrsta sinn sem virkilega var hlustað á mig“ kom líka fyrir enda er unga fólkið okkar ánægt með þjónustuna sem Bergið veitir. Bergið veitir þjónustu á nokkrum stöðum, á Suðurgötu 10 í Reykjavík, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Í hverri viku koma um 100 ungmenni og hitta ráðgjafa í einkasamtali sem hlustar, hvetur og aðstoðar við að finna leiðir til betri andlegrar heilsu. Samtals hafa um 2500 ungmenni fengið aðstoð í Berginu, sum koma tvisvar, önnur koma 10 sinnum. Allir fá aðstoð, alveg sama um hvað ungmenni þurfa að ræða, hvort sem það er líðan, erfiðar aðstæður, áföll eða hvað sem þeim liggur á hjarta. Um 80% ungmenna sem til okkar koma þurfa ekki frekari aðstoð innan annarra kerfa, sú þjónusta sem Bergið veitir nægir þeim. Þjónusta Bergsins er einstök, það er aðstoð á nokkurra skilyrða, ókeypis og án biðtíma. Bergið hefur starfað á fjármagni sem komið hefur frá ári til árs frá þremur ráðuneytum og nokkrum sveitafélögum. Einnig höfum við fengið stuðning frá ýmsum góðgerðasjóðum, auk framlaga frá fjölda einstaklinga. Þar er þó ekkert fast í hendi. Þeim sem sækja þjónustu hefur fjölgað hratt undanfarið ár. Bergið hefur viljann og getuna til að taka á móti þessum ungmennum og stækka enn frekar en það kallar á aukið fjármagn í okkar starf. Því er Bergið í átaki til að safna til okkar bakhjörlum. Það er góðu fólki sem vill styðja við starfið okkar með mánaðarlegu framlagi. Það þarf ekki að vera há fjárhæð, allt skiptir máli. Markmið okkar er að eignast 5000 bakhjarla en slíkt myndi tryggja starfið til lengri tíma. Það þurfa allir einhvern tíma á aðstoð að halda og er sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi aðgang að henni. Börnin okkar, barnabörn, systkini, frændsystkin, börn vina, það tengja allir við að þekkja ungmenni sem ekki líður nógu vel. Að vera með Bergið fyrir unga fólkið er ómetanlegt fyrir þau og fyrir okkur öll. Þeir sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og húfur sem eru hluti af herferð okkar sem ber yfirskriftina ”tölum um tilfinningar”. Þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
„Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi. Oft er vísað í úrræðaleysi en svo vill til að það er til úrræði sem kemur til móts við ungt fólk á þeirra forsendum, það er Bergið headspace. Fagfólk í Berginu headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ráðgjöf og stuðning án skilyrða og ókeypis. Við höfum sinnt þessu hlutverki í bráðum fimm ár. Setningin í fyrirsögninni er ein margra sem ungmenni hafa skrifað í þjónustukönnun Bergsins. Setningar eins og „bjargaði lífi mínu“, „veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki komið í Bergið“, „fyrsta sinn sem virkilega var hlustað á mig“ kom líka fyrir enda er unga fólkið okkar ánægt með þjónustuna sem Bergið veitir. Bergið veitir þjónustu á nokkrum stöðum, á Suðurgötu 10 í Reykjavík, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Í hverri viku koma um 100 ungmenni og hitta ráðgjafa í einkasamtali sem hlustar, hvetur og aðstoðar við að finna leiðir til betri andlegrar heilsu. Samtals hafa um 2500 ungmenni fengið aðstoð í Berginu, sum koma tvisvar, önnur koma 10 sinnum. Allir fá aðstoð, alveg sama um hvað ungmenni þurfa að ræða, hvort sem það er líðan, erfiðar aðstæður, áföll eða hvað sem þeim liggur á hjarta. Um 80% ungmenna sem til okkar koma þurfa ekki frekari aðstoð innan annarra kerfa, sú þjónusta sem Bergið veitir nægir þeim. Þjónusta Bergsins er einstök, það er aðstoð á nokkurra skilyrða, ókeypis og án biðtíma. Bergið hefur starfað á fjármagni sem komið hefur frá ári til árs frá þremur ráðuneytum og nokkrum sveitafélögum. Einnig höfum við fengið stuðning frá ýmsum góðgerðasjóðum, auk framlaga frá fjölda einstaklinga. Þar er þó ekkert fast í hendi. Þeim sem sækja þjónustu hefur fjölgað hratt undanfarið ár. Bergið hefur viljann og getuna til að taka á móti þessum ungmennum og stækka enn frekar en það kallar á aukið fjármagn í okkar starf. Því er Bergið í átaki til að safna til okkar bakhjörlum. Það er góðu fólki sem vill styðja við starfið okkar með mánaðarlegu framlagi. Það þarf ekki að vera há fjárhæð, allt skiptir máli. Markmið okkar er að eignast 5000 bakhjarla en slíkt myndi tryggja starfið til lengri tíma. Það þurfa allir einhvern tíma á aðstoð að halda og er sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi aðgang að henni. Börnin okkar, barnabörn, systkini, frændsystkin, börn vina, það tengja allir við að þekkja ungmenni sem ekki líður nógu vel. Að vera með Bergið fyrir unga fólkið er ómetanlegt fyrir þau og fyrir okkur öll. Þeir sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og húfur sem eru hluti af herferð okkar sem ber yfirskriftina ”tölum um tilfinningar”. Þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar