Miklar verðbólguvæntingar halda vöxtunum uppi Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2024 12:11 Það er engu líkara en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu séu lögst á bæn til að ná verðbólgunni niður. Vísir/Vilhelm Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi spenna í hagkerfinu eru aðalástæður þess að Seðlabankinn lækkar ekki meginvexti sína. Seðlabankastjóri segir algerlega nauðsynlegt að ná verðbólgu niður til að uppfylla forsendur kjarasamninga. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum, tíunda mánuðinn í röð. Það er því útlit fyrir að vextirnir verði 9,25 prósent í að minnsta kosti ár því næsti reglulegi vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en í ágúst. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu enn mikla, eða sex prósent, og verðbólguvæntingar væru einnig enn miklar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algerlega nauðsynlegt að ná verðbólgu niður áður en kemur að mati á forsendum kjarasamninga á næsta áti.Vísir/Vilhelm „Það er bara mikill verðbólguþrýstingur og það er mikið í gangi hjá okkur,“ segir Ásgeir. Um áramótin spáði Seðlabankinn að meðalverðbólga á þessu ári yrði 4,1 prósent. Nú spáir bankinn því hins vegar að verðbólgan verði að meðaltali 5,9 prósent á þessu ári, eða 1,8 prósentum meiri. Baráttan við verðbólguna er því að ganga mun hægar en men vonuðu. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir mikinn innflutning á vinnuafli og mikinn fjölda ferðamanna eiga þátt þenslunni í hagkerfinu. Innflutningur á vinnuafli væri líka afleiðing af spennunni í þjóðarbúinu. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir mikinn innflutning vinnuafls bæði vera orksök og afleiðingu þenslunnar í þjóðfélaginu.Vísir/Vilhelm „Þetta innflutta vinnuafl þarf auðvitað mat, húsaskjól og allt það. Það eykur auðvitað eftirspurn þeirra. Þannig að þetta er allt að bíta í skottið á sér,“ segir Þórarinn. Ásgeir segir áhrif hóflegar kjarasamninga ekki að fullu komin fram. Áhrif jarðhræringanna á Reykjanesi væru hins vegar farin að koma fram bæði á húsnæðismarkaði og í ríkisfjármálum. „Það er líka í rauninni verið að færa heilt eitt prósent þjóðarinnar um set. Það er verið að færa til heilt sveitarfélag. Það hefur áhrif á fasteignamarkaðinn. Það eru tiltölulega miklar sviftingar og við höfum séð gríðarlegan hagvöxt,“ segir seðlabankastjóri. Þannig var endurmetinn hagvöxtur árið 2022 mun meiri en áður var talið eða 8,9 prósent en ekki 7,2 prósent. Mesti hagvöxtur frá árinu 1971. Krafturinn í hagkerfinu var því meiri en talið var og segir Ásgeitr að seðlabankinn hefði hækkað vexti fyrr og hraðar hefði hann haft þessar upplýsingar fyrir tveimur árum. „Við erum að ná árangri. Einkaneysla er að dragast saman. Þetta er á réttri leið en þetta gengur hægar,“ segir Ásgeir Jónsson. Það væri hins vegar meginverkefni Seðlabankans að ná verðbólgunni niður og með því að halda meginvöxtum óbreyttum undirstrikaði bankinn staðfestu sína í þeim efnum. Til að forsendur nýgerðra kjarasamninga haldi verði að ná verðbólgunni niður. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22 Hægir enn á hagvexti og auknar líkur á að núverandi raunvaxtastig sé „hæfilegt“ Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið. 8. maí 2024 09:28 Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31 Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01 Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum, tíunda mánuðinn í röð. Það er því útlit fyrir að vextirnir verði 9,25 prósent í að minnsta kosti ár því næsti reglulegi vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en í ágúst. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólgu enn mikla, eða sex prósent, og verðbólguvæntingar væru einnig enn miklar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir algerlega nauðsynlegt að ná verðbólgu niður áður en kemur að mati á forsendum kjarasamninga á næsta áti.Vísir/Vilhelm „Það er bara mikill verðbólguþrýstingur og það er mikið í gangi hjá okkur,“ segir Ásgeir. Um áramótin spáði Seðlabankinn að meðalverðbólga á þessu ári yrði 4,1 prósent. Nú spáir bankinn því hins vegar að verðbólgan verði að meðaltali 5,9 prósent á þessu ári, eða 1,8 prósentum meiri. Baráttan við verðbólguna er því að ganga mun hægar en men vonuðu. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir mikinn innflutning á vinnuafli og mikinn fjölda ferðamanna eiga þátt þenslunni í hagkerfinu. Innflutningur á vinnuafli væri líka afleiðing af spennunni í þjóðarbúinu. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir mikinn innflutning vinnuafls bæði vera orksök og afleiðingu þenslunnar í þjóðfélaginu.Vísir/Vilhelm „Þetta innflutta vinnuafl þarf auðvitað mat, húsaskjól og allt það. Það eykur auðvitað eftirspurn þeirra. Þannig að þetta er allt að bíta í skottið á sér,“ segir Þórarinn. Ásgeir segir áhrif hóflegar kjarasamninga ekki að fullu komin fram. Áhrif jarðhræringanna á Reykjanesi væru hins vegar farin að koma fram bæði á húsnæðismarkaði og í ríkisfjármálum. „Það er líka í rauninni verið að færa heilt eitt prósent þjóðarinnar um set. Það er verið að færa til heilt sveitarfélag. Það hefur áhrif á fasteignamarkaðinn. Það eru tiltölulega miklar sviftingar og við höfum séð gríðarlegan hagvöxt,“ segir seðlabankastjóri. Þannig var endurmetinn hagvöxtur árið 2022 mun meiri en áður var talið eða 8,9 prósent en ekki 7,2 prósent. Mesti hagvöxtur frá árinu 1971. Krafturinn í hagkerfinu var því meiri en talið var og segir Ásgeitr að seðlabankinn hefði hækkað vexti fyrr og hraðar hefði hann haft þessar upplýsingar fyrir tveimur árum. „Við erum að ná árangri. Einkaneysla er að dragast saman. Þetta er á réttri leið en þetta gengur hægar,“ segir Ásgeir Jónsson. Það væri hins vegar meginverkefni Seðlabankans að ná verðbólgunni niður og með því að halda meginvöxtum óbreyttum undirstrikaði bankinn staðfestu sína í þeim efnum. Til að forsendur nýgerðra kjarasamninga haldi verði að ná verðbólgunni niður.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22 Hægir enn á hagvexti og auknar líkur á að núverandi raunvaxtastig sé „hæfilegt“ Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið. 8. maí 2024 09:28 Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31 Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01 Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22
Hægir enn á hagvexti og auknar líkur á að núverandi raunvaxtastig sé „hæfilegt“ Horfur eru á að hagvöxtur verði umtalsvert minni í ár en Seðlabankinn gerði áður ráð fyrir samhliða því að hægt hefur nokkuð á vexti innlendrar eftirspurnar. Peningastefnunefnd hefur ákveðið halda vöxtum bankans óbreyttum fimmta fundinn í röð, sem er í samræmi við spár allra greinenda og markaðsaðila, og telur núna meiri líkur en áður að aðhaldsstigið dugi til að ná verðbólgunni niður í markmið. 8. maí 2024 09:28
Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31
Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01
Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45