Versta kerfi í heimi? Sigurjón Þórðarson skrifar 14. maí 2024 07:31 SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi. Hann vitnaði þar til skýrslu eða áróðursplaggs sem unnin var á vegum flokksbróður hans Kristjáni Þór Júlíussyni og af hagfræðingnum Sveini Agnarssyni. Hagfræðistofnu HÍ hefur rekið nokkurs konar trúboðastarf í þágu kvótakerfisins þar sem Sveinn og félagar hans hafa ýtt öllum viðmiðum líffræðinnar og viðskiptafræðinnar, svo sem um frjálsa verðlagningu og heilbrigða samkeppni til hliðar. Hver delluskýrslan er gefin út á fætur annarri um sjávarútveginn. Fáar ef nokkur toppa þá skýrslu sem kom út árinu fyrir hrun þar sem Sveinn og félagar reiknuðu það út að í ljósi sterkrar stöðu þjóðarbúsins þá væri hagkvæmast að hætta þorskveiðum í eitt ár. Það sem okkar ástsæli forsætisráðherra vitnaði sérstaklega til á fundi SFS voru fullyrðingar Sveins um meinta sérstöðu íslensk sjávarútvegs þar sem því er gert skóna að þeir sem stundi sjávarútveg annars staðar í heiminum en á Íslandi séu nánast beiningarmenn. Ég hef oftar en einu sinni óskað eftir gögnum og upplýsingum um á hvaða samanburði þessar stórkarlalegu fullyrðingar eru byggðar á, m.a. frá matvælaráðherra. Hingað til þá hefur verið fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. Eftir stendur að engin gögn hafa verið lögð til grundvallar þessum frasakenndum fullyrðingum um meintan heimsklassa íslenskra útgerða. Aftur að kvótakerfinu sem býr svo vel að eiga heilaþvegna varðliða í forystu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þó svo almennir flokksmenn umræddra flokka leyfi sér enn að efast um ágæti þess. Hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið algerlega brugðist. Það er í raun stórundarlegt að Sigurður Ingi og Bjarni Ben opni ekki augun fyrir þeim staðreyndum sem skýr og glæný fyrirspurn lögblinda þingmannsins Ingu Sælands afhjúpaði, þ.e. að kvótakerfið sem átti að skila meiri afla á land hefur valdið gríðarlegu tjóni. Á engu fimm ára samfelldu tímabili, eftir kvótasetningu, hefur þorskaflinn slagað upp í þær aflatölur sem þekktust fyrir tilvist þess. Best hefur þorskaflinn náð í liðlega 62% af aflanum fyrir kvótasetningu en versta 5 ára tímabilið skilaði aðeins um 39% af þeim þorskaafla sem kom á land árin fyrir kvótasetningu. Það er rétt að taka það fram að auðvelt væri að taka tímabil þar sem þessi munur væri miklum mun meiri. Það að tala um einhvern árangur eða hvað þá heimsmet í sjávarútvegi er alger dauðans della. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Sjávarútvegur Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi. Hann vitnaði þar til skýrslu eða áróðursplaggs sem unnin var á vegum flokksbróður hans Kristjáni Þór Júlíussyni og af hagfræðingnum Sveini Agnarssyni. Hagfræðistofnu HÍ hefur rekið nokkurs konar trúboðastarf í þágu kvótakerfisins þar sem Sveinn og félagar hans hafa ýtt öllum viðmiðum líffræðinnar og viðskiptafræðinnar, svo sem um frjálsa verðlagningu og heilbrigða samkeppni til hliðar. Hver delluskýrslan er gefin út á fætur annarri um sjávarútveginn. Fáar ef nokkur toppa þá skýrslu sem kom út árinu fyrir hrun þar sem Sveinn og félagar reiknuðu það út að í ljósi sterkrar stöðu þjóðarbúsins þá væri hagkvæmast að hætta þorskveiðum í eitt ár. Það sem okkar ástsæli forsætisráðherra vitnaði sérstaklega til á fundi SFS voru fullyrðingar Sveins um meinta sérstöðu íslensk sjávarútvegs þar sem því er gert skóna að þeir sem stundi sjávarútveg annars staðar í heiminum en á Íslandi séu nánast beiningarmenn. Ég hef oftar en einu sinni óskað eftir gögnum og upplýsingum um á hvaða samanburði þessar stórkarlalegu fullyrðingar eru byggðar á, m.a. frá matvælaráðherra. Hingað til þá hefur verið fátt um svör þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. Eftir stendur að engin gögn hafa verið lögð til grundvallar þessum frasakenndum fullyrðingum um meintan heimsklassa íslenskra útgerða. Aftur að kvótakerfinu sem býr svo vel að eiga heilaþvegna varðliða í forystu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þó svo almennir flokksmenn umræddra flokka leyfi sér enn að efast um ágæti þess. Hvernig sem á það er litið þá hefur kerfið algerlega brugðist. Það er í raun stórundarlegt að Sigurður Ingi og Bjarni Ben opni ekki augun fyrir þeim staðreyndum sem skýr og glæný fyrirspurn lögblinda þingmannsins Ingu Sælands afhjúpaði, þ.e. að kvótakerfið sem átti að skila meiri afla á land hefur valdið gríðarlegu tjóni. Á engu fimm ára samfelldu tímabili, eftir kvótasetningu, hefur þorskaflinn slagað upp í þær aflatölur sem þekktust fyrir tilvist þess. Best hefur þorskaflinn náð í liðlega 62% af aflanum fyrir kvótasetningu en versta 5 ára tímabilið skilaði aðeins um 39% af þeim þorskaafla sem kom á land árin fyrir kvótasetningu. Það er rétt að taka það fram að auðvelt væri að taka tímabil þar sem þessi munur væri miklum mun meiri. Það að tala um einhvern árangur eða hvað þá heimsmet í sjávarútvegi er alger dauðans della. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun