Íþróttir fyrir öll, jöfnum og bætum leikinn Hólmfríður Sigþórsdóttir og Anna Þorsteinsdóttir skrifa 3. maí 2024 07:31 Hér á landi er þátttaka barna í íþróttastarfi mikil þó vissulega sé erfitt að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa. Frístundastyrkir skipta miklu máli og auka tækifæri þó að þeir dekki ekki nándar nærri allan kostnað við íþróttaþátttöku barna. Íþróttaþátttaka er bæði mikilvæg dægradvöl sem og mikilvægt lýðheilsumál. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er forvarnarmál sem hefur skilað miklum árangri síðustu áratugi. Íþróttastarfi er forvarnarmál sem þarf að hlúa að þannig að það þróist með breyttu samfélagi og snúist ekki upp í andhverfu sína. Passa þarf að íþróttastarf stuðli að jafnrétti og börn hafi sömu tækifæri til að eflast og dafna innan íþróttahreyfingarinnar. Vissulega má deila um jafnrétti barna til íþróttaiðkunar, hvaða íþróttir bjóðast hverju barni til dæmis í dreifðum byggðum landsins þar sem framboð ræðst af áhuga og getur þeirra fullorðnu sem samfélagið byggja. Þegar ungmenni hefja nám í framhaldsskólum minnkar þátttaka í íþróttum, oft á tíðum bjóða íþróttafélög ekki upp á þátttöku fyrir þau sem vilja æfa áfram en stefna ekki á afreksíþróttir. Fyrir þau sem vildu velja að æfa áfram íþróttir er mikilvægt að fá tækifæri, upp á eigin lýðheilsu og til þess að tilheyra. Það er ekki ólíklegt að þessir einstaklingar verði þau sem hlúði að íþróttafélögum framtíðarinnar, þau verða dómarar, stjórnarfólk og aðrir sjálfboðaliðar. Hér eru tækifæri fyrir tengsl milli heilsueflandi skóla landsins til að styðja íþróttafélögin og ungmenni til þátttöku. Fyrir þau sem stefna á afreksíþróttir hafa nú í mörgum tilfellum tækifæri til að stunda íþrótt sína samhliða námi þar sem fjölmargir framhaldsskólar bjóða upp á íþróttaafreksbrautir. Frekari tækifæri eru með samstarfi við ólympíunefndir. Þrátt fyrir hlutfallslega mikla íþróttaþátttöku á Íslandi og tíðrætt gott gengi fámennrar þjóðar er líka kallað eftir fleiri verðlaunahöfum á ólympíuleikunum. Tilvalið væri að byggja tengsl milli ólympíuleikanefndar Íslands og afreksíþróttabrauta framhaldsskólana sem mætti bæta við tillögur að afreksstarfi og tryggja tengsl við stofnun Afreksmiðstöðvar Íslands. Þó að íþróttaafreksbrautir séu í flestum tilfellum í samstarfi við íþróttafélögin, mætti styrkja þær enn frekar með tengslum við ólympíunefnd og þjálfara með enn háleiddari markmið. Í dag er aðstöðumunur mikill á milli íþróttagreina, í sumum tilfellum fá landsliðs börn töskur með öllu sem þarf og greitt er fyrir ferðir en í öðrum tilfellum þurfa þau að safna sjálf fyrir þátttöku, kostnaður er hér bæði mjög breytilegur eftir búsetu landsliðs barna og á milli íþróttagreina. Þetta er ójafnleikur sem heillavænlegt væri að jafna. Hólmfríður er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Anna er þjóðgarðsvörður og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Hér á landi er þátttaka barna í íþróttastarfi mikil þó vissulega sé erfitt að ná til ákveðinna þjóðfélagshópa. Frístundastyrkir skipta miklu máli og auka tækifæri þó að þeir dekki ekki nándar nærri allan kostnað við íþróttaþátttöku barna. Íþróttaþátttaka er bæði mikilvæg dægradvöl sem og mikilvægt lýðheilsumál. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi er forvarnarmál sem hefur skilað miklum árangri síðustu áratugi. Íþróttastarfi er forvarnarmál sem þarf að hlúa að þannig að það þróist með breyttu samfélagi og snúist ekki upp í andhverfu sína. Passa þarf að íþróttastarf stuðli að jafnrétti og börn hafi sömu tækifæri til að eflast og dafna innan íþróttahreyfingarinnar. Vissulega má deila um jafnrétti barna til íþróttaiðkunar, hvaða íþróttir bjóðast hverju barni til dæmis í dreifðum byggðum landsins þar sem framboð ræðst af áhuga og getur þeirra fullorðnu sem samfélagið byggja. Þegar ungmenni hefja nám í framhaldsskólum minnkar þátttaka í íþróttum, oft á tíðum bjóða íþróttafélög ekki upp á þátttöku fyrir þau sem vilja æfa áfram en stefna ekki á afreksíþróttir. Fyrir þau sem vildu velja að æfa áfram íþróttir er mikilvægt að fá tækifæri, upp á eigin lýðheilsu og til þess að tilheyra. Það er ekki ólíklegt að þessir einstaklingar verði þau sem hlúði að íþróttafélögum framtíðarinnar, þau verða dómarar, stjórnarfólk og aðrir sjálfboðaliðar. Hér eru tækifæri fyrir tengsl milli heilsueflandi skóla landsins til að styðja íþróttafélögin og ungmenni til þátttöku. Fyrir þau sem stefna á afreksíþróttir hafa nú í mörgum tilfellum tækifæri til að stunda íþrótt sína samhliða námi þar sem fjölmargir framhaldsskólar bjóða upp á íþróttaafreksbrautir. Frekari tækifæri eru með samstarfi við ólympíunefndir. Þrátt fyrir hlutfallslega mikla íþróttaþátttöku á Íslandi og tíðrætt gott gengi fámennrar þjóðar er líka kallað eftir fleiri verðlaunahöfum á ólympíuleikunum. Tilvalið væri að byggja tengsl milli ólympíuleikanefndar Íslands og afreksíþróttabrauta framhaldsskólana sem mætti bæta við tillögur að afreksstarfi og tryggja tengsl við stofnun Afreksmiðstöðvar Íslands. Þó að íþróttaafreksbrautir séu í flestum tilfellum í samstarfi við íþróttafélögin, mætti styrkja þær enn frekar með tengslum við ólympíunefnd og þjálfara með enn háleiddari markmið. Í dag er aðstöðumunur mikill á milli íþróttagreina, í sumum tilfellum fá landsliðs börn töskur með öllu sem þarf og greitt er fyrir ferðir en í öðrum tilfellum þurfa þau að safna sjálf fyrir þátttöku, kostnaður er hér bæði mjög breytilegur eftir búsetu landsliðs barna og á milli íþróttagreina. Þetta er ójafnleikur sem heillavænlegt væri að jafna. Hólmfríður er líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Anna er þjóðgarðsvörður og flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar