Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 18:46 Slík mál hafa einnig komið upp á Íslandi. Getty Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Hinum 48 ára Anthony Dover hefur verið gert að nota ekki forrit sem er kleift að búa til myndir eftir textalýsingu notanda. Með tækjum sem þessum er hægt að hala inn mynd af manneskju og láta gervigreindina búa til klæmnari útgáfu af upphaflegu myndinni. Honum var einnig gert að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu ásamt tvö hundruð punda sekt. Forritið sem um ræðir heitir Stable Diffusion og kom á markað árið 2022. Gerir það notendum þess kleift að búa til oft mjög raunverulegar myndir út frá textalýsingum og hefur það verið notað af barnaníðingum í því skyni að framleiða barnaníðsefni. Gervigreindarmálum fjölgar fyrir dómstólum Þessi úrskurður dómsins gæti verið fordæmisgefandi þar sem fleiri og fleiri mál er varða gervigreind rata á borð dómstóla um allan heim. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún skyldi gera það ólöglegt að búa til kynferðislegt efni af fullorðnu fólki án samþykkis þeirra. Það að búa til, búa yfir eða deila tilbúnu barnaníðsefni hefur verið glæpur í langan tíma en nú á sú löggjöf í ríkari mæli við um efni framleitt af gervigreind. Stability AI, fyrirtækið á bakvið Stable Diffusion, segir að brugðist hafi verið við og að nýrri uppfærslur forritsins komi í veg fyrir að því sé beitt til að framleiða slíkt efni. Fyrr í mánuðinum greindi Vísir frá því að fleiri en eitt mál hafi ratað á borð Ríkislögreglustjóra þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu að jafnauðvelt sé fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. Bretland Gervigreind Tengdar fréttir Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Hinum 48 ára Anthony Dover hefur verið gert að nota ekki forrit sem er kleift að búa til myndir eftir textalýsingu notanda. Með tækjum sem þessum er hægt að hala inn mynd af manneskju og láta gervigreindina búa til klæmnari útgáfu af upphaflegu myndinni. Honum var einnig gert að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu ásamt tvö hundruð punda sekt. Forritið sem um ræðir heitir Stable Diffusion og kom á markað árið 2022. Gerir það notendum þess kleift að búa til oft mjög raunverulegar myndir út frá textalýsingum og hefur það verið notað af barnaníðingum í því skyni að framleiða barnaníðsefni. Gervigreindarmálum fjölgar fyrir dómstólum Þessi úrskurður dómsins gæti verið fordæmisgefandi þar sem fleiri og fleiri mál er varða gervigreind rata á borð dómstóla um allan heim. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún skyldi gera það ólöglegt að búa til kynferðislegt efni af fullorðnu fólki án samþykkis þeirra. Það að búa til, búa yfir eða deila tilbúnu barnaníðsefni hefur verið glæpur í langan tíma en nú á sú löggjöf í ríkari mæli við um efni framleitt af gervigreind. Stability AI, fyrirtækið á bakvið Stable Diffusion, segir að brugðist hafi verið við og að nýrri uppfærslur forritsins komi í veg fyrir að því sé beitt til að framleiða slíkt efni. Fyrr í mánuðinum greindi Vísir frá því að fleiri en eitt mál hafi ratað á borð Ríkislögreglustjóra þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu að jafnauðvelt sé fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook.
Bretland Gervigreind Tengdar fréttir Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59