Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2024 09:19 Joe Biden kemst ekki á kjörseðilinn í Ohio að óbreyttu því landsfundur demókratar þar sem átti að útnefna hann formlega fer fram eftir að framboðsfrestur rennur út. AP/Alex Brandon Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. Bandarískir forsetaframbjóðendur eru yfirleitt útnefndir við pomp og prakt á íburðarmiklum landsfundum eftir mánaðalangt forval flokkanna. Demókratar halda sinn landsfund í Chicago í Illinois 19.-22. ágúst í ár. Það er tveimur vikum eftir að frestur til þess að staðfesta framboð rennur út í Ohio. Sama staða kom upp í Alabama en ríkisþingið þar seinkaði frestinum og ríkisstjórinn, sem er repúblikani, staðfesti þau hratt. Erfiðlegar hefur gengið að rýmka tímamörkin í Ohio þrátt fyrir að ríkisþingið þar hafi áður breytt tímamörkum fyrir frambjóðendur beggja flokka. Pattastaða er á ríkisþinginu, að sögn Washington Post. Mike DeWine, ríkisstjóri og repúblikani, boðaði til aukaþingfundar vegna stöðunnar sem verður haldinn í dag. Engu að síður óttast demókratar að annað og ótengt mál um breytingar á lögum um kosningaframlög sem DeWine setti á dagskrá fundarins eigi eftir að koma í veg fyrir að fresturinn verði rýmkaður. „Joe Biden verður á kjörseðlinum í Ohio og öllum ríkjunum fimmtíu og repúblikanar í Ohio eru sammála. En þegar til kastanna hefur komið hafa þeir látið hjá liggja að grípa til aðgerða þannig að við demókratar lendum þessari flugvél sjálfir,“ sagði Jaime Harrison, formaður landsnefndar Demókrataflokksins (DNC). Með því að útnefna forsetaframbjóðanda sinn með rafrænu nafnakalli komi demókratar í veg fyrir að repúblikanar hindri framgang lýðræðisins með vanhæfni eða pólitískum klækjum, að sögn Harrisson. Ekki er búið að ákveða hvenær útnefningin fer fram en það verður fyrir núverandi framboðsfrest í Ohio, 7. ágúst. Öll landsnefndin þarf að samþykkja fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið er sagt verða með svipuðu sniði og árið 2020 þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar varð þess valdandi að landsfundur demókratar fór fram rafrænt, að sögn AP-fréttastofunnar. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira
Bandarískir forsetaframbjóðendur eru yfirleitt útnefndir við pomp og prakt á íburðarmiklum landsfundum eftir mánaðalangt forval flokkanna. Demókratar halda sinn landsfund í Chicago í Illinois 19.-22. ágúst í ár. Það er tveimur vikum eftir að frestur til þess að staðfesta framboð rennur út í Ohio. Sama staða kom upp í Alabama en ríkisþingið þar seinkaði frestinum og ríkisstjórinn, sem er repúblikani, staðfesti þau hratt. Erfiðlegar hefur gengið að rýmka tímamörkin í Ohio þrátt fyrir að ríkisþingið þar hafi áður breytt tímamörkum fyrir frambjóðendur beggja flokka. Pattastaða er á ríkisþinginu, að sögn Washington Post. Mike DeWine, ríkisstjóri og repúblikani, boðaði til aukaþingfundar vegna stöðunnar sem verður haldinn í dag. Engu að síður óttast demókratar að annað og ótengt mál um breytingar á lögum um kosningaframlög sem DeWine setti á dagskrá fundarins eigi eftir að koma í veg fyrir að fresturinn verði rýmkaður. „Joe Biden verður á kjörseðlinum í Ohio og öllum ríkjunum fimmtíu og repúblikanar í Ohio eru sammála. En þegar til kastanna hefur komið hafa þeir látið hjá liggja að grípa til aðgerða þannig að við demókratar lendum þessari flugvél sjálfir,“ sagði Jaime Harrison, formaður landsnefndar Demókrataflokksins (DNC). Með því að útnefna forsetaframbjóðanda sinn með rafrænu nafnakalli komi demókratar í veg fyrir að repúblikanar hindri framgang lýðræðisins með vanhæfni eða pólitískum klækjum, að sögn Harrisson. Ekki er búið að ákveða hvenær útnefningin fer fram en það verður fyrir núverandi framboðsfrest í Ohio, 7. ágúst. Öll landsnefndin þarf að samþykkja fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið er sagt verða með svipuðu sniði og árið 2020 þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar varð þess valdandi að landsfundur demókratar fór fram rafrænt, að sögn AP-fréttastofunnar.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira