Biden krefst tafarlauss vopnahlés Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 21:35 Símtalið var það fyrsta milli þeirra tveggja síðan sjö hjálparstarfsmenn létust í loftárás í Gasa. AP/Mark Schiefelbein Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. Leiðtogarnir tveir ræddu saman í síma í fyrsta sinn síðan sjö starfsmenn World Central Kitchen létust í ísraelskri loftárás. Í kjölfarið hefur Biden verið harðyrtari í garð ísraelskra stjórnvalda en þau höfðu áður átt að venjast. Símtalið varði í færri en þrjátíu mínútur og í því gerði Bandaríkjaforseti Netanjahú ljóst að Ísrael þyrfti að taka í gagnið nákvæma, markvissa og mælanlega ferla til að bregðast við mannfalli, mannúðarkrísu og öryggisleysi viðbragðsaðila, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu. Guardian greinir frá því að Biden hafi sagt að tafarlaust vopnahlé væri bráð nauðsyn og að hann hafi hvatt Netanjahú til að komast að samkomulagi við Hamasliða án tafar. Tilkynning Hvíta hússins er ólík þeim sem gefnar hafa verið út áður varðandi samband Bandaríkjanna og Ísraels. Er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn skilyrði fyrir stuðningi við Ísraelsmenn. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði hins vegar að stuðningur Bandaríkjanna við hernað ísraelsmanna væri enn „brynvarinn“ (e. iron-clad). Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Leiðtogarnir tveir ræddu saman í síma í fyrsta sinn síðan sjö starfsmenn World Central Kitchen létust í ísraelskri loftárás. Í kjölfarið hefur Biden verið harðyrtari í garð ísraelskra stjórnvalda en þau höfðu áður átt að venjast. Símtalið varði í færri en þrjátíu mínútur og í því gerði Bandaríkjaforseti Netanjahú ljóst að Ísrael þyrfti að taka í gagnið nákvæma, markvissa og mælanlega ferla til að bregðast við mannfalli, mannúðarkrísu og öryggisleysi viðbragðsaðila, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu. Guardian greinir frá því að Biden hafi sagt að tafarlaust vopnahlé væri bráð nauðsyn og að hann hafi hvatt Netanjahú til að komast að samkomulagi við Hamasliða án tafar. Tilkynning Hvíta hússins er ólík þeim sem gefnar hafa verið út áður varðandi samband Bandaríkjanna og Ísraels. Er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn skilyrði fyrir stuðningi við Ísraelsmenn. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði hins vegar að stuðningur Bandaríkjanna við hernað ísraelsmanna væri enn „brynvarinn“ (e. iron-clad).
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45
Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11