Ferðaþjónusta til framtíðar Freyja Rut Emilsdóttir skrifar 22. apríl 2024 13:31 Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar. Nærandi ferðaþjónusta snýst þannig um að byggja upp auðlindir fyrir komandi kynslóðir. Hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu og nærandi viðskiptahátta almennt, felur í sér velsæld og jafnvægi, þar sem árangur í rekstri er metinn út frá fjölbreyttari þáttum en eingöngu efnahagslegum. Fólk, hvort sem það eru íbúar, starfsfólk í ferðaþjónustu eða gestir svæðisins, eru hluti af sama vistkerfi sem bæði hafa áhrif á og verða fyrir áhrifum hvert af öðru. Markmið nærandi ferðaþjónustu er að vinna í sátt og samlyndi við alla þessa hópa og byggja upp rekstur og framboð þjónustu sem hefur jákvæð áhrif og styrkir svæðið til lengri tíma, hvort sem horft er til náttúruverndar, efnahagslegra þátta, menningarlegra eða samfélagslegra. Markmið íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri þróun, eins og fram kemur í stefnuramma til ferðaþjónustu til 2030 og Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur frá 2022 leitt norrænt þróunarverkefni um nærandi ferðaþjónustu, sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni og unnið af Íslenska Ferðaklasanum. Í byrjun aprílmánaðar fór fram vinnustofa í verkefninu CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism), sem við í 1238 og Gránu Bistró á Sauðárkróki erum þátttakendur í. Verkefninu er stýrt af Íslenska Ferðaklasanum og eru þátttakendur 16 fyrirtæki á Íslandi auk fjölda annarra frá Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Írlandi. Þátttaka í svona verkefnum er bæði fræðandi, skemmtileg, hvetjandi og mikilvæg fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við höfum nú þegar tekið stór og mikilvæg skref í átt að sjálfbærum og nærandi viðskiptaháttum og má þar t.d. nefna aukna áherslu á að versla við birgja í heimabyggð fyrst og fremst hvenær sem því er viðkomið, bæði þegar kemur að hráefni á matseðli sem og minjagripum í verslun, mörkun umhverfis- og sjálfbærnistefnu sem er í vinnslu og áherslu á að miðla sögu svæðisins bæði með fastasýningu 1238 þar sem fjallað er um helstu bardaga Sturlungaaldarinnar, uppsetningu sýningar um húsnæði Gránu og þá verslunarstarfsemi á vegum Kaupfélagsins sem áður fór fram í húsinu, og vinnslu verkefna á við leiðsagnar um Þrístapa í Húnabyggð annars vegar og hins vegar um Villa Nova og gamla bæinn á Sauðárkróki. Í sumar munum við síðan bjóða uppá gönguleiðsagnir um elsta hluta Sauðárkróks. Auk þess höfum við lagt metnað í að auðga menningarlíf á svæðinu með fjölbreyttum menningarviðburðum og fjölga störfum á svæðinu með alls kyns nýsköpunarverkefnum. Viku seinna fór fram vinnustofa í öðru Evrópuverkefni sem við erum þátttakendur í, DACCHE (e. Digital Action on Climate Change on Heritage Environments) sem snýst um að nýta stafræna tækni til að varðveita menningarlandslag og sjá hvernig það breytist með loftslagsbreytingum. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila frá Svíþjóð, Færeyjum, Skotlandi og Írlandi og eru það Skriðuklaustur og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sem stýra vinnu íslensku aðilanna. Loftslagsbreytingar hafa augljós og ótvíræð áhrif á náttúruna en einnig á menninguna, menningararfinn og samfélagið allt. Ferðaþjónustuaðilar ásamt stofnunum og fyrirtækjum sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða gegn eyðileggjandi áhrifum loftslagsbreytinganna– alveg í takt við hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu. Við erum að gera heilmargt og ná árangri á mörgum sviðum. En lengi má gera gott enn betur og við erum hvergi nærri hægt á þessari vegferð, það er alltaf varða handa við næstu vörðu. Ferðaþjónusta til framtíðar vinnur í sátt og samlyndi við nærsamfélagið og náttúruna og leggur sitt af mörkum til að skilja áfangastaðinn eftir í betra ástandi en áður. Höfundur er framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf sem á og rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland og veitingastaðinn Gránu