Trúir þessu einhver? María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. apríl 2024 10:30 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir. En kannski mun ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ sjá sóma sinn í að taka almennilega til í ríkisfjármálunum – svo hægt sé að lækka hér vexti og verðbólgu – sem hlýtur í öllu samhengi að vera forgangsmál okkar allra. Kannski sér hún tækifæri í því að fjárfesta í geðheilbrigði og fjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og grípa unga fólkið okkar sem samkvæmt öllum mælingum líður ekki nógu vel. Það er eitthvað sem við ættum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það er verk að vinna Já og svo kannski nær ríkisstjórnin að koma í veg fyrir læknaskortinn sem ógnar öryggi og heilsu landsmanna og nær tökum á öllum þeim ótal biðlistum sem eru út um allt innan heilbrigðiskerfisins. Tryggir raunverulega þjónustu við fólk – en ekki innantómt blaður og stefnur sem settar eru í skúffu. Fjárfestir í vegakerfinu okkar og tryggir orkuöryggi um allt land og snýr jafnvel við þeim óboðlegu orkuskiptum sem eru til að eiga sér stað á Vestfjörðum þar sem raforka er tryggð inn á heimili með varaafli sem gengur fyrir dísilolíu. Svo getur maður auðvitað leyft sér að vona að menntun barnanna okkar verði sett í forgang – svona raunverulega. Ekki bara í orði – heldur á borði. Og kannski… bara kannski tekur hún - með endurnýjuðum utanríkisráðherra - almennilega afstöðu og beitir sér með því að senda afdráttarlausri kröfu um vopnahlé og langtímalausn á hryllilegri stöðu á Gaza. Þar sem þúsundir barna og almennra borgara hafa verið myrt og þjóðarmorð vofir yfir. Það mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst um mennsku og mannréttindi. Við vitum þegar það kemur að mannréttindamálum að íslensk rödd vegur þar þungt. Og svo vona ég heitt og innilega að ríkisstjórnin hlúi að fjölbreytileikanum í samfélaginu okkar og hugsi vel um jaðarsetta hópa – og passi það að skautun í samfélaginu stuðli ekki að því að þeir verði enn jaðarsettari. Allra helst að hún láti það vera að ýta undir hana sjálf. Þar er verk að vinna. Hjartað fullt af efa Já, það væri svo sannarlega algjörlega frábærar fréttir fyrir þjóðina alla ef stólaleikur ríkisstjórnarinnar síðustu daga hefði raunverulega leyst þá ótrúlegu krafta úr læðingi að skyndilega sé ríkisstjórnin svo verkþorsta að hún geti hreinlega ekki beðið eftir að hefjast handa að vinna fyrir almenning í landinu. Og nú eigum við sem sagt að trúa því að þeim takist að leysa stóru ágreiningsmálin sín á einu ári – þegar þeim hefur ekki tekist það á tæpum sjö. Trúir þessu einhver? Hjartað mitt er hið minnsta fullt af efa. Því við höfum lært það á síðustu sjö árum að þú stjórnar ekki landinu með vel skreyttum glærusýningum eða blaðamannafundum – hvað þá misgóðum stólaleikjum eða lyklaskiptum. Við þurfum ákvarðanir og stjórn í landinu – fyrir fólkið okkar sem setið hefur á hakanum. Alltof lengi. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir. En kannski mun ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ sjá sóma sinn í að taka almennilega til í ríkisfjármálunum – svo hægt sé að lækka hér vexti og verðbólgu – sem hlýtur í öllu samhengi að vera forgangsmál okkar allra. Kannski sér hún tækifæri í því að fjárfesta í geðheilbrigði og fjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og grípa unga fólkið okkar sem samkvæmt öllum mælingum líður ekki nógu vel. Það er eitthvað sem við ættum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það er verk að vinna Já og svo kannski nær ríkisstjórnin að koma í veg fyrir læknaskortinn sem ógnar öryggi og heilsu landsmanna og nær tökum á öllum þeim ótal biðlistum sem eru út um allt innan heilbrigðiskerfisins. Tryggir raunverulega þjónustu við fólk – en ekki innantómt blaður og stefnur sem settar eru í skúffu. Fjárfestir í vegakerfinu okkar og tryggir orkuöryggi um allt land og snýr jafnvel við þeim óboðlegu orkuskiptum sem eru til að eiga sér stað á Vestfjörðum þar sem raforka er tryggð inn á heimili með varaafli sem gengur fyrir dísilolíu. Svo getur maður auðvitað leyft sér að vona að menntun barnanna okkar verði sett í forgang – svona raunverulega. Ekki bara í orði – heldur á borði. Og kannski… bara kannski tekur hún - með endurnýjuðum utanríkisráðherra - almennilega afstöðu og beitir sér með því að senda afdráttarlausri kröfu um vopnahlé og langtímalausn á hryllilegri stöðu á Gaza. Þar sem þúsundir barna og almennra borgara hafa verið myrt og þjóðarmorð vofir yfir. Það mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst um mennsku og mannréttindi. Við vitum þegar það kemur að mannréttindamálum að íslensk rödd vegur þar þungt. Og svo vona ég heitt og innilega að ríkisstjórnin hlúi að fjölbreytileikanum í samfélaginu okkar og hugsi vel um jaðarsetta hópa – og passi það að skautun í samfélaginu stuðli ekki að því að þeir verði enn jaðarsettari. Allra helst að hún láti það vera að ýta undir hana sjálf. Þar er verk að vinna. Hjartað fullt af efa Já, það væri svo sannarlega algjörlega frábærar fréttir fyrir þjóðina alla ef stólaleikur ríkisstjórnarinnar síðustu daga hefði raunverulega leyst þá ótrúlegu krafta úr læðingi að skyndilega sé ríkisstjórnin svo verkþorsta að hún geti hreinlega ekki beðið eftir að hefjast handa að vinna fyrir almenning í landinu. Og nú eigum við sem sagt að trúa því að þeim takist að leysa stóru ágreiningsmálin sín á einu ári – þegar þeim hefur ekki tekist það á tæpum sjö. Trúir þessu einhver? Hjartað mitt er hið minnsta fullt af efa. Því við höfum lært það á síðustu sjö árum að þú stjórnar ekki landinu með vel skreyttum glærusýningum eða blaðamannafundum – hvað þá misgóðum stólaleikjum eða lyklaskiptum. Við þurfum ákvarðanir og stjórn í landinu – fyrir fólkið okkar sem setið hefur á hakanum. Alltof lengi. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun