Braust inn í tölvu með lítilli fyrirhöfn og óvæntum afleiðingum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. apríl 2024 10:23 David Jakoby sænskur hakkari (t.v.) fær aðstoð fréttamanns við tölvuinnbrot. Innslagið er að finna í spilaranum neðar í fréttinni. Skjáskot Hver sem er getur orðið hakkari með hjálp gervigreindar, að sögn heimsfrægs hakkara sem nýlega var staddur hér á landi. Við mæltum okkur mót við hann og fylgdumst með tölvuinnbroti í rauntíma. Svíinn David Jakoby á að baki næstum þrjátíu ára feril sem hakkari. Hann segir hraða þróun einkenna bransann og nýjar ógnir steðja stöðugt að. „Gervigreind mun veita öllum sem ekki eru hakkarar möguleikann á því að verða hakkarar, af því að með henni hefurðu óheftan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem til eru,“ segir David. Hann nefnir dæmi; hakkari beinir spjótum sínum að stórfyrirtæki sem framleiðir vörur í tugþúsundatali. Eðlilegt sé að draga þá ályktun að fyrirtækið noti nafn á einhverri vörunni sem lykilorð. „Þá er hægt að biðja gervigreindina að færa manni öll vöruheiti þessa tiltekna fyrirtækis og hún gefur manni einfaldlega lista. Þú þarft ekki að leita að neinu sjálfur.“ En stærsta áskorunin nú sé þó ekki gervigreindin heldur manneskjan, notandinn sjálfur, sem geri sér alltof litla grein fyrir eigin ábyrgð þegar kemur að netöryggi. Og David, heimsklassahakkarinn, ráðleggur okkur leikmönnum eftirfarandi: „Ekki nota sama lykilorðið alls staðar! Í alvörunni, ekki gera það!“ Þá beri einnig að varast öll ókunnug tæki og tól - eins og David sýnir okkur í fréttinni hér fyrir ofan. Hann dregur fram hefðbundna iPhone-snúru... Eða hvað? David tengir snúruna við tölvu og réttir svo fréttamanni síma. Sérstök athygli er vakin á því að snúran snertir aldrei símann. Afleiðingar tölvuinnbrotsins og varnaðarorð Davids í kjölfarið eru sýnd í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan, eins og áður segir. Netöryggi Gervigreind Netglæpir Tækni Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Svíinn David Jakoby á að baki næstum þrjátíu ára feril sem hakkari. Hann segir hraða þróun einkenna bransann og nýjar ógnir steðja stöðugt að. „Gervigreind mun veita öllum sem ekki eru hakkarar möguleikann á því að verða hakkarar, af því að með henni hefurðu óheftan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem til eru,“ segir David. Hann nefnir dæmi; hakkari beinir spjótum sínum að stórfyrirtæki sem framleiðir vörur í tugþúsundatali. Eðlilegt sé að draga þá ályktun að fyrirtækið noti nafn á einhverri vörunni sem lykilorð. „Þá er hægt að biðja gervigreindina að færa manni öll vöruheiti þessa tiltekna fyrirtækis og hún gefur manni einfaldlega lista. Þú þarft ekki að leita að neinu sjálfur.“ En stærsta áskorunin nú sé þó ekki gervigreindin heldur manneskjan, notandinn sjálfur, sem geri sér alltof litla grein fyrir eigin ábyrgð þegar kemur að netöryggi. Og David, heimsklassahakkarinn, ráðleggur okkur leikmönnum eftirfarandi: „Ekki nota sama lykilorðið alls staðar! Í alvörunni, ekki gera það!“ Þá beri einnig að varast öll ókunnug tæki og tól - eins og David sýnir okkur í fréttinni hér fyrir ofan. Hann dregur fram hefðbundna iPhone-snúru... Eða hvað? David tengir snúruna við tölvu og réttir svo fréttamanni síma. Sérstök athygli er vakin á því að snúran snertir aldrei símann. Afleiðingar tölvuinnbrotsins og varnaðarorð Davids í kjölfarið eru sýnd í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan, eins og áður segir.
Netöryggi Gervigreind Netglæpir Tækni Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira