Nýtt merki Þróttar komið á búninginn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2024 14:54 Sæunn Björnsdóttir sýnir nýja merkið í myndatöku Þróttarliðsins fyrir komandi leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að enn eigi eftir að kjósa um tillögu að nýju merki Þróttar í Reykjavík er búið að prenta það á búninga liðsins. Kvennalið félagsins hefur leik í Bestu deild kvenna á mánudagskvöld. Tillaga um nýtt merki var kynnt í vikunni og stendur til að kjósa um breytingu á merki og búningi á auka aðalfundi félagsins á mánudaginn kemur, 22. apríl. Töluvert hefur verið rætt og ritað um merkisbreytinguna á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um breytinguna. Eldra merkið hefur verið í notkun frá 1980. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Kvennalið Þróttar var í myndatöku hjá Stöð 2 Sport í vikunni fyrir komandi leiktíð en athygli vakti að þar er nýja merkið komið á treyjur liðsins þrátt fyrir að samþykki fyrir breytingu á merkinu liggi ekki fyrir. Óvíst er hvað fólk gerir í Laugardalnum verði tillagan felld. Ekki búið að prenta á alla búninga og félagsmenn ráða för Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna nýja merkið var á treyjum sem nýttar voru í myndatöku fyrir kynningarefni Bestu deildarinnar. „Þetta eru gamlar treyjur sem voru notaðar í hugmyndavinnunni. Ég svo sem hef ekki skýringar af hverju þær voru í þessari treyju í myndatöku. Ég kom náttúrulega ekki að því,“ Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, hafði ekki umsjón með treyjunum sem nýttar voru í myndatökunni og hefur ekki skýringar á því hvers vegna þetta merki hafi verið á búningunum.Vísir/Vilhelm „Ég get sagt að búningarnir voru að koma til landsins í dag og gamla merkið er á þessu nýja keppnissetti. Það er ekki búið að merkja alla búninga félagsins með þessari tillögu að merki,“ segir Bjarnólfur. Það kemur því í ljós á fundinum á mánudag hvort verður ofan á, nýja merkið eða það gamla. „Það er lýðræði í félaginu eins og lögin kveða á um. Þessi tillaga verður lögð fyrir á auka aðalfundi og verða greidd atkvæði um. Það er þá félagsmanna að ákveða hvort þeir vilji halda núverandi merki eða uppfæra miðað við þær tillögur sem hafa verið bornar fram.“ Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að fjórir búningar hafi verið prentaðir fyrir myndatökuna með nýja merkinu. Líkt og Bjarnólfur segir hann að gamla merkið sé á nýju treyjunum og að prenta þurfi yfir það, fari breytingin í gegn á auka aðalfundinum á mánudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Jelenu Tinnu Kujundzic virðist vænt um merkið.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Hafsteinsdóttir sýnir merkið á markmannstreyjunni.Vísir/Hulda Margrét Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Tillaga um nýtt merki var kynnt í vikunni og stendur til að kjósa um breytingu á merki og búningi á auka aðalfundi félagsins á mánudaginn kemur, 22. apríl. Töluvert hefur verið rætt og ritað um merkisbreytinguna á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum um breytinguna. Eldra merkið hefur verið í notkun frá 1980. Í kynningu á nýja merkinu á heimasíðu Þróttar segir að stærsta ástæðan fyrir því að ráðist var í að hanna það var vegna þess að Þróttur gengur í daglegu tali bara undir nafninu Þróttur, ekki Knattspyrnufélagið Þróttur. Í nýja merkinu eru ekki stafirnir KÞ heldur nafnið Þróttur á toppi þess. Kvennalið Þróttar var í myndatöku hjá Stöð 2 Sport í vikunni fyrir komandi leiktíð en athygli vakti að þar er nýja merkið komið á treyjur liðsins þrátt fyrir að samþykki fyrir breytingu á merkinu liggi ekki fyrir. Óvíst er hvað fólk gerir í Laugardalnum verði tillagan felld. Ekki búið að prenta á alla búninga og félagsmenn ráða för Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar kveðst ekki hafa skýringar á því hvers vegna nýja merkið var á treyjum sem nýttar voru í myndatöku fyrir kynningarefni Bestu deildarinnar. „Þetta eru gamlar treyjur sem voru notaðar í hugmyndavinnunni. Ég svo sem hef ekki skýringar af hverju þær voru í þessari treyju í myndatöku. Ég kom náttúrulega ekki að því,“ Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, hafði ekki umsjón með treyjunum sem nýttar voru í myndatökunni og hefur ekki skýringar á því hvers vegna þetta merki hafi verið á búningunum.Vísir/Vilhelm „Ég get sagt að búningarnir voru að koma til landsins í dag og gamla merkið er á þessu nýja keppnissetti. Það er ekki búið að merkja alla búninga félagsins með þessari tillögu að merki,“ segir Bjarnólfur. Það kemur því í ljós á fundinum á mánudag hvort verður ofan á, nýja merkið eða það gamla. „Það er lýðræði í félaginu eins og lögin kveða á um. Þessi tillaga verður lögð fyrir á auka aðalfundi og verða greidd atkvæði um. Það er þá félagsmanna að ákveða hvort þeir vilji halda núverandi merki eða uppfæra miðað við þær tillögur sem hafa verið bornar fram.“ Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti, greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að fjórir búningar hafi verið prentaðir fyrir myndatökuna með nýja merkinu. Líkt og Bjarnólfur segir hann að gamla merkið sé á nýju treyjunum og að prenta þurfi yfir það, fari breytingin í gegn á auka aðalfundinum á mánudaginn kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Jelenu Tinnu Kujundzic virðist vænt um merkið.Vísir/Hulda Margrét Hafdís Hafsteinsdóttir sýnir merkið á markmannstreyjunni.Vísir/Hulda Margrét
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tíska og hönnun Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 19. apríl 2024 12:01