Bistró, Sauðárkróki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar. Nærandi ferðaþjónusta snýst þannig um að byggja upp auðlindir fyrir komandi kynslóðir. Hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu og nærandi viðskiptahátta almennt, felur í sér velsæld og jafnvægi, þar sem árangur í rekstri er metinn út frá fjölbreyttari þáttum en eingöngu efnahagslegum. Fólk, hvort sem það eru íbúar, starfsfólk í ferðaþjónustu eða gestir svæðisins, eru hluti af sama vistkerfi sem bæði hafa áhrif á og verða fyrir áhrifum hvert af öðru. Markmið nærandi ferðaþjónustu er að vinna í sátt og samlyndi við alla þessa hópa og byggja upp rekstur og framboð þjónustu sem hefur jákvæð áhrif og styrkir svæðið til lengri tíma, hvort sem horft er til náttúruverndar, efnahagslegra þátta, menningarlegra eða samfélagslegra. Markmið íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri þróun, eins og fram kemur í stefnuramma til ferðaþjónustu til 2030 og Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur frá 2022 leitt norrænt þróunarverkefni um nærandi ferðaþjónustu, sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni og unnið af Íslenska Ferðaklasanum. Í byrjun aprílmánaðar fór fram vinnustofa í verkefninu CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism), sem við í 1238 og Gránu Bistró á Sauðárkróki erum þátttakendur í. Verkefninu er stýrt af Íslenska Ferðaklasanum og eru þátttakendur 16 fyrirtæki á Íslandi auk fjölda annarra frá Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Írlandi. Þátttaka í svona verkefnum er bæði fræðandi, skemmtileg, hvetjandi og mikilvæg fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við höfum nú þegar tekið stór og mikilvæg skref í átt að sjálfbærum og nærandi viðskiptaháttum og má þar t.d. nefna aukna áherslu á að versla við birgja í heimabyggð fyrst og fremst hvenær sem því er viðkomið, bæði þegar kemur að hráefni á matseðli sem og minjagripum í verslun, mörkun umhverfis- og sjálfbærnistefnu sem er í vinnslu og áherslu á að miðla sögu svæðisins bæði með fastasýningu 1238 þar sem fjallað er um helstu bardaga Sturlungaaldarinnar, uppsetningu sýningar um húsnæði Gránu og þá verslunarstarfsemi á vegum Kaupfélagsins sem áður fór fram í húsinu, og vinnslu verkefna á við leiðsagnar um Þrístapa í Húnabyggð annars vegar og hins vegar um Villa Nova og gamla bæinn á Sauðárkróki. Í sumar munum við síðan bjóða uppá gönguleiðsagnir um elsta hluta Sauðárkróks. Auk þess höfum við lagt metnað í að auðga menningarlíf á svæðinu með fjölbreyttum menningarviðburðum og fjölga störfum á svæðinu með alls kyns nýsköpunarverkefnum. Viku seinna fór fram vinnustofa í öðru Evrópuverkefni sem við erum þátttakendur í, DACCHE (e. Digital Action on Climate Change on Heritage Environments) sem snýst um að nýta stafræna tækni til að varðveita menningarlandslag og sjá hvernig það breytist með loftslagsbreytingum. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila frá Svíþjóð, Færeyjum, Skotlandi og Írlandi og eru það Skriðuklaustur og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sem stýra vinnu íslensku aðilanna. Loftslagsbreytingar hafa augljós og ótvíræð áhrif á náttúruna en einnig á menninguna, menningararfinn og samfélagið allt. Ferðaþjónustuaðilar ásamt stofnunum og fyrirtækjum sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða gegn eyðileggjandi áhrifum loftslagsbreytinganna– alveg í takt við hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu. Við erum að gera heilmargt og ná árangri á mörgum sviðum. En lengi má gera gott enn betur og við erum hvergi nærri hægt á þessari vegferð, það er alltaf varða handa við næstu vörðu. Ferðaþjónusta til framtíðar vinnur í sátt og samlyndi við nærsamfélagið og náttúruna og leggur sitt af mörkum til að skilja áfangastaðinn eftir í betra ástandi en áður. Höfundur er framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf sem á og rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland og veitingastaðinn Gránu Bistró, Sauðárkróki.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun