Varhugavert að saka fólk um glæp sem hafi unnið í góðri trú Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2024 12:25 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að ekki megi rifta samningi Landsbankans um kaup á TM nema það verði skoðað gaumgæfilega. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir óskynsamlegan kost fyrir fjármálaráðherra að rifta samningi Landsbankans um kaup á TM, þó hann sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín áfjármálamarkaði með kaupunum. Slíkt þyrfti að gera eftir að lagaleg atriði riftunar samningsins yrðu skoðuð gaumgæfilega. „Eða hvað myndu menn segja um fjármálaráðherra sem rifti slíkum kaupum ef í ljós kæmi að með því væri ríkinu bökuð margra milljarða skaðabótakrafa?“ spurði Bjarni í þingsal í dag. Uppspretta þessarar spurningar var fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingkonu Flokks fólksins. Hún fullyrti í ræðu sinni að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM frá Kviku banka væru hugsuð til að rétta við rekstur síðastnefnda fyrirtækisins. Kauptilboð hefði ekki verið gert með hag almennings í huga líkt og haldið hefur verið fram. „Þetta er ekki yfirsjón heldur einbeittur brotavilji,“ sagði Ásthildur sem hvatti Bjarna til að rifta kaupunum. Bjarni svaraði með því að segja að gangrýni Ásthildar beindist að stjórn og stjórnendum Landsbankans, sem enginn ráðherra bæri beina ábyrgð á. Ríkisstjórnin hefði ekkert með dagsdaglegan rekstur Landsbankans að gera. „Hér segir háttvirtur þingmaður að fjármálaráðherra, eða eftir atvikum forsætisráðherra, ætti að beita sér fyrir því að samningum sem hér er vísað til sé rift. Ég myndi fyrir mitt leyti segja að þótt ég sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði þá leiði það ekki af sjálfu sér til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir án þess að gaumgæfa til dæmis öll lagaleg atriði,“ sagði Bjarni. Líkt og áður sagði að illa yrði tekið í það ef ráðherra myndi baka ríkinu stóra skaðabótakröfu með því að rifta. „Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera,“ svaraði Ásthildur. Hún metur það sem svo að umrædd möguleg skaðabótakrafa yrði hugsanlega í kringum átta milljarða. „Við ættum samt tuttugu milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu,“ bætti Ásthildur við. Þá sagði Bjarni að sér þætti varhugavert að fólk sem hafi, líklega verið að vinna sína vinnu í góðri trú yrði sakað um glæpi í þingsal. „Ég ætla í fyrsta lagi að gjalda varhuga við því að hér í þingsal sé fjallað um löggerninga í samfélaginu sem glæp. Með því er held ég algerlega að ósekju verið að varpa alvarlegri sök á fólk sem ég tel reyndar að hafi bara verið að vinna sína vinnu eftir góðri samvisku.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
„Eða hvað myndu menn segja um fjármálaráðherra sem rifti slíkum kaupum ef í ljós kæmi að með því væri ríkinu bökuð margra milljarða skaðabótakrafa?“ spurði Bjarni í þingsal í dag. Uppspretta þessarar spurningar var fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingkonu Flokks fólksins. Hún fullyrti í ræðu sinni að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM frá Kviku banka væru hugsuð til að rétta við rekstur síðastnefnda fyrirtækisins. Kauptilboð hefði ekki verið gert með hag almennings í huga líkt og haldið hefur verið fram. „Þetta er ekki yfirsjón heldur einbeittur brotavilji,“ sagði Ásthildur sem hvatti Bjarna til að rifta kaupunum. Bjarni svaraði með því að segja að gangrýni Ásthildar beindist að stjórn og stjórnendum Landsbankans, sem enginn ráðherra bæri beina ábyrgð á. Ríkisstjórnin hefði ekkert með dagsdaglegan rekstur Landsbankans að gera. „Hér segir háttvirtur þingmaður að fjármálaráðherra, eða eftir atvikum forsætisráðherra, ætti að beita sér fyrir því að samningum sem hér er vísað til sé rift. Ég myndi fyrir mitt leyti segja að þótt ég sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði þá leiði það ekki af sjálfu sér til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir án þess að gaumgæfa til dæmis öll lagaleg atriði,“ sagði Bjarni. Líkt og áður sagði að illa yrði tekið í það ef ráðherra myndi baka ríkinu stóra skaðabótakröfu með því að rifta. „Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera,“ svaraði Ásthildur. Hún metur það sem svo að umrædd möguleg skaðabótakrafa yrði hugsanlega í kringum átta milljarða. „Við ættum samt tuttugu milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu,“ bætti Ásthildur við. Þá sagði Bjarni að sér þætti varhugavert að fólk sem hafi, líklega verið að vinna sína vinnu í góðri trú yrði sakað um glæpi í þingsal. „Ég ætla í fyrsta lagi að gjalda varhuga við því að hér í þingsal sé fjallað um löggerninga í samfélaginu sem glæp. Með því er held ég algerlega að ósekju verið að varpa alvarlegri sök á fólk sem ég tel reyndar að hafi bara verið að vinna sína vinnu eftir góðri samvisku.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda