Sjóræningjar fengu sjö hundruð milljónir í lausnargjald Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 13:47 Tilraunum til sjórána hefur farið fjölgandi undan ströndum Sómalíu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Camille Delbos Sómalskir sjórængingjar hafa sleppt 23 manna áhöfn skipsins MV Abdullah úr haldi og leyft þeim að sigla á brott á skipinu eftir að þeir fengu fimm milljón dala greiðslu í lausnargjald. Umsvif sjóræningjanna eru að aukast á ný eftir að lítið hefur á þeim borið í nokkur ár. Fimm milljónir dala samsvara um 710 milljónum króna. Í samtali við blaðamann Reuters segja tveir sjóræningjar að þeir hafi fengið peningana á laugardaginn. Fyrst hafi þeir gengið úr skugga um að peningarnir væru raunverulegir og upphæðin rétt, því næst hafi fengnum verið skipt niður milli þeirra sem komu að sjóráninu og áhöfninni sleppt. Sjóræningjarnir réðust um borð í skipið út á rúmsjó í síðasta mánuði en þá var verið að sigla því frá Mósambík til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin átti sér stað um sex hundruð sjómílur austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem samsvarar rúmlega ellefu hundruð kílómetrum. Sjóræningjar ollu miklum usla undan ströndum Sómalíu frá 2008 til 2018 en ekki hefur borið mikið á þeim á undanförnum árum, samhliða því að Vesturlönd fóru að senda herskip á svæðið. Það breyttist þó í fyrra þegar sjóræningjar frá Sómalíu fóru aftur á kreik. Sérfræðingar segja í samtali við Reuters að sjóræningjarnir séu að nýta sér óreiðuna á svæðinu vegna stríðsins á Gasaströndinni og árása Húta í Jemen á flutningaskip á Rauðahafi og Adenflóa. Hér má sjá kort frá International Maritime Bureau af tilraunum til sjórána á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.IMB Deild Alþjóðaverslunarráðsins sem fjallar um fragtflutninga á heimsvísu birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um áhyggjur af auknum umsvifum sjóræningja frá Sómalíu. Þar kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi sjóræningjar 33 sinnum reynt að taka skip í heiminum. Það heppnaðist þó eingöngu einu sinni og næstum því tvisvar. Annað þeirra tilfella var þegar MV Abdullah var rænt. Í hinu tilfellinu komu indverskir sjóliðar áhöfn flutningaskips sem hafði verið rænt til bjargar. Í áhlaupi á skipið handsömuðu þeir 35 sjóræningja og björguðu 21 úr áhöfn skipsins. Sómalía Skipaflutningar Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Fimm milljónir dala samsvara um 710 milljónum króna. Í samtali við blaðamann Reuters segja tveir sjóræningjar að þeir hafi fengið peningana á laugardaginn. Fyrst hafi þeir gengið úr skugga um að peningarnir væru raunverulegir og upphæðin rétt, því næst hafi fengnum verið skipt niður milli þeirra sem komu að sjóráninu og áhöfninni sleppt. Sjóræningjarnir réðust um borð í skipið út á rúmsjó í síðasta mánuði en þá var verið að sigla því frá Mósambík til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin átti sér stað um sex hundruð sjómílur austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem samsvarar rúmlega ellefu hundruð kílómetrum. Sjóræningjar ollu miklum usla undan ströndum Sómalíu frá 2008 til 2018 en ekki hefur borið mikið á þeim á undanförnum árum, samhliða því að Vesturlönd fóru að senda herskip á svæðið. Það breyttist þó í fyrra þegar sjóræningjar frá Sómalíu fóru aftur á kreik. Sérfræðingar segja í samtali við Reuters að sjóræningjarnir séu að nýta sér óreiðuna á svæðinu vegna stríðsins á Gasaströndinni og árása Húta í Jemen á flutningaskip á Rauðahafi og Adenflóa. Hér má sjá kort frá International Maritime Bureau af tilraunum til sjórána á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.IMB Deild Alþjóðaverslunarráðsins sem fjallar um fragtflutninga á heimsvísu birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um áhyggjur af auknum umsvifum sjóræningja frá Sómalíu. Þar kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi sjóræningjar 33 sinnum reynt að taka skip í heiminum. Það heppnaðist þó eingöngu einu sinni og næstum því tvisvar. Annað þeirra tilfella var þegar MV Abdullah var rænt. Í hinu tilfellinu komu indverskir sjóliðar áhöfn flutningaskips sem hafði verið rænt til bjargar. Í áhlaupi á skipið handsömuðu þeir 35 sjóræningja og björguðu 21 úr áhöfn skipsins.
Sómalía Skipaflutningar Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira