„Ríkisfjármálin eru í ruglinu“ Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 15:55 Kristrún notaði tækifærið í óundirbúnum fyrirspurnartíma til að lýsa því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi horfið frá því sem heita má ábyrgð í efnahagsmálum. Bjarni sagði þetta bull og vitleysu. vísir/arnar/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur? Og hvaða tölur er Kristrún að tala um? Jú: 1 ár af vöxtum yfir 9 prósentum 4 ár af verðbólgu yfir markmiði 9 ár af mínusrekstri hjá ríkissjóði — frá 2019 til 2027 „Við skulum bara tala hreina íslensku hérna: Ríkisfjármálin eru í ruglinu og hafa verið það árum saman; ósjálfbær og verðbólguvaldandi,“ sagði Kristrún. Hún sagði að efnahagsmálin væru númer 1, 2 og 3 en sitjandi ríkisstjórn hafi sett þau á hvolf. „Arfleifð hennar verður, því miður, óstjórn og óstöðugleiki í efnahagsmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við ábyrga efnahagsstjórn Kristrún sagði að allur almenningur furðaði sig á því að ekki hafi verið boðaðar neinar breytingar í raun við stjórn efnahagsmála ríkisstjórnarinnar við síðustu stólaskipti. Þetta væri sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hún vitnaði í peningastefnunefnd Seðlabankans sem bendir á áhrif ríkisfjármála á eftirspurn, núna síðast í morgun: „Stöðvun ófjármagnaðra útgjalda og/eða aukin tekjuöflun eru forsenda þess að markmið um stöðugleika og sjálfbærni — þar með talið lækkun verðbólgu og vaxta — gangi eftir.“ Kristrún sagði Samfylkinguna hafa bent á þetta aftur og aftur á þingi en ríkisstjórnin látið sér fátt um finnast. „Samfylkingin er flokkur ábyrgra ríkisfjármála og efnahagslegs stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við öll prinsipp um ábyrg ríkisfjármál,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og spurði Bjarna í lok sinnar ræðu hvort hann væri ánægður með tölurnar eins og þær birtast núna: „Vextina, verðbólguna og síðast en ekki síst 9 ára hallarekstur á ríkissjóði? Er þetta það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Löng buna fullyrðinga sem ekki fá staðist Bjarni brást ókvæða við. „Hér er löng buna fullyrðinga sem standast fæstar nokkra skoðun.“ Hann hóf svo að rekja það að Ísland stæði betur en nágrannaríkin, hér væri meiri hagvöxtur og skuldastaða ríkissjóðs hófleg. Staðan væri almennt góð en hér væri spenna sem væri áhyggjuefni. En að hér væri allt á hvolfi væri ótrúleg framsetning af hálfu Kristrúnar. Við værum að ná tökum á verðbólgunni, það væri forgangsmál og verði forgangsmál. Kristrún sagði Bjarna stinga höfðinu í sandinn. Verðbólgan væri til staðar og hvað ætlaði hann sér að gera til að breyta því? Bjarni sagði þetta alrangt. Á alla helstu mælikvarða sem máli skipta, í öllum eðlilegum samanburði hefði staðan sjaldan verið betri. „Þetta er allt rangt sem þingmaðurinn nefnir. Við ætlum að ná tökum á verðbólgunni.“ Bjarni hækkaði róminn í takti við bjöllutónleika forseta þingsins: „Við ætlum ekki að fara leið Samfylkingarinnar sem boðar stóraukin útgjöld og hærri skatta.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Og hvaða tölur er Kristrún að tala um? Jú: 1 ár af vöxtum yfir 9 prósentum 4 ár af verðbólgu yfir markmiði 9 ár af mínusrekstri hjá ríkissjóði — frá 2019 til 2027 „Við skulum bara tala hreina íslensku hérna: Ríkisfjármálin eru í ruglinu og hafa verið það árum saman; ósjálfbær og verðbólguvaldandi,“ sagði Kristrún. Hún sagði að efnahagsmálin væru númer 1, 2 og 3 en sitjandi ríkisstjórn hafi sett þau á hvolf. „Arfleifð hennar verður, því miður, óstjórn og óstöðugleiki í efnahagsmálum.“ Sjálfstæðisflokkurinn sagt skilið við ábyrga efnahagsstjórn Kristrún sagði að allur almenningur furðaði sig á því að ekki hafi verið boðaðar neinar breytingar í raun við stjórn efnahagsmála ríkisstjórnarinnar við síðustu stólaskipti. Þetta væri sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum. Og hún vitnaði í peningastefnunefnd Seðlabankans sem bendir á áhrif ríkisfjármála á eftirspurn, núna síðast í morgun: „Stöðvun ófjármagnaðra útgjalda og/eða aukin tekjuöflun eru forsenda þess að markmið um stöðugleika og sjálfbærni — þar með talið lækkun verðbólgu og vaxta — gangi eftir.“ Kristrún sagði Samfylkinguna hafa bent á þetta aftur og aftur á þingi en ríkisstjórnin látið sér fátt um finnast. „Samfylkingin er flokkur ábyrgra ríkisfjármála og efnahagslegs stöðugleika. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við öll prinsipp um ábyrg ríkisfjármál,“ sagði formaður Samfylkingarinnar og spurði Bjarna í lok sinnar ræðu hvort hann væri ánægður með tölurnar eins og þær birtast núna: „Vextina, verðbólguna og síðast en ekki síst 9 ára hallarekstur á ríkissjóði? Er þetta það sem Sjálfstæðisflokkurinn kallar ráðdeild í ríkisfjármálum?“ Löng buna fullyrðinga sem ekki fá staðist Bjarni brást ókvæða við. „Hér er löng buna fullyrðinga sem standast fæstar nokkra skoðun.“ Hann hóf svo að rekja það að Ísland stæði betur en nágrannaríkin, hér væri meiri hagvöxtur og skuldastaða ríkissjóðs hófleg. Staðan væri almennt góð en hér væri spenna sem væri áhyggjuefni. En að hér væri allt á hvolfi væri ótrúleg framsetning af hálfu Kristrúnar. Við værum að ná tökum á verðbólgunni, það væri forgangsmál og verði forgangsmál. Kristrún sagði Bjarna stinga höfðinu í sandinn. Verðbólgan væri til staðar og hvað ætlaði hann sér að gera til að breyta því? Bjarni sagði þetta alrangt. Á alla helstu mælikvarða sem máli skipta, í öllum eðlilegum samanburði hefði staðan sjaldan verið betri. „Þetta er allt rangt sem þingmaðurinn nefnir. Við ætlum að ná tökum á verðbólgunni.“ Bjarni hækkaði róminn í takti við bjöllutónleika forseta þingsins: „Við ætlum ekki að fara leið Samfylkingarinnar sem boðar stóraukin útgjöld og hærri skatta.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira