Konur sem eiga ekki að eignast börn Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. apríl 2024 08:30 Jöfn staða fólks eftir kyni er tryggð í stjórnarskrá Íslands. Jafn réttur og jöfn staða fólks er jafnframt tíunduð í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Þar er m.a. sérstakt ákvæði um skyldur atvinnurekenda til að auðvelda starfsfólki að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof. Þá er atvinnurekendum óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku og almenn vinnuskilyrði starfsfólks. Atvinnurekendur sem brjóta gegn lögunum geta orðið skaðabótaskyldir samkvæmt almennum reglum þar um. Nýlega steig kona fram á þessum vettvangi og greindi frá því að henni hefði verið boðið lægri staða og laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Í frásögn hennar kom fram að hún hefði eignast tvö börn með stuttu millibili, en þegar hún stefndi að endurkomu var henni síður en svo tekið opnum örmum. Henni stæði til boða að taka við nýju starfi af lægri tign og lækka þar með um tvo launaflokka. Þessi saga er ekki einsdæmi. Alltof oft hef ég heyrt svipaðar sögur frá vinkonum og kunningjakonum. Ég hef því sent félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrirspurn á Alþingi um það hvort atvinnuréttindi kvenna sem snúa til vinnu að loknu fæðingarorlofi séu nægilega tryggð í lögum. Ef ekki, hvort ráðherrann hyggist beita sér fyrir því að svo verði. Það verður fróðlegt að heyra svör ráðherrans. Mæður taka almennt talsvert lengra orlof en feður, auk þess sem þær geta þurft að hverfa fyrr af vinnumarkaði á meðgöngu. Reynslusögur eru líka sagðar af atvinnuviðtölum þar sem konurnar eru spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Undir rós auðvitað, svo lögbrotið sé ekki eins augljóst. Frjósemi íslenskra kvenna heldur áfram að minnka og meðalaldur mæðra að hækka. Viðhorf til kvenna á vinnumarkaði hefur þar eflaust mikið að segja, þótt vandinn í dagvistunarmálum, sérstaklega í Reykjavík, sé að vísu oft nefnd í þessu samhengi. Þeir sem segjast hafa áhyggjur af þróun aldurspýramídans hérlendis ættu að hafa þetta hugfast. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Frjósemi Fæðingarorlof Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Jöfn staða fólks eftir kyni er tryggð í stjórnarskrá Íslands. Jafn réttur og jöfn staða fólks er jafnframt tíunduð í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Þar er m.a. sérstakt ákvæði um skyldur atvinnurekenda til að auðvelda starfsfólki að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof. Þá er atvinnurekendum óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku og almenn vinnuskilyrði starfsfólks. Atvinnurekendur sem brjóta gegn lögunum geta orðið skaðabótaskyldir samkvæmt almennum reglum þar um. Nýlega steig kona fram á þessum vettvangi og greindi frá því að henni hefði verið boðið lægri staða og laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Í frásögn hennar kom fram að hún hefði eignast tvö börn með stuttu millibili, en þegar hún stefndi að endurkomu var henni síður en svo tekið opnum örmum. Henni stæði til boða að taka við nýju starfi af lægri tign og lækka þar með um tvo launaflokka. Þessi saga er ekki einsdæmi. Alltof oft hef ég heyrt svipaðar sögur frá vinkonum og kunningjakonum. Ég hef því sent félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrirspurn á Alþingi um það hvort atvinnuréttindi kvenna sem snúa til vinnu að loknu fæðingarorlofi séu nægilega tryggð í lögum. Ef ekki, hvort ráðherrann hyggist beita sér fyrir því að svo verði. Það verður fróðlegt að heyra svör ráðherrans. Mæður taka almennt talsvert lengra orlof en feður, auk þess sem þær geta þurft að hverfa fyrr af vinnumarkaði á meðgöngu. Reynslusögur eru líka sagðar af atvinnuviðtölum þar sem konurnar eru spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Undir rós auðvitað, svo lögbrotið sé ekki eins augljóst. Frjósemi íslenskra kvenna heldur áfram að minnka og meðalaldur mæðra að hækka. Viðhorf til kvenna á vinnumarkaði hefur þar eflaust mikið að segja, þótt vandinn í dagvistunarmálum, sérstaklega í Reykjavík, sé að vísu oft nefnd í þessu samhengi. Þeir sem segjast hafa áhyggjur af þróun aldurspýramídans hérlendis ættu að hafa þetta hugfast. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar