Kallaði eftir aðstoð dráttarbáts skömmu fyrir slysið Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2024 17:55 Skipið lenti á einum burðarstólpa brúarinnar á töluverðum hraða. AP/Matt Rourke Stýrimaður gámaflutningaskipsins sem lenti á Francis Scott Key-brúnni í Baltimore í Bandaríkjunum á þriðjudag hafði kallað eftir aðstoð dráttarbáts nokkrum mínútum áður en skipið lenti á brúnni. Hann hafði einnig tilkynnt að skipið hafði misst afl, samkvæmt upptökum úr samskiptakerfi skipsins. Rannsakendur segja að brúin, sem reist var árið 1976, hafi ekki verið byggð með nútíma öryggisstaðla í huga og því hefði hún verið viðkvæmari en nýrri brýr og meiri líkur á því að hún myndi hrynja við slys sem þetta. Verið var að sigla skipinu úr höfn í Baltimore þegar það missti afl og lenti af miklum krafti á einum af burðarstólpum brúarinnar. Stór hluti hennar hrundi nánast samstundis en átta verkamenn voru á brúnni við viðgerðir. Tveimur var bjargað samdægurs, tvö lík fundust í nótt og fjögurra er enn saknað og hefur leit verið hætt í bili. Sjá einnig: Fundu lík tveggja verkamanna sem voru á brúnni Samkvæmt frétt Reuters fundust líkin tvö í bíl sem fannst á sjávarbotni á tæplega átta metra dýpi en aðstæður til leitar eru hættulegar fyrir kafara vegna mikils braks og þá er útlit fyrir að aðrir bílar sitji fastir undir braki úr brúnni Höfnin í Baltimore, sem er ein mest notaða höfn á austurströnd Bandaríkjanna, er lokuð og verður það líklega um nokkuð skeið. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að lokunin muni hafa umfangsmikil áhrif á vöruflutninga á heimsvísu þar sem aðrar hafnir á svæðinu geti fyllt í skarðið, ef svo má segja. Ekki liggur fyrir af hverju skipið missti afl AP fréttaveitan segir að vél skipsins hafi fengið hefðbundið viðhald við bryggju. Þá var skipið skoðað af sérfræðingum Strandgæslu Bandaríkjanna í september og leiddi sú skoðun ekkert í ljós. Brú hrynur í Baltimore Bandaríkin Tengdar fréttir Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50 Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13 Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Rannsakendur segja að brúin, sem reist var árið 1976, hafi ekki verið byggð með nútíma öryggisstaðla í huga og því hefði hún verið viðkvæmari en nýrri brýr og meiri líkur á því að hún myndi hrynja við slys sem þetta. Verið var að sigla skipinu úr höfn í Baltimore þegar það missti afl og lenti af miklum krafti á einum af burðarstólpum brúarinnar. Stór hluti hennar hrundi nánast samstundis en átta verkamenn voru á brúnni við viðgerðir. Tveimur var bjargað samdægurs, tvö lík fundust í nótt og fjögurra er enn saknað og hefur leit verið hætt í bili. Sjá einnig: Fundu lík tveggja verkamanna sem voru á brúnni Samkvæmt frétt Reuters fundust líkin tvö í bíl sem fannst á sjávarbotni á tæplega átta metra dýpi en aðstæður til leitar eru hættulegar fyrir kafara vegna mikils braks og þá er útlit fyrir að aðrir bílar sitji fastir undir braki úr brúnni Höfnin í Baltimore, sem er ein mest notaða höfn á austurströnd Bandaríkjanna, er lokuð og verður það líklega um nokkuð skeið. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að lokunin muni hafa umfangsmikil áhrif á vöruflutninga á heimsvísu þar sem aðrar hafnir á svæðinu geti fyllt í skarðið, ef svo má segja. Ekki liggur fyrir af hverju skipið missti afl AP fréttaveitan segir að vél skipsins hafi fengið hefðbundið viðhald við bryggju. Þá var skipið skoðað af sérfræðingum Strandgæslu Bandaríkjanna í september og leiddi sú skoðun ekkert í ljós.
Brú hrynur í Baltimore Bandaríkin Tengdar fréttir Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50 Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13 Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Þeir sem fóru í ána taldir látnir Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir. 27. mars 2024 06:50
Skipið varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á brúnni Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum. 26. mars 2024 16:13
Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum. 26. mars 2024 13:17