Gerum það sem við getum: Sniðgöngum Rapyd og vörur frá Ísrael Auður Styrkársdóttir skrifar 5. apríl 2024 07:30 Ísraelsríki var stofnað þann 14. maí árið 1948 með stuðningi alþjóðasamfélagsins, og óþarfi að rifja upp þá sögu. Margir vita ekki, að þann 15. maí ár hvert er sorgardagur Palestínumanna, kallaður Nakba. Hörmungar. Þann dag árið 1948 og næstu daga og vikur voru 750.000 menn, konur og börn hrakin úr 500 bæjum og þorpum, og þeim ýmist eytt eða gyðingar settust þar að og gáfu öllu nýtt nafn. Eitt þessara þorpa hét Tantura og var friðsælt fiskiþorp. Nú er þar vinsæll baðstaður gyðinga. Þar hafa fundist fjöldagrafir. Um þetta má lesa á netinu. Ofbeldið hefur dunið á Palestínumönnum æ síðan. Nú eru um sex milljón uppflosnungar í eigin landi, og Ísraelsher sýnist ætla að útrýma þeim sem flestum. Nokkrir þjóðarleiðtogar eru farnir að ókyrrast. Flestir standa þó hjá. Aðgerðarlausir. Við, almenningur, getum hins vegar gert heilmargt. Við getum forðast vörur frá Ísrael, strikamerki sem byrjar á 729. Við getum forðast að okkar aurar renni úr landi og til ísraelska fyrirtækisins Rapyd og sýnt þannig forstjóra þess, sem er opinber stuðningsmaður og samverkamaður ísraelska hersins, að við látum ekki bjóða okkur þetta. Við getum notað greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka eða Kviku. Við getum verslað við Krónuna, Fjarðarkaup eða Melabúðina, ef hægt er. Við getum spurt um greiðsluhirði áður en við borgum með korti, eða flett upp greiðsluhirði búðarinnar á www.hirdir.is Við getum krafist þess að Ríkiskaup segi þegar í stað upp samningi sínum við Rapyd svo íslenska ríkið láti af þeim óbeina stuðningi sínum við þjóðarmorð. Og við getum krafist þess að íslensk stjórnvöld komi hér upp innlendu greiðslukortafyrirtæki, og láti ekki örfáa fjársterka hagsmunaaðila stöðva þau áform. Þjóðaröryggi krefst þess. Siðferðisvitundin krefst þess. Og þá myndu ekki 20 milljarðar renna árlega úr landi til erlendra fyrirtækja. Dirfist einhver stjórnmálamaður að slá hendinni móti því fé? Okkar skattfé. Höfundur er pensjónisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ísraelsríki var stofnað þann 14. maí árið 1948 með stuðningi alþjóðasamfélagsins, og óþarfi að rifja upp þá sögu. Margir vita ekki, að þann 15. maí ár hvert er sorgardagur Palestínumanna, kallaður Nakba. Hörmungar. Þann dag árið 1948 og næstu daga og vikur voru 750.000 menn, konur og börn hrakin úr 500 bæjum og þorpum, og þeim ýmist eytt eða gyðingar settust þar að og gáfu öllu nýtt nafn. Eitt þessara þorpa hét Tantura og var friðsælt fiskiþorp. Nú er þar vinsæll baðstaður gyðinga. Þar hafa fundist fjöldagrafir. Um þetta má lesa á netinu. Ofbeldið hefur dunið á Palestínumönnum æ síðan. Nú eru um sex milljón uppflosnungar í eigin landi, og Ísraelsher sýnist ætla að útrýma þeim sem flestum. Nokkrir þjóðarleiðtogar eru farnir að ókyrrast. Flestir standa þó hjá. Aðgerðarlausir. Við, almenningur, getum hins vegar gert heilmargt. Við getum forðast vörur frá Ísrael, strikamerki sem byrjar á 729. Við getum forðast að okkar aurar renni úr landi og til ísraelska fyrirtækisins Rapyd og sýnt þannig forstjóra þess, sem er opinber stuðningsmaður og samverkamaður ísraelska hersins, að við látum ekki bjóða okkur þetta. Við getum notað greiðslukort frá Indó, Íslandsbanka eða Kviku. Við getum verslað við Krónuna, Fjarðarkaup eða Melabúðina, ef hægt er. Við getum spurt um greiðsluhirði áður en við borgum með korti, eða flett upp greiðsluhirði búðarinnar á www.hirdir.is Við getum krafist þess að Ríkiskaup segi þegar í stað upp samningi sínum við Rapyd svo íslenska ríkið láti af þeim óbeina stuðningi sínum við þjóðarmorð. Og við getum krafist þess að íslensk stjórnvöld komi hér upp innlendu greiðslukortafyrirtæki, og láti ekki örfáa fjársterka hagsmunaaðila stöðva þau áform. Þjóðaröryggi krefst þess. Siðferðisvitundin krefst þess. Og þá myndu ekki 20 milljarðar renna árlega úr landi til erlendra fyrirtækja. Dirfist einhver stjórnmálamaður að slá hendinni móti því fé? Okkar skattfé. Höfundur er pensjónisti.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun