Nýtt merki Þróttar komið á búninginn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2024 14:54 Sæunn Björnsdóttir sýnir nýja merkið í myndatöku Þróttarliðsins fyrir komandi leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að enn eigi eftir að kjósa um tillögu að nýju merki Þróttar í Reykjavík er búið að prenta það á búninga liðsins. Kvennalið félagsins hefur leik í Bestu deild kvenna á mánudagskvöld. Tillaga um nýtt merki var kynnt í vikunni og stendur til að kjósa um breytingu á merki og búningi á auka aðalfundi félagsins á mánudaginn kemur, 22. apríl. Töluvert hefur verið rætt og ritað um merkisbreytinguna á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um breytinguna. Eldra merkið hefur verið í notkun frá 1980. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Kvennalið Þróttar var í myndatöku hjá Stöð 2 Sport í vikunni fyrir komandi leiktíð en athygli vakti að þar er nýja merkið komið á treyjur liðsins þrátt fyrir að samþykki fyrir breytingu á merkinu liggi ekki fyrir. Óvíst er hvað fólk gerir í Laugardalnum verði tillagan felld. Ekki búið að prenta á alla búninga og félagsmenn ráða för Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna nýja merkið var á treyjum sem nýttar voru í myndatöku fyrir kynningarefni Bestu deildarinnar. „Þetta eru gamlar treyjur sem voru notaðar í hugmyndavinnunni. Ég svo sem hef ekki skýringar af hverju þær voru í þessari treyju í myndatöku. Ég kom náttúrulega ekki að því,“ Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, hafði ekki umsjón með treyjunum sem nýttar voru í myndatökunni og hefur ekki skýringar á því hvers vegna þetta merki hafi verið á búningunum.Vísir/Vilhelm „Ég get sagt að búningarnir voru að koma til landsins í dag og gamla merkið er á þessu nýja keppnissetti. Það er ekki búið að merkja alla búninga félagsins með þessari tillögu að merki,“ segir Bjarnólfur. Það kemur því í ljós á fundinum á mánudag hvort verður ofan á, nýja merkið eða það gamla. „Það er lýðræði í félaginu eins og lögin kveða á um. Þessi tillaga verður lögð fyrir á auka aðalfundi og verða greidd atkvæði um. Það er þá félagsmanna að ákveða hvort þeir vilji halda núverandi merki eða uppfæra miðað við þær tillögur sem hafa verið bornar fram.“ Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að fjórir búningar hafi verið prentaðir fyrir myndatökuna með nýja merkinu. Líkt og Bjarnólfur segir hann að gamla merkið sé á nýju treyjunum og að prenta þurfi yfir það, fari breytingin í gegn á auka aðalfundinum á mánudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Jelenu Tinnu Kujundzic virðist vænt um merkið.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Hafsteinsdóttir sýnir merkið á markmannstreyjunni.Vísir/Hulda Margrét Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Tillaga um nýtt merki var kynnt í vikunni og stendur til að kjósa um breytingu á merki og búningi á auka aðalfundi félagsins á mánudaginn kemur, 22. apríl. Töluvert hefur verið rætt og ritað um merkisbreytinguna á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um breytinguna. Eldra merkið hefur verið í notkun frá 1980. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Kvennalið Þróttar var í myndatöku hjá Stöð 2 Sport í vikunni fyrir komandi leiktíð en athygli vakti að þar er nýja merkið komið á treyjur liðsins þrátt fyrir að samþykki fyrir breytingu á merkinu liggi ekki fyrir. Óvíst er hvað fólk gerir í Laugardalnum verði tillagan felld. Ekki búið að prenta á alla búninga og félagsmenn ráða för Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna nýja merkið var á treyjum sem nýttar voru í myndatöku fyrir kynningarefni Bestu deildarinnar. „Þetta eru gamlar treyjur sem voru notaðar í hugmyndavinnunni. Ég svo sem hef ekki skýringar af hverju þær voru í þessari treyju í myndatöku. Ég kom náttúrulega ekki að því,“ Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, hafði ekki umsjón með treyjunum sem nýttar voru í myndatökunni og hefur ekki skýringar á því hvers vegna þetta merki hafi verið á búningunum.Vísir/Vilhelm „Ég get sagt að búningarnir voru að koma til landsins í dag og gamla merkið er á þessu nýja keppnissetti. Það er ekki búið að merkja alla búninga félagsins með þessari tillögu að merki,“ segir Bjarnólfur. Það kemur því í ljós á fundinum á mánudag hvort verður ofan á, nýja merkið eða það gamla. „Það er lýðræði í félaginu eins og lögin kveða á um. Þessi tillaga verður lögð fyrir á auka aðalfundi og verða greidd atkvæði um. Það er þá félagsmanna að ákveða hvort þeir vilji halda núverandi merki eða uppfæra miðað við þær tillögur sem hafa verið bornar fram.“ Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að fjórir búningar hafi verið prentaðir fyrir myndatökuna með nýja merkinu. Líkt og Bjarnólfur segir hann að gamla merkið sé á nýju treyjunum og að prenta þurfi yfir það, fari breytingin í gegn á auka aðalfundinum á mánudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Jelenu Tinnu Kujundzic virðist vænt um merkið.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Hafsteinsdóttir sýnir merkið á markmannstreyjunni.Vísir/Hulda Margrét
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01