Sjóræningjar fengu sjö hundruð milljónir í lausnargjald Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 13:47 Tilraunum til sjórána hefur farið fjölgandi undan ströndum Sómalíu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Camille Delbos Sómalskir sjórængingjar hafa sleppt 23 manna áhöfn skipsins MV Abdullah úr haldi og leyft þeim að sigla á brott á skipinu eftir að þeir fengu fimm milljón dala greiðslu í lausnargjald. Umsvif sjóræningjanna eru að aukast á ný eftir að lítið hefur á þeim borið í nokkur ár. Fimm milljónir dala samsvara um 710 milljónum króna. Í samtali við blaðamann Reuters segja tveir sjóræningjar að þeir hafi fengið peningana á laugardaginn. Fyrst hafi þeir gengið úr skugga um að peningarnir væru raunverulegir og upphæðin rétt, því næst hafi fengnum verið skipt niður milli þeirra sem komu að sjóráninu og áhöfninni sleppt. Sjóræningjarnir réðust um borð í skipið út á rúmsjó í síðasta mánuði en þá var verið að sigla því frá Mósambík til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin átti sér stað um sex hundruð sjómílur austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem samsvarar rúmlega ellefu hundruð kílómetrum. Sjóræningjar ollu miklum usla undan ströndum Sómalíu frá 2008 til 2018 en ekki hefur borið mikið á þeim á undanförnum árum, samhliða því að Vesturlönd fóru að senda herskip á svæðið. Það breyttist þó í fyrra þegar sjóræningjar frá Sómalíu fóru aftur á kreik. Sérfræðingar segja í samtali við Reuters að sjóræningjarnir séu að nýta sér óreiðuna á svæðinu vegna stríðsins á Gasaströndinni og árása Húta í Jemen á flutningaskip á Rauðahafi og Adenflóa. Hér má sjá kort frá International Maritime Bureau af tilraunum til sjórána á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.IMB Deild Alþjóðaverslunarráðsins sem fjallar um fragtflutninga á heimsvísu birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um áhyggjur af auknum umsvifum sjóræningja frá Sómalíu. Þar kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi sjóræningjar 33 sinnum reynt að taka skip í heiminum. Það heppnaðist þó eingöngu einu sinni og næstum því tvisvar. Annað þeirra tilfella var þegar MV Abdullah var rænt. Í hinu tilfellinu komu indverskir sjóliðar áhöfn flutningaskips sem hafði verið rænt til bjargar. Í áhlaupi á skipið handsömuðu þeir 35 sjóræningja og björguðu 21 úr áhöfn skipsins. Sómalía Skipaflutningar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Fimm milljónir dala samsvara um 710 milljónum króna. Í samtali við blaðamann Reuters segja tveir sjóræningjar að þeir hafi fengið peningana á laugardaginn. Fyrst hafi þeir gengið úr skugga um að peningarnir væru raunverulegir og upphæðin rétt, því næst hafi fengnum verið skipt niður milli þeirra sem komu að sjóráninu og áhöfninni sleppt. Sjóræningjarnir réðust um borð í skipið út á rúmsjó í síðasta mánuði en þá var verið að sigla því frá Mósambík til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin átti sér stað um sex hundruð sjómílur austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem samsvarar rúmlega ellefu hundruð kílómetrum. Sjóræningjar ollu miklum usla undan ströndum Sómalíu frá 2008 til 2018 en ekki hefur borið mikið á þeim á undanförnum árum, samhliða því að Vesturlönd fóru að senda herskip á svæðið. Það breyttist þó í fyrra þegar sjóræningjar frá Sómalíu fóru aftur á kreik. Sérfræðingar segja í samtali við Reuters að sjóræningjarnir séu að nýta sér óreiðuna á svæðinu vegna stríðsins á Gasaströndinni og árása Húta í Jemen á flutningaskip á Rauðahafi og Adenflóa. Hér má sjá kort frá International Maritime Bureau af tilraunum til sjórána á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.IMB Deild Alþjóðaverslunarráðsins sem fjallar um fragtflutninga á heimsvísu birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um áhyggjur af auknum umsvifum sjóræningja frá Sómalíu. Þar kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi sjóræningjar 33 sinnum reynt að taka skip í heiminum. Það heppnaðist þó eingöngu einu sinni og næstum því tvisvar. Annað þeirra tilfella var þegar MV Abdullah var rænt. Í hinu tilfellinu komu indverskir sjóliðar áhöfn flutningaskips sem hafði verið rænt til bjargar. Í áhlaupi á skipið handsömuðu þeir 35 sjóræningja og björguðu 21 úr áhöfn skipsins.
Sómalía Skipaflutningar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira